Ferill 746. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1228 — 746. mál.
Fyrirspurn
til innanríkisráðherra um leigufélög með fasteignir.
Frá Haraldi Einarssyni.
1. Hver eru tíu stærstu leigufélögin með íbúðarhúsnæði til útleigu? Hvað er hvert félag með margar íbúðir til útleigu, hver er heildarfermetrafjöldi íbúða hvers félags og hvert er samanlagt markaðsvirði allra íbúða hvers félags?
2. Hvert er hlutfall leigufélaga af markaði með íbúðarhúsnæði?
3. Hver eru tíu stærstu leigufélögin með atvinnuhúsnæði til útleigu? Hvað er hvert félag með margar fasteignir til útleigu, hver er heildarfermetrafjöldi atvinnuhúsnæðis hvers félags og hvert er samanlagt markaðsvirði alls atvinnuhúsnæðis hvers félags?
4. Hvert er hlutfall leigufélaga af markaði með atvinnuhúsnæði?
5. Hvernig hefur fjöldi leigufélaga með fasteignir til útleigu þróast síðustu 10 ár?
6. Telur ráðherra ástæðu til að hafa áhyggjur af hlutdeild leigufélaga á markaði með íbúðarhúsnæði?
Skriflegt svar óskast.