Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1039  —  551. mál.
Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur um embættismenn.


     1.      Hver er heildarfjöldi embættismanna sem starfa hjá ráðuneytinu og stofnunum þess?
Embættismenn í utanríkisþjónustunni eru ráðuneytisstjóri, sendiherrar, skrifstofustjórar og sendifulltrúar, sbr. 2. tölul. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þessir embættismenn eru alls 51.
    Aðeins ein stofnun er tengd ráðuneytinu, Íslandsstofa, og er henni stjórnað af framkvæmdastjóra, en hann fellur ekki undir skilgreiningar 22. gr. laga nr. 70/1996 um embættismenn ríkisins.

     2.      Skipan hve margra þeirra rennur út á þessu ári og skipan hve margra á ári hverju 2017–2020?
    Tekið er fram að skv. 10. gr. laga nr. 39/1971, um utanríkisþjónustu Íslands, þarf ekki nýja skipun þótt embættismaður sé fluttur milli staða eða starfa innan sama flokks skv. 8. gr. laganna, en skipunartími hans framlengist við flutninginn til fimm ára í senn. Reglubundnir flutningar sendiherra og sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni falla undir þetta ákvæði. Að teknu tilliti til flutninga í utanríkisþjónustunni á þessu ári eru lok skipunartíma á þeim árum sem fyrirspurnin lýtur að sem hér segir:
    Á árinu 2016: enginn.
    Á árinu 2017: 3.
    Á árinu 2018: 9.
    Á árinu 2019: 6.
    Á árinu 2020: 11.

     3.      Hve margir embættismenn eru á þessu ári 60–64 ára, 65–66 ára og 67–69 ára og hve margir verða 70 ára á næsta ári?
    60 64 ára á árinu 2016: 12.
    65 66 ára á árinu 2016: 3.
    67 69 ára á árinu 2016: 3.
    70 ára á árinu 2017: 1.

     4.      Hve margir embættismenn starfa sem skrifstofustjórar innan ráðuneytisins án mannaforráða?
    Enginn skrifstofustjóri starfar í ráðuneytinu án mannaforráða.