Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1190  —  592. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur um greiðsluþátttöku og biðtíma eftir aðgerðum í heilbrigðiskerfinu.


     1.      Hversu hátt hlutfall af heildarkostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins greiddu notendur heilbrigðisþjónustu árin 2013, 2014 og 2015 og hversu hátt var hlutfallið af vergri landsframleiðslu?
    Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands greiddu heimilin 17,8% af heilbrigðisútgjöldum ársins 2013. Hlutfallið minnkaði í 17,5% á árinu 2014 og 16,7 á árinu 2015.

     2.      Hver voru sambærileg hlutföll annars staðar á Norðurlöndum og í ríkjum Evrópusambandsins umrædd ár og hversu hátt hlutfall af vergri landsframleiðslu í þessum löndum rann til heilbrigðismála?
    Upplýsingar um hlutfall notenda af kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins á Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2013 má sjá í töflu 1. Í töflu 2 má sjá hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu. Tölurnar eru fengnar úr gagnagrunni OECD (OECD Health Statistics 2015) en tölur fyrir árin 2014 og 2015 liggja ekki fyrir.

Tafla 1. Hlutfall heimilanna af útgjöldum til heilbrigðismála.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Nýjustu tölur eru frá árinu 2012.

Tafla 2. Heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Nýjustu tölur eru frá árinu 2012 .

     3.      Hvaða þættir vega þyngst af því sem almenningur greiðir fyrir í heilbrigðiskerfinu og hvernig er skiptingin á milli þeirra fimm þátta sem mest er greitt fyrir?
    Upplýsingar um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu byggjast á COICOP- flokkunarkerfinu (classification of individual consumption by purpose) og má finna á vef Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að 55% útgjalda einkaaðila (þar af vega heimilin um 92%) vegna heilbrigðisþjónustu var vegna ferliþjónustu, þ.e. þjónustu tannlækna (28%), heilsugæslu og sérfræðilæknaþjónustu (16%) og þjálfun (10%). Um 42% útgjalda einkaaðila til heilbrigðismála var varið í lækningavörur og hjálpartæki, 26% í lyf og 16% í hjálpartæki. Greiðslur einkaaðila vegna sjúkrahúsþjónustu námu 2% af útgjöldum þeirra vegna heilbrigðismála.

Tafla 3. Heilbrigðisútgjöld einkaaðila 2015.

Í millj. kr. Innbyrðis hlutdeild
1 Lækningavörur og hjálpartæki 14.634 42,0%
Lyf 8.941 25,7%
Hjálpartæki 5.694 16,3%
2 Þjónusta við ferilsjúklinga 19.165 55,0%
Heilsugæsla og sérfræðiþjónusta 5.689 16,3%
Tannlækningar 9.837 28,2%
Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fleira 3.639 10,4%
3 Sjúkrahúsaþjónusta 795 2,3%
5 Heilbrigðismál, ótalin annars staðar 266 0,8%

     4.      Hver er stefna stjórnvalda varðandi greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu? Er stefnt að því að hún standi í stað, dragist saman eða aukist? Ef áform eru um að breyta hlutdeild almennings í heilbrigðiskostnaði, hvernig er þá fyrirhugað að gera það?
    Í velferðarráðuneytinu hefur verið unnið að því að gera breytingar á greiðsluþáttökukefum í heilbrigðisþjósnustunni með það að meginmarkmiði að tryggja sjúklinga betur en verið hefur í langan tíma fyrir háum heilbrigðiskostnaði. Sérstaklega er horft til þess að verja barnafjölskyldur og notendur sem þurfa á mikilli þjónustu að halda og greiða háar fjárhæðir í núverandi kerfi.
    Helstu breytingar eru:
          Sett verður hámark á greiðslur einstaklinga fyrir heilbrigðisþjónustu.
          Mismunandi greiðslukerfi fyrir þjónustu heilsugæslu, sjúkrahúsa og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og rannsóknir, geisla- og myndgreiningar sett í eitt kerfi með einu hámarki (áður hátt í 40 mismunandi kerfi með mismunandi afsláttarfyrirkomulagi).
          Aldraðir, öryrkjar og börn greiða 2/3 af kostnaði almennra (18–66 ára).
          Börn geta fengið ókeypis þjónustu með tilvísun frá heimilislækni eða heilsugæslu.
          Innheimta gjalda tekur mið af greiðslusögu í gegnum afsláttarstofn.
          Innheimta gjalda fyrir sérfræðiþjónustu verður einfölduð.
    Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið að draga úr kostnaðarþáttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Svo sem sjá má á eftirfarandi töflu hefur kostnaðarhlutdeild heimilanna í heildarútgjöldum til heilbrigðismála verið að lækka hægt og bítandi síðustu ár.

Tafla 4. Heildarútgjöld til heilbrigðismála 1998–2015 (Hagtíðindi, mars 2015).

Hlutfall af landsframleiðslu Hlutfall heimila af heild Heilbrigðsútgjöld staðvirt2 Heilbrigðsútgjöld staðvirt2 á mann
Alls,
millj. kr.
Hið opinbera Heimili Alls
1998 52.482 7,0 1,7 8,7 19,4 100,0 100,0
1999 60.947 7,8 1,7 9,4 17,6 109,8 108,5
2000 65.076 7,5 1,7 9,3 18,7 110,8 107,9
2001 72.221 7,4 1,7 9,1 18,8 114,1 109,6
2002 82.764 8,1 1,8 9,9 18,1 120,5 114,7
2003 87.303 8,2 1,8 10,1 18,3 122,1 115,6
2004 92.222 7,8 1,8 9,6 18,7 123,6 115,6
2005 97.154 7,5 1,7 9,2 18,6 124,5 115,2
2006 107.214 7,3 1,6 9 18 127,4 114,7
2007 119.388 7,2 1,5 8,8 17,5 133,9 117,8
2008 135.729 7,3 1,5 8,8 17,4 138,2 118,5
2009 144.966 7,5 1,6 9,1 18 133,5 114,5
2010 143.291 7,1 1,7 8,9 19,6 125,3 107,8
2011 147.149 7,0 1,7 8,7 19,4 123,0 105,5
2012 154.171 7,0 1,7 8,7 19,5 122,4 104,5
2013 164.471 7,0 1,7 8,7 19,3 125,6 106,2
2014 176.209 7,1 1,7 8,8 19 129,4 108,2
2015 1 191.946 7,1 1,6 8,7 18,2 133,7 110,6
1     Bráðabirgðatölur.
2     Heilbrigðisútgjöld hins opinbera staðvirt með verðvísitölu samneyslunnar en heimilanna með undirvísitölu vísitölu
    Magnvísitala, 1998=100.

     5.      Hversu langur var meðalbiðtími eftir tíu algengustu aðgerðunum sem gerðar voru á íslenskum sjúkrahúsum árin 2013–2015 og hve löng var bið þeirra sem biðu lengst?

    Embætti landlæknis hefur kallað inn upplýsingar um bið eftir völdum aðgerðum reglulega frá árinu 2007. Frá og með ársbyrjun 2015 hafa auk þessa verið kallaðar inn upplýsingar um meðalbiðtíma þeirra sem fóru í aðgerð undangengna 12 mánuði. Vegna tæknilegra örðugleika hefur einungis Landspítali getað veitt þessar upplýsingar. Kallað var eftir upplýsingum um meðalbiðtíma á árunum 2013 og 2014 frá Landspítala til viðbótar við árið 2015 sem lá fyrir hjá embætti landlæknis. Upplýsingar um meðalbiðtíma í 10 algengustu aðgerðahópunum koma fram í eftirfarandi töflu.

Tafla 5. Meðalbiðtími* eftir aðgerðum á LSH.

2013 2014 2015
Skurðaðgerðir á augasteini 261 248 262
Hjarta- og/eða kransæðamyndataka (víkkanir meðtaldar) - - -
Gallsteinaaðgerðir 41 57 76
Gerviliðaaðgerðir á mjöðm 153 170 249
Aðgerðir vegna kviðslits 49 68 89
Brjósklosaðgerðir 14 14 15
Valdar aðgerðir á grindar­botnslíffærum kvenna 304 249 285
Brottnám legs 66 84 104
Gerviliðaaðgerðir á hné 270 311 381
Steinbrjótur - - -
Miðast við þá sem fóru í aðgerð á umræddu tímabili.
* Vísað er til miðgildis.
-     Tölur eru ekki tiltækar.
    
    Upplýsingar um biðtíma þeirra sem biðu lengst eru ekki áreiðanlegar þar sem þær tölur endurspegla ekki endilega raunveruleikann heldur stýrast af því að sjúklingur hefur ekki getað þegið boð um aðgerð þegar tími bauðst. Ástæður geta verið af ýmsum toga; önnur veikindi, forkröfum aðgerðar hefur ekki verið mætt, ferðalög eða aðrar persónulegar ástæður. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur ekki verið haldið nægilega vel utan um það að breyta dagsetningu skráningar á biðlista ef sjúklingur óskar sjálfur eftir frestun. Spítalinn telur ekki rétt að gefa slíkar tölur upp þar sem þær geti gefið villandi mynd af stöðunni.