Ferill 560. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1233  —  560. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um út­lend­inga, nr. 96 15. maí 2002,
með síðari breytingum (kæru­nefnd,
fjölgun nefnd­ar­manna).

(Eftir 2. umræðu, 3. maí.)


1. gr.

    3.–5. mgr. 3. gr. a laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar sjö nefnd­ar­menn í kæru­nefnd út­lend­inga­mála. Formaður nefnd­ar­innar og varaformaður skulu skipaðir í fullt starf til fimm ára að undangenginni auglýsingu samkvæmt ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins og að fenginni umsögn nefnd­ar skv. 5. mgr. Þeir skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðs­dómara. Um réttindi þeirra og skyldur fer samkvæmt ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins. Laun og starfskjör þeirra skulu ákveðin af kjara­ráði.
    Ráðherra skipar fimm aðra nefnd­ar­menn og jafnmarga til vara til fimm ára í senn. Þeir skulu hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Tveir skulu til­nefndir af Mannréttindaskrifstofu Íslands, einn af Mannréttinda­stofnun Há­skóla Íslands og tveir skipaðir án tilnefningar. Þess skal gætt að innan nefnd­ar­innar sé jafnan til staðar nauðsynleg sérþekking á þeim sviðum sem fjallað er um í nefndinni. Vara­menn skulu skipaðir með sama hætti og skulu uppfylla sömu hæfisskilyrði og aðal­menn. Ráðherra ákveður þóknun þeirra.
    Ráðherra skal skipa þrjá menn í nefnd sem meta skal hæfni umsækjenda um embætti for­manns og varafor­manns kæru­nefnd­ar út­lend­inga­mála. Nefndin skal láta ráð­herra í té skriflega rökstudda umsögn um umsækjendur.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. b laganna:
     a.      1. og 2. mgr. orðast svo:
                  Að jafnaði skulu þrír nefnd­ar­menn sitja fundi kæru­nefnd­ar til að fjalla um hvert mál sem nefndinni berst. Formaður ákvarðar hvernig nefndin er skipuð í hverju máli og skal hann gæta þess að í nefndinni eigi sæti þeir sem besta þekkingu hafa til úrlausnar málsins. Formaður eða varaformaður á sæti í nefndinni í öllum málum. Varaformaður hefur sömu heimildir og formaður, sbr. 2. og 3. mgr., til að úrskurða í málum. For­manni er heimilt að ákveða að nefndin starfi deildaskipt.
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er nefndinni heimilt að fela for­manni að úrskurða í þeim málum sem nefndin hefur til meðferðar og varða vegabréfsáritanir, ákvarðanir er varða málsmeðferð hjá Út­lend­inga­stofnun og frestun réttaráhrifa ákvarðana Út­lend­inga­stofnunar og kæru­nefnd­ar­innar. Nefndinni er jafnframt heimilt að fela for­manni að úrskurða einum í málum er varða umsókn um hæli ef:
                  a.      kærandi er ríkisborgari ríkis sem er á lista yfir örugg ríki, sbr. 3. mgr. 50. gr. d,
                  b.      Út­lend­inga­stofnun hefur afgreitt málið á grundvelli b–e-liðar 1. mgr. 50. gr. d,
                  c.      Út­lend­inga­stofnun hefur ákveðið að réttaráhrifum skuli ekki frestað með vísan til c–d-liðar 1. mgr. 32. gr.
     b.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Nefndinni er einnig heimilt að fela for­manni að úrskurða einn í öðrum málum sem nefndin telur ekki viðamikil eða fordæmisgefandi. Þó skulu mál sem falla undir 2. mgr. og þessa málsgrein ákvörðuð í samræmi við 1. mgr. ef formaður telur að efnislegur vafi sé um niðurstöðu máls eða vafi sé á að málsatvik hafi verið rannsökuð á fullnægjandi hátt.
     c.      5. mgr. orðast svo:
                  Málsmeðferð skal að jafnaði vera skrifleg. Í málum skv. VII. kafla og 12. gr. f getur nefndin, telji hún ástæðu til, gefið kæranda kost á að koma fyrir nefndina og tjá sig um efni máls eða einstök atriði þess eftir atvikum. Þá getur nefndin, telji hún ástæðu til, kallað til aðra en umsækjanda. Við undirbúning máls er for­manni eða varafor­manni heimilt að ákveða að kæranda sé gefinn kostur á að koma fyrir nefndina.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
     a.      Orðið „og“ í lok b-liðar 1. mgr. fellur brott.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: í málum þar sem útlendingur kemur frá ríki á lista yfir örugg upprunaríki, sbr. 3. mgr. 50. gr. d, og skilyrði c-liðar eru uppfyllt.

4. gr.

    Á eftir orðinu „Lögregla“ í 1. málsl. 4. mgr. 50. gr. a laganna kemur: eða Út­lend­inga­stofnun.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. d laganna:
     a.      Í stað orðanna „getur Út­lend­inga­stofnun“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: geta Út­lend­inga­stofnun og kæru­nefnd út­lend­inga­mála.
     b.      2. mgr. fellur brott.
     c.      Á eftir orðinu ,,Út­lend­inga­stofnun“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: og kæru­nefnd út­lend­inga­mála.
     d.      Í stað 3. og 4. málsl. 3. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Við mat á því hvort ríki teljist öruggt upprunaríki skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi ríki búi við stöðugt stjórnarfyrirkomulag sem byggist á viðurkenndum meginreglum um réttarríki. Heimilt er að líta til reynslu og fram­kvæmdar annarra Schengen-ríkja við mat á því hvaða upprunaríki teljist örugg. Út­lend­inga­stofnun er skylt að halda utan um slíkan lista, uppfæra hann reglulega og birta á vef Út­lend­inga­stofnunar.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Um mál sem borist hafa kæru­nefnd út­lend­inga­mála fyrir gildistöku laga þessara en hafa ekki verið afgreidd gilda ákvæði laganna.

Ákvæði til b­ráðabirgða.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. skulu núverandi nefnd­ar­menn halda skipun sinni sem nefnd­ar­menn út skipunartí­mann. Ráðherra skipar við gildistöku laga þessara fjóra nefnd­ar­menn til við­bótar samkvæmt ákvæði 1. gr., þ.m.t. varafor­mann nefnd­ar­innar. Núverandi varaformaður heldur skipan sinni sem slíkur þar til nýr varaformaður hefur verið skipaður í samræmi við ákvæði 1. gr.