Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1197  —  500. mál.




Svar


iðnaðar- og við­skipta­ráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
     2.      Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuð­borgar­svæðinu?
     6.      Hver hefur verið kostn­aður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostn­aður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?

    Í samræmi við orðalag fyrirspurnarinnar eru í svarinu einungis tilgreindir nefndarmenn sem ráðherra hefur skipað á tímabilinu 28. maí 2013 til 1. mars 2016. Varamenn nefnda eru ekki taldir með í svarinu.
    Á tímabilinu voru 33 nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir skipaðar, þar af voru 14 skipaðar samkvæmt lögum og 19 samkvæmt ákvörðun ráðherra. Ráðherra hefur skipað samtals 173 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins. Þar af eru 84 konur, þ.e. 49%, og 89 karlar, þ.e. 51%. Samtals hafa sex nefndir lokið störfum, þar af voru fjórar nefndir skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra. Þær nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir sem voru skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra og hafa lokið störfum eru 20% af þeim nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum sem voru skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra en 12% af þeim 33 nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum sem koma fram í svari við fyrirspurninni. Samtals 145 einstaklingar af þeim 173 sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir á tímabilinu eru búsettir á höfuð­borgar­svæðinu, eða um 84%. Flestir sem sitja í þessum nefndum eru starfsmenn stjórnsýslunnar og hagsmunasamtaka sem eru með búsetu á höfðuborgarsvæðinu. Heildarkostn­aður á tímabilinu er 101,7 millj. kr. Nánari sundurliðun er að finna í eftirfarandi töflu.

Heiti nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, tilefni/meginhlutverk og skipun. Fjöldi í nefnd, hóp eða stjórn Lokið störfum (X=já) Sundurliðun kostnaðar Heildarkostn­aður
Nefnd um skipasmíða- og málmtækniiðnað til að setja fram tillögur til eflingar íslenskum skipasmíða- og málmtækniiðnaði og auka um­hverfisvæna tækni um borð í skipum. 8.12.2014. 8 X Ferðakostn­aður 36.143 kr., annar kostn­aður 8.690 kr. 44.833 kr.
Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga 2014-2017, sbr. lög nr. 99/2010, fer yfir umsóknir um ívilnun, sbr. 4. gr., og gerir tillögu til ráðherra um afgreiðslu. Nefndin leggur mat á umsóknir og kallar eftir þeim gögnum sem nauðsynleg eru. Nefndin skal hafa samráð við sveitarfélög í tengslum við aðkomu þeirra að fyrirhuguðum fjárfestingarverkefnum sem staðsett eru innan umdæma þeirra. 1.9.2014. 3 X
Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga 2015-2018, sbr. lög nr. 41/2015, fer yfir umsóknir um ívilnun, sbr. 4. gr., og gerir tillögu til ráðherra um afgreiðslu. Nefndin leggur mat á umsóknir og kallar eftir þeim gögnum sem nauðsynleg eru. Nefndin skal hafa samráð við sveitarfélög í tengslum við aðkomu þeirra að fyrirhuguðum fjárfestingarverkefnum sem staðsett eru innan umdæma þeirra. 1.9.2015. 3
Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs 2015-2019, skv. 8. gr. laga nr. 87/2003, gerir tillögur til ráðherra um lánveitingar og einstakar greiðslur úr Orkusjóði samkvæmt fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins. 1.3.2015. 3
Starfshópur um endurskoðun laga nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, til að fara yfir framkvæmd laganna og mögulega ágalla. 8.1.2014. 5
Starfshópur um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis til að yfirfara rökstutt álit ESA vegna ákvæða vatnalaga og auðlindalaga um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga til að koma með tillögur um hvernig unnt sé að bregðast við rökstuddu áliti ESA. 16.10.2015. 4
Starfshópur um hagnýtingu internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar skipaður á grundvelli fyrirliggjandi draga að nýsköpunar- og atvinnustefnu til að leggja fram tillögur um leiðir til að auka afrakstur af hagnýtingu internetsins í þágu efnahagslegra og samfélagslegra framfara, meta helstu tækifæri og ógnir sem internetið og vöxtur þess skapar fyrir íslenskt atvinnulíf, meta styrkleika og veikleika hér á landi, sem ýmist styðja eða hindra atvinnulífið í að nýta tækifæri internetsins til fulls. 18.2.2014. 9 X
Starfshópur um mótun stefnu í staðlamálum skipaður í samráði við Staðlaráð Íslands til að móta opinbera stefnu og gera tillögu að aðgerðaáætlun sem m.a. miði að því að efla staðlastarf á Íslandi og tryggja fjárhagslegan grundvöll þess til frambúðar. 9.1.2015. 6
Starfshópur um rafkyntar hitaveitur – Landsvarmi til að greina og gera tillögur um úrbætur varðandi rekstur rafkyntra hitaveitna hér á landi. 26.2.2015. 8 Ferðakostn­aður 104.427 kr., annar kostn­aður 52.742 kr. 154.169 kr.
Starfshópur um raforkumálefni á Norð-Austurlandi til að afla reglulega upplýsinga um þróun afhendingaröryggis og gæða raforku og uppsetts varaafls á Norð-Austurlandi, annars vegar með tölulegum upplýsingum frá raforkufyrirtækjum og hins vegar með könnunum á viðhorfi notenda líkt og gert var í skýrslu ráðgjafarhópsins; fara yfir áætlanir flutnings- og dreififyrirtækja varðandi uppbyggingu og endurbætur á raforkukerfinu og tímasetningar og forgangsröðun þar að lútandi; fylgjast með áætlanagerð Landsnets vegna mögulegrar styrkingar flutningskerfisins fyrir Norð-Austurland; hafa frumkvæði að því að á næstu fjórum árum verði gerð sérstök rammaáætlun fyrir raforkuframleiðslu og raforkuflutning á Norð-Austurlandi sem nái til minni og stærri virkjunarkosta. 9.9.2014. 8
Stýrihópur um framkvæmd hönnunarstefnu 2014–2018 til að meta stöðu þeirra aðgerða sem tilgreindar eru í hönnunarstefnunni og liðka fyrir nauðsynlegu samtali milli aðila. Hönnunarstefnan er sett fram til fimm ára. 2.4.2014. 3
Stýrihópur vegna samnings um vegtengingu milli iðnaðarsvæðisins á Bakka og Húsa­víkurhafnar skipaður í samræmi við samning dags. 17. september 2015, sem iðnaðar- og við­skipta­ráðherra gerði fyrir hönd íslenska ríkisins við Vegagerðina, til að annast tæknilegan undirbúning ásamt útboði og stjórn framkvæmda. 1.10.2015. 3
Úrskurðarnefnd raforkumála 2015–2019, skv. 30. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, úrskurðar um kærur sem henni berast vegna stjórnvaldsákvarðana sem teknar eru af Orkustofnun á grundvelli raforkulaga og varða gjaldskrá eða starfsemi flutningsfyrirtækisins eða dreifiveitna. 1.7.2015. 3
Verkefnisstjórn varðandi umfang og nýtingarmöguleika sjávarorku skipuð á grundvelli þingsályktunar sem samþykkt var 16. maí 2014 til að vinna við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands með það að markmiði að greina hagkvæmustu nýtingarkosti til framtíðar. Með verkefnisstjórninni vinnur fjögurra manna ráðgjafarhópur skipaður fulltrúum frá Hafrannsóknastofnun, Verkís verkfræðistofu, Vegagerðinni og RARIK Orkuþróun. 21.1.2015. 3 X Annar kostn­aður 298.290 kr. 298.290 kr.
Verkefnisstjórn um lagningu raforkusæstrengs til að hafa yfirumsjón með framgangi ákveðinna verkefna um áhrifaþætti sæstrengs milli Íslands og Bretlands. 1.11.2014. 6 Annar kostn­aður 6.032.336 kr. 6.032.336 kr.
Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar 2014–2017 úrskurðar í ágreiningsmálum m.a. varðandi einkaleyfi, vörumerki og hönnunarvernd, sjá nánar reglugerð nr. 275/2008. 1.9.2014. 1 Launakostn. 14.695.893 kr., annar kostn­aður 172.203 kr. 14.868.096 kr.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála 2013–2017, skv. 2. mgr. 9. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, úrskurðar í kærumálum vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Formaður og varamaður, sem jafnframt er varaformaður, skulu uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara en aðrir nefndarmenn skulu hafa faglega kunnáttu á sviði samkeppnis- og við­skipta­mála. 12.6.2013. 3 Launakostn. 21.320.642 kr., annar kostn­aður 257.912 kr. 21.578.554 kr.
Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala 2013–2016 hefur eftirlit með því að fasteignasalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga nr. 99/2004, um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, siðareglur Félags fasteignasala og góðar venjur í fasteignasölu, sbr. 1. mgr. 20. gr. framangreindra laga. 1.10.2013. 3 Launakostn. 14.825.703 kr., annar kostn­aður kr. 38.347.981. 53.173.684 kr.
Ferðamálaráð 2015–2018, skv. 5. gr. laga nr. 73/2005, um skipan ferðamála, gerir árlega eða oftar tillögu til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar og skal vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Ráðið skal veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál. 23.2.2015. 10 Ferðakostn­aður 168.040 kr., annar kostn­aður 133.444 kr. 301.484 kr.
Nefnd um erlenda fjárfestingu 2013–2017, kosin af Alþingi 5. júlí 2013, skv. 12. gr. laga nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, til að fylgjast með að ákvæðum 4. gr. laga um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sé framfylgt, sbr. ákvæði 5. gr. 5.7.2013. 4 Launakostn. 99.300 kr., ferðakostn­aður 129.920 kr., annar kostn­aður 242.625 kr. 471.845 kr.
Prófnefnd bifreiðasala 2014–2016, skv. 1. gr. reglugerðar nr. 45/2003, um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja, sbr. lög nr. 28/1998, um verslunaratvinnu. Skv. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar hefur prófnefnd bifreiðasala yfirumsjón með námskeiði og prófi samkvæmt ákvæðum 6. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga um verslunaratvinnu. 10.6.2014. 3 Launakostn. 628.938 kr., annar kostn­aður 74.984 kr. 703.922 kr.
Prófnefnd bókara 2015–2019, skv. 43. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, til að halda próf fyrir þá sem sækja um viðurkenningu sem bókarar. 1.5.2015. 3 Launakostn. 1.708.116 kr., annar kostn­aður 1.175.332 kr. 2.883.448 kr.
Prófnefnd, sbr. bráðabirgðaákvæði II í lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015. Samkvæmt ákvæðinu skulu þeir sem hafa hafið nám til undirbúnings fyrir prófraun fasteignasala eða lokið hluta prófraunar eiga þess kost að ljúka námi og prófraun skv. lögum nr. 99/2004 fyrir 1. janúar 2019. Prófnefndin sér um námskeið til undirbúnings fyrir prófraun og stendur fyrir prófum fyrir þá sem ljúka námi skv. eldri reglum. 20.7.2015. 3 Launakostn­aður 1.161.000 kr. 1.161.000 kr.
Samráðshópur ráðuneyta um mótun klasastefnu. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram, í kafla um nýsköpun, að til að örva samstarf og samlegð fyrirtækja og auka möguleika þeirra til að vinna að stærri þróunarmálum verði mótuð klasastefna. Hlutverk hópsins verði annars vegar að móta klasastefnu á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar og hins vegar að miðla upplýsingum innan Stjórnarráðsins um þátttöku opinberra aðila í klasasamstarfi svo að fagmennsku og jafnræðis sé gætt. Í hópnum sitja fulltrúar allra ráðuneyta og er honum m.a. ætlað að hafa samráð við Vísinda- og tækniráð í störfum sínum. 1.4.2015. 9
Starfshópur um endurskoðun laga nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir, til að endurskoða lögin og jafnframt að greina reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 910/2014/ESB og gera tillögu að innleiðingu reglugerðarinnar í íslenskan rétt. 10.11.2014. 7
Starfshópur um endurskoðun laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, til að fara yfir framkvæmd laganna og mögulega ágalla og skoða rekstrarum­hverfi smærri aðila í veitingahúsa- og gististaðarekstri sem megi bæta. 20.11.2013. 5 X
Starfshópur um endurskoðun laga um verslunaratvinnu, nr. 28/1998, er varðar bílasölu, til að vinna að endurskoðun laganna með tilliti til IV. kafla, um sölu notaðra ökutækja, finna mögulega ágalla og koma með tillögur í formi lagafrumvarps. 11.7.2014. 5 Annar kostn­aður 10.152 kr. 10.152 kr.
Starfshópur um kennitöluflakk í atvinnurekstri til að greina umfang kennitöluflakks, rót vandans og gera tillögur um leiðir til að sporna við kennitöluflakki í atvinnurekstri og treysta lagaramma félaga með takmarkaðri ábyrgð. 23.10.2013. 3
Starfshópur um málefni bílaleiga til að fara yfir regluverk er lýtur að bílaleigum og skila tillögum til ráðherra í formi frumvarpsdraga. 26.8.2013. 4 X
Starfshópur um stefnumótun um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Hinn 19. nóvember 2014 samþykkti Alþingi þingsályktun um kjöraðstæður fyrir hagnýtingu internetsins og um réttindavernd netnotenda. Með þingsályktuninni er ríkisstjórninni falið að skipa starfshóp til að móta stefnu um framangreint og vinna tillögur um nauðsynlegar lagabreytingar. Markmið vinnunnar verður að skapa, innleiða og uppfæra heildstæða stefnu um kjöraðstæður á Íslandi fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt vernd á réttindum notenda. Starfshópnum verður m.a. ætlað að líta til erlendra fyrirmynda sem nýst geta og falla að markmiðum þingsályktunarinnar. 4.5.2015. 13
Stýrihópur um hugverkastefnu fyrir Ísland til að vinna heildstæða stefnumótun varðandi hugverkaréttindi þar sem afraksturinn yrði sérstök hugverkastefna fyrir Ísland. 11.9.2014. 4
Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 2016–2018 til að undirbúa stefnu ríkisstjórnarinnar er lýtur að tækniþróun og nýsköpun í samræmi við markmið laga um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003, og laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, nr. 4/2003. Nefndin skal hafa náið samráð við vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs um efnistök og samræmingu á tillögum sínum fyrir ráðið. 29.1.2016. 10
Vinnuhópur um hugverkastefnu fyrir Ísland í samstarfi við stýrihóp. Hópnum er ætlað í samstarfi við stýrihóp um hugverkastefnu að móta stefnuna, safna gögnum og vinna skýrslu og mögulega aðgerðaáætlun vegna málefnisins. 18.9.2014. 8