Ferill 716. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1157  —  716. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um viðskipti við Nígeríu.

Frá Valgerði Gunnarsdóttur.


     1.      Mun ráðuneytið skipuleggja ferð sendinefndar til Nígeríu til að ræða þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna innflutningshafta á þurrkuðum fiskafurðum frá Íslandi og hefur nú þegar haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslensk fiskverkunarfyrirtæki? Ef svo er, hvenær má vænta þess að sendinefnd fari til Nígeríu?
     2.      Geta stjórnvöld komið með einhverjum hætti að því að efla innflutning á vörum frá Nígeríu og eru einhverjir möguleikar á vöruskiptum milli landanna meðan gjaldeyrisskortur hrjáir nígerískt samfélag?