Ferill 707. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1147  —  707. mál.
Fyrirspurn


til iðnaðar- og við­skipta­ráðherra um flutning verkefna til sýslumannsembætta.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig miðar flutningi verkefna til sýslumannsembætta samkvæmt aðgerðaáætlun um flutning verkefna til embætta sýslumanna sem gerð var samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I í lögum nr. 50/2014?
     2.      Telur ráðherra unnt að flytja önnur verkefni er heyra undir hann til sýslumannsembætta en þau sem tiltekin eru í fyrrgreindri aðgerðaáætlun?
     3.      Hvaða aðferðum er beitt við ákvörðun um að flytja verkefni til sýslumannsembættis og hvað kemur einkum í veg fyrir flutning?


Skriflegt svar óskast.