Ferill 649. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1076  —  649. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um aðkomu að samningum
við kröfuhafa og meðferð slitabúa föllnu bankanna o.fl.

Frá Árna Páli Árnasyni.


     1.      Hvaða reglur giltu um þá sem komu að samningum við kröfuhafa og meðferð slitabúa föllnu bankanna, greint eftir hópum og nefndum?
     2.      Hvernig var þess gætt að þeir sem komu að málinu af hálfu stjórnvalda væru ekki fjárhagslega tengdir eða hagsmunatengdir kröfuhöfum, bæði sjálfir og í gegnum maka eða venslamenn? Hvernig var háttað meðferð gagna og trúnaðarupplýsinga? Hvert var regluverkið, hver var regluvörður og hvaða hlutverki gegndi hann? Hvert voru fyrirmyndir sóttar að því fyrirkomulagi umgjarðar um trúnað og upplýsingaskyldu um hagsmunatengsl sem valið var? Hverjir veittu ráðgjöf um leiðina, umbúnað og umgjörð?
     3.      Hvaða reglur giltu um fjármála- og efnahagsráðherra, trúnaðarskyldu og innherjastöðu hans og upplýsingaskyldu um hagsmuni? Hvaða reglur giltu að þessu leyti um forsætisráðherra og ef þær voru ekki hinar sömu, hvers vegna ekki?
     4.      Hver var raunveruleg formleg aðkoma forsætisráðherra að þeim samningum sem gerðir voru við kröfuhafa? Hvaða trúnaðarupplýsingar fékk hann frá fjármála- og efnahagsráðherra eða starfsmönnum er störfuðu á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra og með hvaða skilmálum? Að hvaða stjórnsýsluákvörðunum kom hann og á hvaða tíma? Hver var aðkoma beinna undirmanna hans og hvernig voru þeir bundnir trúnaði eða látnir fylgja reglum um innherjaskráningu?
     5.      Hvað gerði ráðherranefnd um efnahagsmál í samningum við kröfuhafa? Hvaða ákvarðanir voru teknar á fundum hennar og hvað af því sem nefndin ræddi varðaði þessi málefni? Eru allar fundargerðir ráðherranefndarinnar aðgengilegar og ef svo er, hvar þá?
     6.      Hvað gerði stýrihópur um afnám hafta, hvaða ákvarðanir voru þar teknar, hvaða samráð fór þar fram og hverjir sátu fundi hans? Sat forsætisráðherra einhverja fundi stýrihópsins og ef svo var ekki, hvaða undirmenn forsætisráðherra?


Skriflegt svar óskast.