Ferill 746. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1228  —  746. mál.




Fyrirspurn


til innanríkis­ráð­herra um leigufé­lög með fasteignir.

Frá Haraldi Einarssyni.


     1.      Hver eru tíu stærstu leigufé­lögin með íbúðar­húsnæði til útleigu? Hvað er hvert félag með margar íbúðir til útleigu, hver er heildar­fermetrafjöldi íbúða hvers félags og hvert er samanlagt markaðsvirði allra íbúða hvers félags?
     2.      Hvert er hlutfall leigufélaga af markaði með íbúðar­húsnæði?
     3.      Hver eru tíu stærstu leigufé­lögin með atvinnu­húsnæði til útleigu? Hvað er hvert félag með margar fasteignir til útleigu, hver er heildar­fermetrafjöldi atvinnu­húsnæðis hvers félags og hvert er samanlagt markaðsvirði alls atvinnu­húsnæðis hvers félags?
     4.      Hvert er hlutfall leigufélaga af markaði með atvinnu­húsnæði?
     5.      Hvernig hefur fjöldi leigufélaga með fasteignir til útleigu þróast síðustu 10 ár?
     6.      Telur ráð­herra ástæðu til að hafa áhyggjur af hlutdeild leigufélaga á markaði með íbúðar­húsnæði?


Skriflegt svar óskast.