Ferill 719. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1160  —  719. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs.

Frá Valgerði Bjarnadóttur.


     1.      Hafa eftirfarandi markmið aðgerðaáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2014–2016 náðst? Ef svo er ekki, hver er árangurinn miðað við fjárlög eða þjóðhagsspá fyrir árið 2016, eftir því sem við á, varðandi:
                  a.      auknar fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af henni,
                  b.      fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo að hún verði a.m.k. sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016,
                  c.      hækkun hlutfalls samkeppnisfjár í fjármögnun háskóla og rannsóknarstofnana, þannig að það nái um þriðjungi af heildarfjármögnun árið 2016?
     2.      Hver er staða aðgerða til að eftirfarandi markmið náist:
                  a.      að skapa gegnsætt fjárhagslegt um­hverfi fyrir háskóla og rannsóknarstofnanir svo að ljóst sé að fjárveitingar tengist árangri og gæðum,
                  b.      að tryggja að reglur íslenskra samkeppnissjóða um samrekstrarkostnað og mótframlög taki mið af þróun á alþjóðavettvangi, svo sem í Horizon 2020,
                  c.      að nýta skattkerfið markvisst til að hvetja til fjárframlaga fyrirtækja og einstaklinga til vísinda og nýsköpunar?


Skriflegt svar óskast.