Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1067  —  540. mál.




Svar


iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur
um starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála.


     1.      Hversu oft hefur stjórn Stjórnstöðvar ferðamála fundað frá stofnun?
    Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála hefur fundað alls þrisvar sinnum frá stofnun, 3. og 23. nóvember 2015 og 2. mars 2016.

     2.      Eru fundargerðir frá stjórnarfundum Stjórnstöðvar ferðamála aðgengilegar og þá hvar?
    Fundargerðir frá stjórnarfundum hafa ekki verið birtar opinberlega en upplýsingar um og fréttir af stöðu verkefna Stjórnstöðvar ferðamála eru á vefnum www.stjornstodin.is.

     3.      Hefur stjórn Stjórnstöðvar ferðamála fundað með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, fulltrúum stjórnsýslunnar eða sveitarfélaganna eða öðrum sem tengjast ferðaþjónustunni?
    Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki fundað með hagsmunaaðilum en starfsmenn Stjórnstöðvar ferðamála hafa átt fundi með eftirfarandi 79 hagsmunaaðilum, fulltrúum stjórnsýslunnar, sveitarfélögum og öðrum frá stofnun:
Arctic Adventures
Aton
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Austurbrú
Bergrisi
Bæjarstjóri Bolungarvíkur
Bæjarstjóri Ísafjarðar
Bæjarstjóri Súðavíkur
Capacent
Daniel Bryström Design
Datamarket
Efla
Ferðamálaráð
Ferðamálasamtök Íslands
Ferðamálasamtök Vestfjarða
Ferðamálastofa
Félag leiðsögumanna
Fjármálaráðuneytið
Fjórðungssamband Vestfjarða
Forsætisráðuneytið
Hagfræðistofnun
Hagstofan
Háskólasetur og fræðslumiðstöð Vestfjarða
Háskóli Íslands
Háskólinn á Bifröst
Höfuðborgarstofa
Icelandair
Innanríkisráðuneytið
Isavia
Íslandsstofa
Katla Geopark
Keilir háskólabrú
KPMG
Kynning á Vegvísi Akureyri
Kynning á Vegvísi Blönduósi
Kynning á Vegvísi Borgarnesi
Kynning á Vegvísi Egilsstöðum
Kynning á Vegvísi Grundarfirði
Kynning á Vegvísi Húsavík
Kynning á Vegvísi Hvolsvelli
Kynning á Vegvísi Höfn í Hornafirði
Kynning á Vegvísi Ísafirði
Kynning á Vegvísi Reykjanesbæ
Kynning á Vegvísi Reyðarfirði
Kynning á Vegvísi Reykjavík
Kynning á Vegvísi Selfossi
Landsbjörg
Landshlutasamtök SSA
Landsnet
Landvernd
LC Ráðgjöf
Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Markaðsstofa Vestfjarða
Markaðsstofa Vesturlands
Markaðsstofa Suðurlands
Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar
Nefnd Seltjarnarnesbæjar um stefnumótun í ferðaþjónustu
Nýsköpunarmiðstöð
Rannsóknarmiðstöð ferðamála
Reykjanes Geopark
RRF
RSG (Vermont USA)
Samtök ferðaþjónustunnar
Saga Travel
Samgöngustofa
Samtök íslenskra sveitarfélaga
Sendiherra Þýskalands
Sigló Hótel
Skrifstofa ferðamála atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytis
Stígavinir
Stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamanna
Sveitarfélag Fljótsdalshéraðs
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
Umhverfisráðuneytið
Umhverfisstofnun
Vatnajökulsþjóðgarður
Vegagerðin
VSÓ
    Starfsmenn Stjórnstöðvar ferðamála hafa fundað oftar en einu sinni með mörgum af ofangreindum aðilum og hafa auk þess verið á öðrum fundum sem gestir en þeir fundir eru ekki meðtaldir hér.

     4.      Hvað líður gerð verkefnaáætlunar Stjórnstöðvar ferðamála fyrir árin 2016–2017 sem lýst hefur verið yfir að verði gerð og er hún einhvers staðar aðgengileg ásamt aðgerðaáætlun til að hrinda markmiðum hennar í framkvæmd?
    Upplýsingar um stöðu verkefna Stjórnstöðvar ferðamála, þ.m.t. um stöðu verkefnaáætlunar 2016–2017, eru aðgengilegar á vefnum www.stjornstodin.is.

     5.      Hver eru helstu viðmið um sjálfbærni sem lýst hefur verið yfir að verði eitt meginmarkmiða stefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu og hvernig eru þau útfærð í áætlunum Stjórnstöðvar ferðamála?
    Hugtakið sjálfbærni eins og það er sett fram í Vegvísi í ferðaþjónustu vísar til almennrar skilgreiningar samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem kom út árið 1987, svokallaðri Brundtland-skýrslu, eða til mannlegrar starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Nánar tiltekið er með sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu vísað til þróunar þar sem litið er til lengri tíma og reynt að ná jafnvægi milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta svo að ekki verði gengið á þær auðlindir sem atvinnugreinin byggist á.
    Í markmiðum Vegvísis í ferðaþjónustu eru hvorki sett fram töluleg gildi né listuð nánari viðmið um sjálfbærni vegna skorts á áreiðanlegum gögnum. Gagnaöflun er eitt forgangsmála á árunum 2016–2017 til þess að leggja megi traustan grunn fyrir ferðaþjónustuna til framtíðar. Með gagnaöfluninni munu fást þau grunnviðmið sem þarf til að setja fram mælanleg markmið í framhaldinu fyrir lengri tíma stefnumótun og fylgja þeim eftir. Þau almennu markmið sem eru sett fram í Vegvísinum um jákvæða upplifun ferðamanna, aukna arðsemi, aukna dreifingu ferðamanna og jákvæð viðhorf til greinarinnar stuðla þó öll að sjálfbærri þróun ferðaþjónustu á Íslandi samkvæmt þeim skilningi á hugtakinu sjálfbærni sem lýst er hér fyrr.