Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1211  —  494. mál.
Viðbót. Leiðréttur texti.




Svar


innanríkis­ráð­herra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir.


    Í samræmi við orðalag fyrirspurnarinnar eru í eftirfarandi svari taldir nefnd­ar­menn sem ráð­herra hefur skipað á tímabilinu 28. maí 2013 til 1. mars 2016. Vara­menn nefnda eru ekki taldir með í svarinu. Á umræddu tímabili hafa þrír ráð­herrar gegnt embætti, Hanna Birna Kristjánsdóttir frá 23. maí 2013 til 4. desember 2014; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gegndi embætti dóms­mála­ráð­herra frá 27. ágúst 2014 til 4. desember 2014 og Ólöf Nordal innanríkis­ráð­herra sem skipuð var frá 4. desember 2014. Í svarinu er ekki aðgreint hver ráð­herranna skipar í nefndir, starfshópa og stjórnir.

     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir hefur ráð­herra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru megin­við­fangs­efni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frum­kvæði ráð­herra.
    Sjá hjálagða töflu.
    Athygli er vakin á því að þrjár nefndir sem skipað var í samkvæmt lögum á umræddu tímabili, 28. maí 2013 til og með 1. mars 2016, eru ekki taldar upp í listanum en það eru endurupptöku­nefnd, rannsóknar­nefnd sam­gönguslysa og kæru­nefnd út­lend­inga­mála en þær hafa stöðu sjálfstæðra stjórnsýslu­stofnana.

     2.      Hversu fjöl­menn er hver nefnd, starfshópur og verk­efnisstjórn?
    Í meðfylgjandi töflu má sjá þann fjölda nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna sem innanríkis­ráð­herra skipaði á fyrrgreindu tímabili.

     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráð­herra skipað í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
    Ráðherra hefur skipað alls 412 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins. Fjöldi karla er 240, sem er 58% skipaðra, og fjöldi kvenna er 172 eða 42% skipaðra einstaklinga.

     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna hafa lokið störf­um og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildar­fjölda nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna skipuðum af ráð­herra?
    Hér eru taldar nefndir, starfshópar og verk­efnisstjórnir skipaðar að frum­kvæði ráð­herra. Fjöldi þeirra er 43. Hlutfall þeirra sem lokið hafa störf­um er 47% eða 20. Svarið við þessum lið fyrirspurnarinnar tekur ekki til lögbundinna nefnda sem starfa ótímabundið. Sjá má hvaða nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir um ræðir í hjálagðri töflu.

     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráð­herra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuð­borgar­svæðinu?
    Alls hafa 412 einstaklingar verið skipaðir í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir og af þeim eru 78% búsettir á höfuð­borgar­svæðinu.

     6.      Hver hefur verið kostn­aður við störf hverrar nefnd­ar, starfshóps eða verk­efnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildar­kostn­aður vegna nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna sem ráð­herra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?
    Hvað varðar upplýsingar um kostnað vegna nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna þá er í bókhaldi ráðu­neytisins sérstaklega haldið utan um kostnað við fasta­nefndir. Kostn­aður vegna tímabundinna nefnda er oftast óverulegur og er hann ekki samandreginn í bókhaldi ráðu­neytisins. Upplýsingar um kostnað sem fallið hefur til vegna starfa þessara nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna er sýndur, eins og frekast er unnt, í meðfylgjandi töflu.



Heiti nefnd­ar, starfshóps eða verk­efnisstjórnar, tilefni og skipun (dags.)


Megin­við­fangs­efni

Skv. lögum
(x=já)
Frum­kvæði
ráð­herra
(x=já)
Fjöldi í
nefnd, hóp eða stjórn
Kk. % Kvk.
%
Lokið
störf­um
(x=já)
Kostn­aður vegna nefnd­ar, starfshóps
eða verk­efnisstjórnar, kr.
Nefnd­arlaun Annar kostn. Samtals
Nefnd um dómarastörf. Skipunartími nefnd­ar­manna er sex ár en þó þannig að skipunartími eins þeirra rennur út annað hvert ár. Breyting á nefnd­ar­mönnum. Setur al­mennar reglur er varðar störf dómara. Einnig fjallar nefndin um skriflegar kvartanir frá hverjum þeim sem telur dómara hafa gert á hans hlut með störf­um sínum. 3 33 67 7.352.052 7.352.052
Dóm­nefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttar­dómara og héraðs­dómara. Skipunartími nefnd­ar­manna er breytilegur til allt að sex ára. Breyting á nefnd­ar­mönnum. Nefndinni er falið að láta ráð­herra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um dómaraembætti. Í umsögn sinni skal dóm­nefndin taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið en heimilt er að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafna. x 5 80 20 6.288.566 8.037.995 14.326.561
Refsiréttar­nefnd. Skipunartími er ótímabundinn samkvæmt lögum. For­mannsskipti 23. sept. 2013. Hefur það hlutverk að vera ráðu­neytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar og annast endur­skoðun refsilaga. x 5 60 40 8.612.475 8.612.475
Yfir­fast­eigna­mats­nefnd. Skipunartími liðinn. 7. júní 2013. Nefndinni er ætlað að annast yfirmat fasteigna fyrir landið allt. x 3 67 33 21.580.264 1.967.246 23.547.510
Mats­nefnd eignar­náms­bóta. Skipunartími liðinn. 24. ágúst 2013. Mats­nefnd eignar­náms­bóta starfar skv. l. nr. 11/1973, um fram­kvæmd eignar­náms. Skv. 1. mgr. 2. gr. nefndra laga sker nefndin úr á­grein­ingi um eignar­náms­bætur og annað endurgjald sem ákveða á samkvæmt lögum um fram­kvæmd eignar­náms. x 2 100 10.058.214 950.403 11.008.617
Náðunar­nefnd. Skipunartími liðinn. 1. sept. 2013. Nefndin lætur ráð­herra í té rökstudda til­lögu um afgreiðslu á erindum sem til hans er skotið vegna ákvörðunar fangelsis­mála­stofnunar um samfélags­þjónustu og reynslulausn, svo og um afgreiðslu náðunarbeiðna. x 3 33 37 7.569.886 7.569.886
Áfrýjunar­nefnd neytenda­mála. Skipunartími liðinn. 1. okt. 2013. Tekur til meðferðar þær ákvarðanir Neytendastofu sem kærðar eru til nefnd­ar­innar. x 3 33 67 15.350.968 353.213 15.704.181
Flugvirktar­ráð. Nýtt ráð. 1. des. 2013. Sam­ráðs­vett­vangur opinberra aðila og annarra um fram­kvæmd, samvinnu, samhæfingu og áætlunargerð á sviði flugvirktar o.fl. x 10 60 40 0
Mannanafna­nefnd. Skipunartími liðinn. 27. jan. 2014. Semja skrá um eiginnöfn og millinöfn, vera prestum, forstöðu­mönnum sk­ráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjár­mönnum barna til ráðneytis um nafngjafir o.fl. Einnig að skera úr öðrum álita- eða á­grein­ings­málum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar. x 3 67 33 4.688.963 4.688.963
Bóta­nefnd. Skipunartími liðinn. 1. ágúst 2014. Bóta­nefnd tekur ákvörðun um bætur (greiðslur bóta til þolenda tiltekinna afbrota úr ríkissjóði) og fjallar sérstaklega um hvert mál. x 3 67 33 13.983.477 13.983.477
Nauða­samn­inga­nefnd. Nýr fulltrúi vel­ferðar­ráðu­neytis skipaður 25. júní 2015. 1. júlí 2012. Fjallar um umsóknir varðandi réttaraðstoð til einstaklinga sem leita nauða­samn­inga. x 3 67 33 613.346 613.346
Kennsla­nefnd. Skipunartími liðinn. 1. júní 2014. Nefndin er rannsóknar­nefnd sem hefur það hlutverk að bera kennsl á látna menn. x 4 75 25 0
Mönnunar­nefnd. Skipunartími liðinn. 1. okt. 2014. Hlutverk mönnunar­nefnd­ar er að fjalla um mönnun íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra, sbr. lög nr. 30/2007. x 5 80 20 1.023.880 1.023.880
Skipulags­nefnd Keflavíkur­flug­vallar. Skipunartími er ótímabundinn samkvæmt lögum. Nýr fulltrúi sveitarfélags skipaður. Ótilgreindur. Fjallar um deili- og að­al­skipu­lagstil­lögur fyrir flug­vallarsvæðið. x 6 100 5.769.247 5.769.247
Úrskurðar­nefnd fjarskipta- og póst­mála. Skipunartími liðinn. 15. ágúst 2014. Hlutverk úrskurðar­nefnd­ar er að leysa með skjótum, vönduðum og óhlutdrægum hætti úr kærum sem nefndinni berast vegna ákvarðana Póst- og fjarskipta­stofnunar. Nefndin er sjálfstæð í störf­um sínum. x 3 33 67 12.822.340 3.520.000 16.342.340
Hæfnis­nefnd lög­reglunnar. Ný nefnd. 15. des. 2014. Hæfnis­nefndin veitir lög­reglu­stjóra umsögn um fyrirhugaða skipun í embætti yfir­lög­reglu­þjóna og aðstoðar­yfir­lög­reglu­þjóna og annarra lög­reglu­manna innan embættis hans. x 3 33 67 562.186 562.186
Úrskurðar­nefnd sanngirnis­bóta. Skipunartími framlengdur frá og með 15. ágúst 2014. 23. maí 2011. Úrskurðar­nefnd sanngirnis­bóta er skipuð skv. 7. gr. laga nr. 47/2010, um sanngirnis­bætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Nefndin skal taka afstöðu til krafna um sanngirnis­bætur ljúki málum ekki á grundvelli 6. gr. laga nr. 47/2010. x 3 33 67 51.771.190 51.771.190
Sam­göngu­ráð. Skipun for­manns. 19. des. 2014. Samkvæmt lögum skipar ráð­herra sam­göngu­ráð sem hefur yfirumsjón með gerð tillagna að sam­göngu­áætlun. x 4 75 25 5.901.421 1.813.879 7.715.300
Fag­ráð um fjarskipta­mál. Nýtt heimild í lögum til skipunar. 15. feb. 2014. Hlutverk fag­ráðsins er að fjalla um og eftir atvikum veita umsögn um málefni er varða fjarskipta­mál, til­lögu að fjarskipta­áætlun og stefnumótun ásamt öðrum málum sem ráð­herra eða einstaka fulltrúar ráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar. x 7 43 57 0
Fag­ráð um flug­mál. Nýtt heimild í lögum til skipunar. 15. feb. 2014. 15. feb. 2014. Hlutverk fag­ráðsins er að fjalla um og eftir atvikum veita umsögn um málefni er varða flug­mál, sam­göngu­áætlun og stefnumótun ásamt öðrum málum sem ráð­herra eða einstaka fulltrúar ráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar. x 7 71 29 942.461 942.461
Fag­ráð um hafna­mál. Nýtt heimild í lögum til skipunar. 15. feb. 2014. Hlutverk fag­ráðsins er að fjalla um og eftir atvikum veita umsögn um málefni er varða hafna­mál og sam­göngu­áætlun, vera Vegagerðinni til ráðgjafar um ýmis málefni ásamt öðrum málum sem ráð­herra eða einstaka fulltrúar ráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar. x 6 50 50 307.184 307.184
Fag­ráð um siglinga­mál. Nýtt heimild í lögum til skipunar. 24. mars 2014. Hlutverk fag­ráðsins er að fjalla um og eftir atvikum veita umsögn um málefni er varða siglinga­mál, vita­mál, sam­göngu­áætlun og öryggis­mál sjófarenda ásamt öðrum málum sem ráð­herra eða einstaka fulltrúar ráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar. x 12 83 17 0
Fag­ráð um umferðar­mál. Nýtt heimild í lögum til skipunar. 1. júní 2014. Hlutverk fag­ráðsins er að vera vett­vangur sam­ráðs og upplýsingaskipta ásamt því að beita sér fyrir auknu umferðar­öryggi og bættum umferðarháttum. x 28 43 57 851.794 851.794
Hæfnis­nefnd um mat á umsækjendum um embætti for­manns kæru­nefnd­ar út­lend­inga­mála. Nýtt heimild í lögum til skipunar. 10. okt. 2014. Útbúa skriflega og rökstudda umsögn um um umsækjendur um embætti for­manns kæru­nefnd­ar út­lend­inga­mála. 3 33 67 203.860 203.860
Próf­nefnd vigtar­manna. Skipunartími liðinn. 23. mars 2015. Próf­nefnd vigtar­manna hefur umsjón með prófi til löggildingar vigtar­manna. x 3 67 33
Próf­nefnd til að verða héraðs­dóms­lög­maður. Skipunartími liðinn. 1. mars 2015. Umsækjandi um réttindi til að vera héraðs­dóms­lög­maður verður að standast prófraun sem þriggja manna próf­nefnd annast. x 3 67 33 837.044 837.044
Skóla­nefnd Slysa­varna­skóla sjó­manna. Skipunartími liðinn. 4. júní 2015. Meginhlutverk nefnd­ar­innar er að fjalla um málefni Slysa­varna­skóla sjó­manna, einkum um tækjakaup og búnað, viðhald, fram­kvæmdir og áfram­haldandi uppbyggingu. Skóla­nefnd gerir, að fenginni umsögn öryggisfræðslu­nefnd­ar sjó­manna, til­lögur til stjórnar Slysa­varnafélags Íslands um námskeiðahald, námskrá og lengd námskeiða á vegum skólans. Skóla­nefnd ræður skólastjóra Slysa­varna­skóla sjó­manna. x 5 80 20 0
Val­nefnd Lögreglu­skóla ríkisins. Skipunartími er ótímabundinn samkvæmt lögum. Breyting á nefnd­ar­mönnum. Metur hvort umsækjendur fullnægi inn­töku­skil­yrðum og ákveður hverjir skulu hefja nám við skólann sem lög­reglunemar. x 5 40 60 0
Gjafsóknar­nefnd. For­mannsskipti 1. mars 2015. 14. ágúst 2012. Veitir umsagnir um umsóknir um gjafsókn. x 3 67 33 36.230.342 437.055 36.667.397
Ættleiðingar­nefnd. For­mannsskipti 14. apríl 2015. 22. apríl 2013. Verksvið nefnd­ar­innar er m.a. að veita sérfræðilega umsögn um umsóknir, sem ráðu­neytið óskar álits um, einkum að því er varðar hæfi umsækjenda eða aðstæður þeirra til að ættleiða barn, eftir að lögboðin umsögn viðkomandi barnaverndar­nefnd­ar hefur borist ráðu­neytinu. x 3 67 33 3.208.149 3.208.149
Áfrýjunar­nefnd á­grein­ings­mála á kirkjulegum vett­vangi. Skipunartími liðinn. 1. jan. 2016. Niðurstöðum úrskurðar­nefnd­ar þjóðkirkjunnar má skjóta til áfrýjunar­nefnd­ar­innar. x 3 33 67
Starfshópur um kortlagningu úrræða lög­reglu vegna dreifingar kláms á netinu. Ákvörðun ráð­herra. 31. jan. 2013. Kortleggja úrræði lög­reglu vegna dreifingar kláms á netinu og gera til­lögur að breytingum. x 4 50 50
Starfshópur um hönnun og smíði nýrrar Vest­manna­eyja­ferju. Ákvörðun ráð­herra. 26. apríl 2013. Hafa umsjón með hönnun og gerð útboðslýsingar fyrir hönnun og smíði á nýrri Vest­manna­eyja­ferju. x 4 100
Nefnd til að undirbúa milli­dóm­stig. Ákvörðun ráð­herra. 1. ágúst 2013. Undirbúa mótun milli­dóms­stigs á Íslandi. x 3 33 37 x 8.278.581 8.278.581
Starfshópur um ,,áratug aðgerða 2011–2020“ (umferðar­öryggi). Ákvörðun ráð­herra – byggt á verk­efninu „Decade of Action“ hjá Sameinuðu þjóðunum. 24. okt. 2013. Vinna að til­lögum um aðgerðir til að bæta umferðar­öryggi. x 14 64 36 x
Nefnd um gerð tillagna til ráð­herra um ráðstöfun sérstakrar fjárveitingar til að efla al­menna löggæslu í landinu. Ákvörðun ráð­herra. 18. nóv. 2013. Nefndin hefur það hlutverk að gera til­lögur til ráð­herra um ráðstöfun sérstakrar fjárveitingar til að efla al­menna löggæslu í landinu. x 6 50 50 x 0
Starfshópur um heildar­endur­skoðun á fyrirkomulagi á fjárhagslegum samskiptum ríkisins og þjóðkirkjunnar og safnaða hennar hvað sóknargjöld varðar. Ákvörðun ráð­herra. 17. des. 2013 Leggja drög að heildar­endur­skoðun á fyrirkomulagi á fjárhagslegum samskiptum ríkisins og þjóðkirkjunnar og safnaða hennar hvað sóknargjöld varðar. x 4 50 50 x 746.447 746.447
Nefnd um heildar­endur­skoðun á lögum og reglum er gilda um fjárfestingar og afnotarétt út­lend­inga á fasteignum hér á landi. Ákvörðun ráð­herra. 28. okt. 2013 Vinna að heildar­endur­skoðun laga um nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, og reglu­gerðar settrar á þeim grunni. x 5 40 60 x 569.852 569.852
Nefnd um gerð tillagna að löggæslu­áætlun fyrir Ísland til tólf og fjögurra ára. Ákvörðun ráð­herra. 18. nóv. 2013. Vinna að til­lögu að löggæslu­áætlun fyrir Ísland til tólf ára og fjögurra ára. x 9 33 67
Sam­ráðshópur um mótun stefnu stjórnvalda um net- og upplýsinga­öryggi og vernd mikilvægra upplýsinga- og fjarskipta­innviða er varða þjóðar­öryggi (NCSS National Cyper Security Strategy). Ákvörðun ráð­herra. 22. maí 2014. Móta stefnu stjórnvalda um net- og upplýsinga­öryggi. x 8 75 25 x 0
Þverpólitísk þing­manna­nefnd – út­lend­inga­mál. Ákvörðun ráð­herra. 4. mars 2014. Meta hvort og þá með hvaða hætti þörf sé á heildar­endur­skoðun á löggjöf um málefni út­lend­inga. x 6 33 67 0
Stýrihópur um neytenda­áætlun til fjögurra ára. Ákvörðun ráð­herra. 24. mars 2014. Vinna að neytenda­áætlun til fjögurra ára sem lögð yrði fram sem þingsályktun og samhliða því móta stefnu stjórnvalda og aðgerðar­áætlun. x 6 33 67 0
Nefnd um úttekt á umfangi ó­lög­legs niðurhals á netinu á höf­unda­rétt­ar­vörðu efni o.fl. Ákvörðun ráð­herra. 24. mars 2014. Gera úttekt á umfangi ó­lög­legs niðurhals á netinu á höf­undar­rétt­ar­vörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd. x 8 75 25 0
Starfshópur um skoðun aðkomu einkaaðila að einstökum sam­gönguverk­efnum mögulega í samvinnu við opinbera aðila. Ákvörðun ráð­herra. 25. mars 2014. Skoða aðkomu einkaaðila að einstökum sam­gönguverkum mögulega í samvinnu við opinbera aðila. x 5 60 40 x 307.675
Vinnuhópur um opin gögn ríkis og sveitarfélaga. Skv. fram­kvæmda­áætlun fyrir stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsinga­samfélagið 2013–2016. 12. júní 2014. Finna verk­efni um opin gögn ríkis og sveitarfélaga. x 7 43 57 0
Nefnd með það hlutverk að endur­skoða svokallað kirkju­garðs­sam­komu­lag. Ákvörðun ráð­herra. 10. júlí 2014. Endurskoðun á kirkju­garðs­sam­komu­lagi. x 3 67 33
Starfshópur um framtíðarskipan lög­reglunáms á Íslandi. Ákvörðun ráð­herra. 23. júlí 2014. Hlutverk starfshópsins er m.a. að og gera til­lögu að framtíðarskipan lög­reglu­menntunar þannig að tryggt sé að menntun lög­reglu­manna svari ávallt kröfum um al­manna­öryggi og sé sambærileg stöðu menntunar­mála lög­reglunnar í Evrópu, einkum annars staðar á Norðurlöndum. x 6 83 17 x 0
Starfshópur um gjaldtöku í inn­an­lands­flugi. Ákvörðun ráð­herra. 28. júlí 2014. Hlutverk starfshópsins er að skoða skatta og gjöld sem lögð eru á flugrekstur í áætlunar­flugi innan lands, þ.m.t. flug­þjónustugjöld svo sem farþegagjöld, lendingagjöld, flugleiðsögugjald og svokölluð ETS-gjöld á grundvelli losunar gróður­húsaloftteg­unda auk annarra gjalda af flugvélaeldsneyti. x 6 67 33 x 0
Starfshópur um stöðu breið­bands­væðingar hér á landi og gerð tillagna til ráð­herra um leiðir til úr­bóta. Ákvörðun ráð­herra. 10. okt. 2014 Fara yfir stöðu breið­bands­væðingar hér á landi og gera til­lögur til ráð­herra um leiðir til úr­bóta. x 5 80 20 x 0
Stýrihópur um nýja framtíðarsýn í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Út­lend­inga­stofnunar. Ákvörðun ráð­herra. 22. okt. 2014. Móta til­lögur um framtíðarsýn í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Út­lend­inga­stofnunar. x 8 38 63 0
Vinnuhópur um virka og gagnsæja sam­ráðsferla á netinu. Samkvæmt fram­kvæmda­áætlun fyrir stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsinga­samfélagið 2013–2016. 23. okt. 2014. Vinna að einföldun, skilvirkni og gegnsæi þegar kemur að sam­ráðsferlum á netinu varðandi stefnumótun, laga- og reglusetningu. x 4 25 75 0
Val­nefnd með það hlutverk að fjalla um og leggja mat á umsóknir um stöður sýslu­manna og lög­reglu­stjóra. Ákvörðun ráð­herra. 8. júní 2014. Fjalla um og leggja mat á umsóknir um stöður sýslu­manna og lög­reglu­stjóra. x 3 67 33 x 242.460 1.012.095 1.254.555
Val­nefnd fjallar um og leggur mat á umsóknir um stöðu embættis forstjóra Sam­göngustofu. Ákvörðun ráð­herra. 1. júlí 2014. Fjallar um og leggja mat á umsóknir um stöðu embættis forstjóra Sam­göngustofu. x 3 67 33 x 845.842 1.020.780 1.866.622
Val­nefnd sem fjallar um og leggur mat á umsóknir um stöðu embættis lög­reglu­stjórans í Vest­manna­eyjum og embættis lög­reglu­stjórans á Vestfjörðum. Ákvörðun ráð­herra. 22. sept. 2014. Fjalla um og leggja mat á umsóknir um stöðu embættis lög­reglu­stjórans í Vest­manna­eyjum og embættis lög­reglu­stjórans á Vestfjörðum. x 3 67 33 x 416.745 416.745
Verkefnisstjórn í öryggis­málum sjófarenda. Á grundvelli ályktunar Alþingis. 2. júní 2015. Markmið er að auka öryggi á sjó með heildar­stefnu um öryggi sjófarenda. x 9 89 11 0
Verkefnisstjórn um áfram­haldandi styrkingu sveit­ar­stjórnar­stigsins. Ákvörðun ráð­herra. 11. des. 2015. Koma með til­lögur að áfram­haldandi styrkingu sveit­ar­stjórnar­stigsins. x 5 40 60 0
Vinnuhópur um skoðun núverandi verklags og verkferla við undirbúning útboða o.fl. Ákvörðun ráð­herra. 26. nóv. 2015. Fara yfir núverandi verklag og verkferla við undirbúning útboða, kostnaðarmats og fram­kvæmd útboða á stærri verk­efnum Vegagerðarinnar. x 6 67 33
Starfshópur um málefni geðsjúkra fanga. Ákvörðun ráð­herra. 2. nóv. 2015. Vinna starfshópsins er hluti af fullnustu­áætlun og verða niðurstöður hans felldar inn í þá áætlun. x 7 43 57 0
Stýrihópur um öryggi ferða­manna. Ákvörðun ráð­herra. 9. okt. 2015. Koma á skilvirku samstarfi stjórnvalda og félagasamtaka um öryggi ferða­manna og gera til­lögu að aðgerðar­áætlun til fimm ára um öryggi ferða­manna. x 7 71 29 0
Net­öryggis­ráð. Ákvörðun ráð­herra. 7. okt. 2015. Hlutverk net­öryggis­ráðs er m.a. að fylgja eftir innleiðingu á stefnu stjórnvalda um net- og upplýsinga­öryggi fyrir tímabilið 2015–2026. x 12 58 42 0
Nefnd um meðferð kæru­mála og kvartana á hendur lög­reglu. Ákvörðun ráð­herra í tengslum við bréf umboðs­manns Alþingis. 15. jan. 2015. Leggja mat á núverandi kerfi og lagareglur og gera til­lögur að breyttu verklagi og laga­breytingum, eftir því sem við á, vegna meðferðar á kæru­málum og kvörtunum á hendur lög­reglu. x 5 60 40 x 319.745 319.745
Vinnuhópur um rafrænar þinglýsingar. Ákvörðun ráð­herra. 31. ágúst 2015. Yfirfara þau lög og reglu­gerðir sem gilda um þinglýsingar og rafræn viðskipti og undirritanir og gera til­lögur að laga­breytingum sem nauðsynlegar eru til að koma á fót rafrænum þinglýsingum. x 4 50 50 0
Starfshópur um eftirfylgni við innleiðingu á samningum gegn mútum og spillingu. Ákvörðun ráð­herra. 1. júlí 2015. Eftirfylgni við innleiðingu á samningum gegn mútum og spillingu. x 6 50 50 0
Starfshópur um framtíð Hegningar­hússins við Skólavörðustíg. Ákvörðun ráð­herra. 7. maí 2015. Framtíðarnýting Hegningar­hússins við Skólavörðustíg. x 7 57 43 x 0
Stýrihópur um alþjóðlega björgunar- og viðbragðs­miðstöð á Íslandi. Ákvörðun ráð­herra. 27. mars 2015. Útfæra til­lögur um alþjóðlega björgunar- og viðbragðs­miðstöð á Íslandi. x 3 67 33 0
Vinnuhópur með það hlutverk að fjalla um ýmis álita­mál sem tengjast nýrri aðferðafræði við fasteignamat atvinnu­húsnæðis í c-flokki. Ákvörðun ráð­herra. 17. apríl 2015. Fjalla um ýmis álita­mál sem tengjast nýrri aðferðafræði við fasteignamat atvinnu­húsnæðis í c-flokki. x 4 50 50 x 0
Starfshópur um endur­skoðun innihalds lög­reglunáms. Ákvörðun ráð­herra. 18. feb. 2015. Fara yfir innihald lög­reglunáms hér á landi, bæði grunnnám og fram­haldsnám, og setja fram til­lögur um með hvaða hætti efla megi námið. x 6 67 33 x 0
Starfshópur um jafnt búsetuform barna. Á grundvelli ályktunar Alþingis um jafnt búsetuform barna. 13. jan. 2015. Kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara með sam­eigin­lega forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barna. x 5 20 80 x 0
Ráðgjafahópur vegna vinnu við frumvarp um milli­dóms­stig. Ákvörðun ráð­herra. 6. júlí 2015. Vera ráðu­neytinu til sam­ráðs og ráðgjafar vegna vinnu við frumvarp um milli­dóms­stig. x 5 60 40 x 0
Starfshópur um uppruna­merkingar á neytendavörum. Ákvörðun ráð­herra. 1. júlí 2015. Skoða og meta ákveðna viðbót við lög um óréttmæta við­skipta­hætti varðandi uppruna­merkingu á textílvörum. x 6 50 50 0
Stýrihópur um endunýjun á þyrlum Land­helgis­gæslu Íslands. Ákvörðun ráð­herra. 3. sept. 2015. Skoða möguleika á endurnýjun á þyrlum Land­helgis­gæslu Íslands. x 5 80 20 x 4.000.000 4.000.000
Stýrihópur sem verður stjórnvöldum til ráðgjafar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ákvörðun ráð­herra. 6. maí 2015. Er stjórnvöldum til ráðgjafar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. x 6 50 50 0
Verkefnisstjórn um skipta búsetu barns. Ákvörðun ráð­herra. 19. feb. 2016. Vinna nákvæma greiningu á því hvaða laga- og reglu­gerðar­breytingar þarf í fram­haldi af niðurstöðu starfshóps um jafnt búsetuform barns. x 6 50 50 0
Nefnd um ritun hvítbókar í sam­göngu­málum. Ákvörðun ráð­herra. 27. jan. 2016. Vinna að ritun hvítbókar í sam­göngu­málum. x 9 44 56
74 412 227.225.052 23.836.595 251.369.322