Ferill 720. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1198  —  720. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
     2.      Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuð­borgar­svæðinu?
     6.      Hver hefur verið kostn­aður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostn­aður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?


    Í samræmi við orðalag fyrirspurnarinnar er í eftirfarandi svari einungis taldir nefndarmenn sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað á tímabilinu 28. maí 2013 til 1. mars 2016. Varamenn nefnda eru ekki taldir með í svarinu.
    Á tímabilinu voru 35 nefndir, starfshópar og verkefnastjórnir skipaðar, þar af voru 10 sem voru skipaðar samkvæmt lögum og 25 skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra. Ráðherra hefur skipað samtals 174 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins. Þar af eru 59 konur, sem er 34% hlutfall, og 115 karlar, sem er 66% hlutfall. Samtals hafa 15 nefndir lokið störfum, þar af voru 13 nefndir sem voru skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra. Þær nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra sem hafa lokið störfum eru 52% af þeim nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum sem voru skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra en 37% af þeim 35 nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum sem koma fram í svari við fyrirspurninni. Samtals 138 einstaklingar af þeim 174 sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir á tímabilinu eru búsettir á höfuð­borgar­svæðinu, eða um 79%, en flestir sem sitja í þessu nefndum eru starfsmenn stjórnsýslunnar og hagsmunasamtaka sem eru með búsetu á höfðuðborgarsvæðinu. Heildarkostn­aður á tímabilinu er 31,2 millj. kr.
    Nánari sundurliðun er að finna í hjálagðri töflu.



Heiti nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, tilefni/meginhlutverk og skipun Fjöldi í nefnd, hóp eða stjórn Lokið störfum (X=já) Sundurliðun kostnaðar Heildarkostn­aður
Jafnréttisfulltrúi/ jafnréttisnefnd ANR 2015-2017, skv. 13. gr. laga nr. 10/2008. Hefur eftirlit með jafnréttisstarfi á málefnasviði ráðuneytisins og stofnana þess. Nefndin skal endurskoða jafnréttisáætlun ráðuneytisins annað hvert ár. 20.5.2015. 3
NORA – Norræna Atlantssamstarfið 2014–2016. Nefndin er undir Norrænu ráðherranefndina og er hluti af norrænu samstarfi á sviði byggða­mála og svæðasamvinnu. 1.2.2014. 3
Samninganefnd vegna nýrra búvörusamninga. Skipuð á grundvelli 30. gr. búvörulaga, nr. 99/1993. Til að gera nýja búvörusamninga um starfsskilyrði á sviði landbúnaðar milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtakanna og endurskoða búnaðarlagasamning, skv. 3. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998. 24.8.2015. 4 Annar
kostn­aður
342.000 kr.
342.000 kr.
Starfshópur um endurskoðun reglugerðar nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Til að endurskoða fyrirkomulag vottunar vistvænnar landbúnaðarframleiðslu. 29.9.2014. 5 X
Starfshópur um eyðingu dýraleifa. Til að skoða tengsl löggjafar um aukaafurðir og löggjafar úm úrgang og koma með tillögu að verkaskiptingu milli hlutaðeigandi stjórnvalda. 1.10.2013. 3 X
Starfshópur um innflutning erfðaefnis holdanautgripa og útbúnað einangrunarstöðva. Til að koma með tillögur að reglum sem skulu gilda um innflutning erfðaefnis og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva. 17.11.2014. 4 X
Starfshópur um mótun tillagna að aukinni matvælaframleiðslu á Íslandi. Til að fara yfir lagaumgjörð landbúnaðar, vinnslu matvæla og nýtingar lands og móta tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sem ráðast þarf í til að ná settum markmiðum um að auka matvælaframleiðslu á Íslandi. 24.3.2015. 12
Starfshópur um óæskileg efni í sjávarfangi. Til að gera samantekt um stöðu óæskilegra efna í sjávarfangi, setja fram aðgerðarlista og kostnaðarmat fyrir þær aðgerðir sem og tillögu um hvernig kostn­aður skuli greiddur. 28.1.2015. 4
Starfshópur um rekjanleika sjávarafurða. Til að koma með tillögur að verkferlum sem auðvelda eftirlit og koma í veg fyrir hugsanlega ólögmæta við­skipta­hætti með sjávarafurðir. 22.8.2013. 5 X
Starfshópur um stefnumótun í mjólkurframleiðslu. Skipaður í samræmi við ákvæði í „Samningi um starfsskilyrði í mjólkurframleiðslu“ frá 10. maí 2004, með breytingu frá 18. apríl 2009 og 28. september 2012. Í lokamálsgrein síðastnefndrar breytingar samningsins segir orðrétt: „Samningsaðilar eru sammála um, á grundvelli greinar 8.2 samningsins, að hefja vinnu við stefnumótun fyrir greinina með því markmiði að efla samkeppnishæfni og treysta afkomu hennar til lengri tíma. Til undirbúnings þessu verði skipaður starfshópur samningsaðila til að meta þá reynslu sem komin er af framkvæmd samningsins, þar á meðal kostnaðarþróun í greininni, áhrif kvótakerfisins og stöðu verðlagningar og tolla.“ 8.4.2014 6 X
Starfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar. Til að gera grein fyrir helstu núgildandi samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem alþjóðlegum samningum WTO um viðskipti með landbúnaðarvörur í tollalegu tilliti, tvíhliða samningum á grundvelli EES-samnings og EFTA-samnings o.fl. og gildandi fríverslunarsamningum; að greina þau sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í ofangreindum samningum; að athugaða möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd; að gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995. 3.3.2014. 9 X Annar
kostn­aður 102.294 kr.
102.294 kr.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggða­mál. Skipaður samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um að unnið verði að gerð sérstakra landshlutaáætlana í samvinnu við sveitarfélögin til að efla og styrkja landshlutana. 1.6.2014. 12 Annar kostn­aður 89.225 kr. 89.225 kr.
Úttektarnefnd um opinbert eftirlit með framleiðslu matvæla. Skipuð skv. 6. tölul. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, sem innleidd var með reglugerð nr. 106/2010, skulu lögbær yfirvöld annast innri úttektir til að tryggja að markmiðum þeirrar reglugerðar sé náð. Þá skal úttektarkerfið taka mið af ákvörðun framkvæmdastjórnar EB nr. 2006/677/EC um viðmiðanir við úttektir samkvæmt reglugerð (EB) nr. 882/2004, sem innleidd var með reglugerð nr. 131/2010. Úttektarnefndin er skipuð til þriggja ára og skal vera úttektarstjórn til stuðnings og ráðgjafar um innri úttektir. 20.1.2016. 4

Verðlagsnefnd búvara 2013–2014
, skv. 7. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, til að ákveða afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu. 1.7.2013
7 X Ferðakostn. 172.348 kr., annar kostn. 1.012.708 kr. 1.185.056 kr.


Verðlagsnefnd búvara 2015–2016
, skv. 7. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, til að ákveða afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu. 1.7.2015.
7 Launakostn. 418.390 kr., ferðakostn. 34.800 kr. og annar kostn­aður 602.171 kr. 1.055.361 kr.
Verkefnastjórn um flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Skipuð skv. 7. gr. III. kafla samkomulags um framkvæmd verkefna samkvæmt búvörulögum og búvörusamningum til að sjá um flutning stjórnsýsluverkefna frá BÍ til MAST á árinu 2015. 2.9.2015. 3 X
Verkefnisstjórn – Norrænn sumarfundur NMR haldinn í júní 2014 á Íslandi. Til að standa að undirbúningi norræns ráðherrafundar – sumarfundar NMR í júní 2014. 29.7.2013. 5 X
Yfirmatsnefnd samkvæmt ábúðarlögum 2013–2017, skv. 2. mgr. 44. gr. ábúðarlaga, nr. 80/2004. Til að gera mat á eignum og endurbótum ábúanda jarða. 12.11.2013. 3
Yrkisréttarnefnd 2013–2017, skv. 22. gr. laga nr. 58/2000. Tekur við umsóknum um skráningu í yrkisréttarskrá sem skal skila skriflega til nefndarinnar. Í umsókn skal vera lýsing á yrki og skal sérstaklega tekið fram hvað skilji það frá öðrum yrkjum. Nefndin skal annast framkvæmd II–IV. kafla laganna. 19.8.2013. 3
AVS – úthlutunarnefnd 2014-2017. Til að gera tillögur til ráðherra um úthlutun til þeirra verkefna sem sótt er um styrk til í AVS-rannsóknasjóð. Nefndin skal einnig gera tillögur til Byggðastofnunar um skipun fagráða til tveggja ára í senn fyrir tiltekin fagsvið sem vera skulu ráðgefandi fyrir úthlutunarnefnd. 1.1.2014. 3 Launakostn­aður
79.749 kr.
79.749 kr.
Eigendanefnd fyrir Matís ohf. Viðfangsefni nefndar lýtur að nýsköpun og matvælaöryggi og tengslum þessara þátta í starfsemi Matís ohf. við fjármögnun ríkisins og hvaða innviði þarf að tryggja og byggja upp. Fjallar einnig um þróun Matís ohf. sem félags og hvernig megi tryggja sem best vöxt, viðgang og fjármögnun þess til lengri tíma. 11.12.2014. 4
Matsnefnd um lax- og silungsveiði 2015–2019, samkvæmt lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði. Úrskurðar í ágreiningsmálum um arðskrá 10.6.2015. 3
Nefnd um innleiðingu norsks staðals í fiskeldi. Til að kanna möguleika á innleiðingu norska staðalsins NS 9415:2009 í fiskeldi með hliðsjón af íslenskum aðstæðum og gera tillögur að nauðsynlegum reglugerðarbreytingum í tengslum við verkefnið. 21.5.2014. 6 X
Starfshópur um áhrif við­skipta­þvingana ESB vegna makríls. Til að gera sem víðtækasta greiningu á áhrifum mögulegrar ákvörðunar ESB um við­skipta­þvinganir þar sem miðað yrði við sömu aðgerðir og beitt er gagnvart Færeyingum vegna síldarinnar. 22.8.2013. 6 X
Starfshópur um arðskrár veiðifélaga o.fl. Til að yfirfara löggjöf, stjórnvaldsreglur og framkvæmd laga og stjórnvaldsreglna um matsnefnd samkvæmt lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, úrskurði um arðskrár veiðifélaga o.fl. 30.11.2015. 3
Starfshópur um einföldun dragnótareglugerða. Til að endurskoða og einfalda reglugerðir um dragnót. 19.9.2013. 4 X
Starfshópur um fjareftirlit með fiskiskipum. Til að tryggja fjareftirlit með fiskiskipum með vísan til samkomulags frá 8. ágúst 2001 um „verkaskiptingu milli sjávarútvegsráðuneytisins, Fiskistofu og Landhelgisgæslu Íslands á sviði fjareftirlits með fiskiskipum“. 12.5.2014. 3
Starfshópur um flatfiska­rannsóknir. Til að miðla þekkingu og reynslu sjómanna og útvegsmanna til fiskifræðinga og fiskveiðistjórnenda, efla úrvinnslu tiltækra gagna og stuðla að markvissum og hagkvæmum rannsóknum á flatfiskum, með það að markmiði að auka þekkingu og bæta ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu til aukinnar verðmætasköpunar. 4.3.2015. 7
Starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum. Til að gera faglega heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum. 3.11.2015. 5
Starfshópur um leyfi­sveitingar í fiskeldi. Til að leggja mat á og koma með tillögur til úrbóta til að einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa í fiskeldi. 2.9.2013. 3 X Annar
kostn­aður
888.000 kr.
888.000 kr.
Starfshópur um skeldýrarækt. Til að fara yfir löggjöf, stjórnvaldsreglur og framkvæmd laga og stjórnvaldsreglna um skeldýrarækt á Íslandi. 8.12.2015. 5
Starfshópur um undirbúning frumvarps til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Til að undirbúa frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða ásamt athugasemdum sem byggja á því sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem segir að áfram skuli unnið með tillögu sáttanefndar um samningsbundin réttindi á nýtingu aflaheimilda. 24.9.2013. 5 X Annar
kostn­aður
27.436.733 kr.
27.436.733 kr.
Starfshópur um veiðar á vannýttum teg­undum. Til að skoða möguleika á breyttu skipulagi við stjórnun veiða á vannýttum teg­undum í hafinu, þ.m.t. lindýrum, skrápdýrum og krabbadýrum, sem geti haft jákvæða efnahagslega þýðingu þegar til lengri tíma er litið. 17.12.2013. 5 X
Úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla 2014-2016, skv. 6. gr. laga nr. 37/1992 um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla. Hlutverk nefndar er að úrskurða álagningu gjalds skv. 1. gr. laganna. 5.5.2014. 3
Verkefnisstjórn um kortlagningu hafs­botnsins um­hverfis Ísland. Til að skipuleggja verkefnið um kortlagningu hafs­botnsins um­hverfis Ísland og gera fjárhagsáætlun þannig að kostn­aður liggi fyrir við fjárlagagerð fyrir árið 2017. 21.1.2016. 7