Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1124 — 511. mál.
Svar
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Willum Þór Þórssyni
um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hversu miklu fé var varið til kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneytið, eða þau ráðuneyti sem áður fóru með verkefni þess, árin 2010, 2011 og 2012, sundurliðað eftir aðila, lýsingu verkefnis og fjárhæð?
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var stofnað 1. september 2012. Á sama tíma voru lögð niður þrjú ráðuneyti, þ.e. efnahags- og viðskiptaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Verkefni þeirra fóru flest til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og var bókhald þeirra flutt undir það ráðuneyti fyrir almanaksárið 2012. Í ljósi þess kostnaðar sem er því samfara að finna upplýsingar úr bókhaldi ráðuneytanna þriggja fyrir árin 2010 og 2011 er látið nægja að birta upplýsingar vegna ársins 2012.
Aðili | Lýsing verkefnis | Fjárhæð |
Advania ehf. | Vinna vegna ferðauppgjörskerfis | 38.226 |
Advokatfirmaet Schjödt DA | Ráðgjöf vegna samskipta við ESA | 898.212 |
Anne Cecilia Benassi | Vinna við þýðingar | 138.963 |
Arndís Ósk Jónsdóttir | Vinna við stjórnendaþjálfun vegna sameiningar ráðuneyta | 582.500 |
Beislun ehf. | Ráðgjöf vegna ESB-viðræðna um landbúnaðarmál | 4.212.356 |
Bjarni Már Magnússon | Vinna við samningu frumvarps um stjórn fiskveiða | 188.000 |
Björg Thorarensen |
Álitsgerð um innleiðingu reglugerðar um eftirlit með fjármálamörkuðum | 161.500 |
Brian Patrick Fitzgibbon | Vinna við þýðingar | 402.032 |
Burson-Marsteller | Markaðsráðgjöf | 6.997.026 |
Bændasamtök Íslands |
Vinna við forritun vegna breytinga á forðagæsluskýrslu vegna ESB-samnings | 855.000 |
Capacent ehf. | Vinna í hæfisnefnd vegna ráðningar skrifstofustjóra | 1.749.102 |
Capacent ehf. |
Vinna við gerð orkustefnu, undirbúningur vinnufundar verkefnisstjórnar og úrvinnsla | 1.010.250 |
Capacent ehf. | Ráðgjöf og auglýsing vegna ráðningar lögfræðings | 767.115 |
Daði Már Kristófersson |
Greinargerð um hagræn áhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld | 384.000 |
Deloitte ehf. | Vinna við reglugerð um sérstakt veiðigjald | 960.000 |
Deloitte ehf. | Sérfræðiþjónusta vegna gjaldskrárhækkunar OR | 184.811 |
Dorothee Katrin Lubecki | Samráðsfundur vegna samnings LBHÍ og SLR | 280.000 |
Dóra Guðmundsdóttir | Vinna við svar til ESA | 724.888 |
Dynamo Reykjavík ehf. | Hönnun og framleiðsla kynningarefnis vegna sameiningar | 75.279 |
Efla hf. | Sérfræðiráðgjöf vegna orkugjafa og olíubirgða | 104.790 |
Elín Blöndal | Sérfræðivinna fyrir nefnd um endurskoðun iðnaðarlaga | 1.078.000 |
Elín Jónasdóttir |
Ráðgjöf og vinna með starfsfólki vegna sameiningar ráðuneyta | 165.000 |
Framlag ehf. | Ráðgjafarvinna fyrir nefnd um gjaldeyrishöft | 750.000 |
Franz Viðar Árnason | Vinna í hæfisnefnd vegna ráðningar skrifstofustjóra | 266.520 |
G&T ehf. |
Lögfræðivinna við drög að reglugerð vegna faggildingarsviðs ELS | 60.000 |
GAMMA Capital Management hf. | Mat á kostum og göllum við að setja þak á verðtryggingu | 325.000 |
Gekon ehf. |
Klasastjórnun – hagsmunaaðilar innan íslenska jarðvarmaklasans | 275.000 |
Grexel Systems Oy | Upprunaábyrgð raforku | 2.273.424 |
Guðríður Þorsteinsdóttir |
Vinna í hæfisnefnd við undirbúning skipunar skrifstofustjóra | 153.000 |
Hagstofa Íslands |
Gagnaöflun og úrvinnsla gagna fyrir PSE-útreikning OECD | 800.000 |
Háskóli Íslands |
Greinargerð um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu | 539.841 |
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir |
Vinna við álitsgerð um innleiðingu reglugerða ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum | 74.700 |
Ímyndunarafl ehf. | Uppsetning og frágangur á texta og gröfum | 102.001 |
Íslensk NýOrka ehf. | Verkefnisstjórn Grænu orkunnar | 1.000.000 |
Íslenska lögfræðist. Smára slf. | Lögfræðiráðgjöf vegna stjórnsýslukæru | 900.000 |
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson | Yfirlestur á drögum að reglugerð | 31.408 |
Jón Ásgeir Sigurvinsson |
Þýðing reglugerðar um uppruna og ræktun íslenska hestsins | 56.023 |
Jón Skaptason ehf. | Vinna við þýðingar | 154.569 |
Kjörhús sf. | Vinna við þýðingar | 39.531 |
KOM ehf., kynning og markaður | Fjölmiðlaráðgjöf | 97.650 |
KPMG ehf. | Stefnumörkun á sviði auðlindamála | 62.926 |
KPMG ehf. |
Vinna við minnisblað um auðlindarentu í jarðvarmageiranum | 329.000 |
Kristín Haraldsdóttir |
Lögræðileg vinna í starfshópi um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu | 1.638.120 |
KRML ehf. | Stefnumótunarvinna vegna efnahagsáætlunar | 132.000 |
Landslög slf. | Vinna við lagafrumvarp vegna sameiningar stofnana | 375.013 |
Landslög slf. | Vinna vegna Ango Irish Bank gegn Kaupþingi | 1.839.846 |
Landslög slf. | Lögfræðiráðgjöf vegna bréfs til ESA | 832.047 |
Landslög slf. |
Lögfræðiaðstoð vegna gjaldeyrismála og útgreiðslna úr þrotabúum | 272.045 |
Landslög slf. | Álitsgerð vegna gengislána og innstæðutrygginga | 740.532 |
Landslög slf. | Lögfræðivinna – greining dóms Hæstaréttar | 237.350 |
Landslög slf. | Lögfræðiaðstoð vegna Straums | 423.525 |
Landslög slf. | Lögfræðiráðgjöf vegna breytinga á lögum um sparisjóði | 113.928 |
Lingua/Norðan Jökuls ehf. | Vinna við þýðingu | 18.450 |
Listasafn Íslands | Viðgerð á málverki | 48.600 |
Listasafn Íslands | Frágangur á listaverkum vegna flutninga | 37.080 |
Logos slf. | Lögfræðiþjónusta vegna reglugerðar | 1.289.250 |
Lögfræðistofa Örlygs H Jóns ehf. | Vinna matsnefndar lax- og silungsveiðilaga | 700.000 |
Lögheimtan ehf. | Vinna lögmanna/úrskurðarnefndar | 358.500 |
Magnús Ágúst Ágústsson | Vinna vegna aðildarviðræðna við ESB (landbúnaðarmál) | 124.256 |
Magnús Pétursson |
Mat á hæfi umsækjenda um störf ráðuneytisstjóra og sex skrifstofustjóra | 408.000 |
Marag ehf. | Vinna við álitsgerð varðandi innflutning á hráu kjöti | 1.500.813 |
Marag ehf. |
Álitsgerð um innleiðingu reglugerðar ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum | 161.514 |
Margrét Guðmundsdóttir |
Mat á hæfi umsækjenda um störf ráðuneytisstjóra og sex skrifstofustjóra | 433.500 |
Merkúr HG slf. | Þýðing á reglugerð | 53.217 |
Nordica ráðgjöf ehf. | Ráðgjöf: Stoðkerfi atvinnulífsins | 360.000 |
Óðinn Sigþórsson | Vinna við frumvarp um lax- og silungsveiði | 105.400 |
Ólafur Pálmason |
Vinna við frágang skýrslunnar „Framtíðarskipan fjármálakerfisins“ | 280.000 |
Ólafur R. Dýrmundsson |
Vinna við samanburð á reglugerðartexta og enskri þýðingu | 80.000 |
Péturína Laufey Jakobsdóttir | Vinna í úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla | 359.052 |
Projectplace Int. AB | Innleiðing tilskipunar vegna frum- og endurtrygginga | 115.898 |
Ránargata 18 ehf. | Lögfræðiráðgjöf vegna veiðileyfisgjalds | 250.800 |
Ránargata 18 ehf. | Vinna í úrskurðarnefnd vegna ólögmæts sjávarafla | 410.000 |
Ránargata 18 ehf. |
Ráðgjöf vegna endurskoðunar laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu | 998.640 |
Róbert Ragnar Spanó |
Ritun álitsgerðar um heimild til að birta alþjóðlega endurskoðunarstaðla á ensku | 475.000 |
Rúnar Ingi Einarsson | Kvikmyndataka | 106.675 |
Samkeppnisráðgjöf ehf. | Vinna við þýðingar | 126.000 |
Scriptorium ehf. | Vinna við þýðingar | 2.594.810 |
Sigurgeir Ólafsson | Vinna við samningsmarkmið um plöntuheilbrigði | 592.000 |
Sigurjón Halldórsson | Vinna við þýðingar | 154.185 |
Stafnes ehf. | Unnið að úttekt, þýðingum og skýrslugerð | 3.175.187 |
Stefán Bjarni Gunnlaugsson | Greinargerð um hagræn áhrif fiskveiðistjórnar | 1.000.000 |
Stjórnhættir ráðgjöf slf. |
Vinna við skipulag og gerð skipurits atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis | 885.800 |
Talnakönnun hf. | Útreikningur á lífeyrisskuldbindingum bænda | 172.999 |
Útgerðarfélagið Ískrókur ehf. | Vinna við sérverkefni | 1.061.412 |
Veritas lögmenn slf. | Vinna við frumvarp um stjórn fiskveiða | 2.712.500 |
Þórdís Ingadóttir | Álitsgerð vegna Landsbankans | 127.500 |
Þóroddur Bjarnason |
Vinna við greinargerð um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða | 120.000 |
Þóroddur Bjarnason | Vinna við skýrsluna „Hagsmunir íslenskra sjávarbyggða“ | 330.000 |
Þýðingastofa JC ehf. | Vinna við þýðingar | 93.109 |