Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1124  —  511. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Willum Þór Þórssyni
um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklu fé var varið til kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneytið, eða þau ráðuneyti sem áður fóru með verkefni þess, árin 2010, 2011 og 2012, sundurliðað eftir aðila, lýsingu verkefnis og fjárhæð?

    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var stofnað 1. september 2012. Á sama tíma voru lögð niður þrjú ráðuneyti, þ.e. efnahags- og við­skipta­ráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Verkefni þeirra fóru flest til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og var bókhald þeirra flutt undir það ráðuneyti fyrir almanaksárið 2012. Í ljósi þess kostnaðar sem er því samfara að finna upplýsingar úr bókhaldi ráðuneytanna þriggja fyrir árin 2010 og 2011 er látið nægja að birta upplýsingar vegna ársins 2012.

Aðili Lýsing verkefnis

Fjárhæð

Advania ehf. Vinna vegna ferðauppgjörskerfis 38.226
Advokatfirmaet Schjödt DA Ráðgjöf vegna samskipta við ESA 898.212
Anne Cecilia Benassi Vinna við þýðingar 138.963
Arndís Ósk Jónsdóttir Vinna við stjórnendaþjálfun vegna sameiningar ráðuneyta 582.500
Beislun ehf. Ráðgjöf vegna ESB-viðræðna um landbúnaðarmál 4.212.356
Bjarni Már Magnússon Vinna við samningu frumvarps um stjórn fiskveiða 188.000
Björg Thorarensen
Álitsgerð um innleiðingu reglugerðar um eftirlit með fjármálamörkuðum 161.500
Brian Patrick Fitzgibbon Vinna við þýðingar 402.032
Burson-Marsteller Markaðsráðgjöf 6.997.026
Bændasamtök Íslands
Vinna við forritun vegna breytinga á forðagæsluskýrslu vegna ESB-samnings 855.000
Capacent ehf. Vinna í hæfisnefnd vegna ráðningar skrifstofustjóra 1.749.102
Capacent ehf.
Vinna við gerð orkustefnu, undir­búningur vinnufundar verkefnisstjórnar og úrvinnsla 1.010.250
Capacent ehf. Ráðgjöf og auglýsing vegna ráðningar lögfræðings 767.115
Daði Már Kristófersson
Greinargerð um hagræn áhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld 384.000
Deloitte ehf. Vinna við reglugerð um sérstakt veiðigjald 960.000
Deloitte ehf. Sérfræðiþjónusta vegna gjaldskrárhækkunar OR 184.811
Dorothee Katrin Lubecki Samráðsfundur vegna samnings LBHÍ og SLR 280.000
Dóra Guðmundsdóttir Vinna við svar til ESA 724.888
Dynamo Reykjavík ehf. Hönnun og framleiðsla kynningarefnis vegna sameiningar 75.279
Efla hf. Sérfræðiráðgjöf vegna orkugjafa og olíubirgða 104.790
Elín Blöndal Sérfræðivinna fyrir nefnd um endurskoðun iðnaðarlaga 1.078.000
Elín Jónasdóttir
Ráðgjöf og vinna með starfsfólki vegna sameiningar ráðuneyta 165.000
Framlag ehf. Ráðgjafarvinna fyrir nefnd um gjaldeyrishöft 750.000
Franz Viðar Árnason Vinna í hæfisnefnd vegna ráðningar skrifstofustjóra 266.520
G&T ehf.
Lögfræðivinna við drög að reglugerð vegna faggildingarsviðs ELS 60.000
GAMMA Capital Management hf. Mat á kostum og göllum við að setja þak á verðtryggingu 325.000
Gekon ehf.
Klasastjórnun – hagsmunaaðilar innan íslenska jarðvarmaklasans 275.000
Grexel Systems Oy Upprunaábyrgð raforku 2.273.424
Guðríður Þorsteinsdóttir
Vinna í hæfisnefnd við undirbúning skipunar skrifstofustjóra 153.000
Hagstofa Íslands
Gagnaöflun og úrvinnsla gagna fyrir PSE-útreikning OECD 800.000
Háskóli Íslands
Greinargerð um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu 539.841
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir
Vinna við álitsgerð um innleiðingu reglugerða ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum 74.700
Ímyndunarafl ehf. Uppsetning og frágangur á texta og gröfum 102.001
Íslensk NýOrka ehf. Verkefnisstjórn Grænu orkunnar 1.000.000
Íslenska lögfræðist. Smára slf. Lögfræðiráðgjöf vegna stjórnsýslukæru 900.000
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson Yfirlestur á drögum að reglugerð 31.408
Jón Ásgeir Sigurvinsson
Þýðing reglugerðar um uppruna og ræktun íslenska hestsins 56.023
Jón Skaptason ehf. Vinna við þýðingar 154.569
Kjörhús sf. Vinna við þýðingar 39.531
KOM ehf., kynning og markaður Fjölmiðlaráðgjöf 97.650
KPMG ehf. Stefnumörkun á sviði auðlindamála 62.926
KPMG ehf.
Vinna við minnisblað um auðlindarentu í jarðvarmageiranum 329.000
Kristín Haraldsdóttir
Lögræðileg vinna í starfshópi um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu 1.638.120
KRML ehf. Stefnumótunarvinna vegna efnahagsáætlunar 132.000
Landslög slf. Vinna við lagafrumvarp vegna sameiningar stofnana 375.013
Landslög slf. Vinna vegna Ango Irish Bank gegn Kaupþingi 1.839.846
Landslög slf. Lögfræðiráðgjöf vegna bréfs til ESA 832.047
Landslög slf.
Lögfræðiaðstoð vegna gjaldeyrismála og útgreiðslna úr þrotabúum 272.045
Landslög slf. Álitsgerð vegna gengislána og innstæðutrygginga 740.532
Landslög slf. Lögfræðivinna – greining dóms Hæstaréttar 237.350
Landslög slf. Lögfræðiaðstoð vegna Straums 423.525
Landslög slf. Lögfræðiráðgjöf vegna breytinga á lögum um sparisjóði 113.928
Lingua/Norðan Jökuls ehf. Vinna við þýðingu 18.450
Listasafn Íslands Viðgerð á málverki 48.600
Listasafn Íslands Frágangur á listaverkum vegna flutninga 37.080
Logos slf. Lögfræðiþjónusta vegna reglugerðar 1.289.250
Lögfræðistofa Örlygs H Jóns ehf. Vinna matsnefndar lax- og silungsveiðilaga 700.000
Lögheimtan ehf. Vinna lögmanna/úrskurðarnefndar 358.500
Magnús Ágúst Ágústsson Vinna vegna aðildarviðræðna við ESB (landbúnaðarmál) 124.256
Magnús Pétursson
Mat á hæfi umsækjenda um störf ráðuneytisstjóra og sex skrifstofustjóra 408.000
Marag ehf. Vinna við álitsgerð varðandi innflutning á hráu kjöti 1.500.813
Marag ehf.
Álitsgerð um innleiðingu reglugerðar ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum 161.514
Margrét Guðmundsdóttir
Mat á hæfi umsækjenda um störf ráðuneytisstjóra og sex skrifstofustjóra 433.500
Merkúr HG slf. Þýðing á reglugerð 53.217
Nordica ráðgjöf ehf. Ráðgjöf: Stoðkerfi atvinnulífsins 360.000
Óðinn Sigþórsson Vinna við frumvarp um lax- og silungsveiði 105.400
Ólafur Pálmason
Vinna við frágang skýrslunnar „Framtíðarskipan fjármálakerfisins“ 280.000
Ólafur R. Dýrmundsson
Vinna við samanburð á reglugerðartexta og enskri þýðingu 80.000
Péturína Laufey Jakobsdóttir Vinna í úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla 359.052
Projectplace Int. AB Innleiðing tilskipunar vegna frum- og endurtrygginga 115.898
Ránargata 18 ehf. Lögfræðiráðgjöf vegna veiðileyfisgjalds 250.800
Ránargata 18 ehf. Vinna í úrskurðarnefnd vegna ólögmæts sjávarafla 410.000
Ránargata 18 ehf.
Ráðgjöf vegna endurskoðunar laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu 998.640
Róbert Ragnar Spanó
Ritun álitsgerðar um heimild til að birta alþjóðlega endurskoðunarstaðla á ensku 475.000
Rúnar Ingi Einarsson Kvikmyndataka 106.675
Samkeppnisráðgjöf ehf. Vinna við þýðingar 126.000
Scriptorium ehf. Vinna við þýðingar 2.594.810
Sigurgeir Ólafsson Vinna við samningsmarkmið um plöntuheilbrigði 592.000
Sigurjón Halldórsson Vinna við þýðingar 154.185
Stafnes ehf. Unnið að úttekt, þýðingum og skýrslugerð 3.175.187
Stefán Bjarni Gunnlaugsson Greinargerð um hagræn áhrif fiskveiðistjórnar 1.000.000
Stjórnhættir ráðgjöf slf.
Vinna við skipulag og gerð skipurits atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis 885.800
Talnakönnun hf. Útreikningur á lífeyrisskuldbindingum bænda 172.999
Útgerðarfélagið Ískrókur ehf. Vinna við sérverkefni 1.061.412
Veritas lögmenn slf. Vinna við frumvarp um stjórn fiskveiða 2.712.500
Þórdís Ingadóttir Álitsgerð vegna Landsbankans 127.500
Þóroddur Bjarnason
Vinna við greinargerð um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða 120.000
Þóroddur Bjarnason Vinna við skýrsluna „Hagsmunir íslenskra sjávarbyggða“ 330.000
Þýðingastofa JC ehf. Vinna við þýðingar 93.109