Ferill 655. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1083  —  655. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (fæðispeningar sjómanna).

Flm.: Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Ásmundur Friðriksson.


1. gr.

    Á eftir orðinu „dagpeninga“ í 1. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: fæðispeninga sjómanna.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að heimilt verði að draga kjarasamningsbundna fæðispeninga sjómanna frá tekjum skv. II. kafla laga um tekjuskatt. Í 1. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga um tekjuskatt er kveðið á um að útgjöld að hámarki móttekin fjárhæð dagpeninga megi draga frá tekjum manna og njóta til að mynda flugmenn og flugfreyjur slíks frádráttar. Flutningsmenn telja rök fyrir því að bæta við ákvæðið heimild um að fæðispeninga manna, sem stunda sjómennsku á íslensku skipi eða skipi sem er gert út af íslensku skipafélagi, megi draga frá tekjum enda starfa þeir fjarri heimili sínu líkt og áðurnefndar starfsstéttir.