Ferill 726. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1175  —  726. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um hagsmunaskráningu þingmanna.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst forseti Alþingis bregðast við mismunandi túlkun þingmanna á reglum um skráningu þingmanna á hagsmunum sínum?
     2.      Telur forseti að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna hafi verið brotnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra lét hjá líða að skrá eignarhlut sinn í aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar hann var kosinn á þing árið 2009?
     3.      Telur forseti að fjármála- og efnahagsráðherra hafi brotið reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þegar hann lét hjá líða að skrá eignarhlut sinn í aflandsfélaginu Falson & Co. með tilliti til þess að ráðherrann hefur gegnt þingmennsku frá árinu 2003?
     4.      Telur forseti Alþingis eðlilegt að þingmenn beri sjálfir alla ábyrgð á hagsmunaskráningu sinni eða álítur hann að forsætisnefnd eigi að hafa eftirlit með hagsmunaskráningu þingmanna?
     5.      Telur forseti að breyta eigi reglum um hagsmunaskráningu þingmanna og skrá víðtækari upplýsingar en nú er gert?


Skriflegt svar óskast.