Ferill 748. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1235  —  748. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningar­mála­ráð­herra um nám erlendis.

Frá Björt Ólafsdóttur.


     1.      Hver er stefna stjórnvalda um menntun Íslendinga erlendis, hvernig var sú stefna mótuð og hvaða rök eru fyrir henni?
     2.      Hefur ráð­herra greint þjóðhagslega hagkvæmni þess að hluti Íslendinga menntar sig erlendis? Hverju er gert ráð fyrir að þeir skili til samfélagsins og hefur verið reiknað út hvað ríkið sparar við að náms­menn erlendis njóta réttinda og þjónustu í viðkomandi landi á meðan dvöl þeirra þar stendur?
     3.      Liggur fyrir hve margir Íslendingar stunda sértækt nám erlendis sem ekki er í boði hérlendis og hvað það sparar ríkisjóði að nám af þeim toga er ekki í boði hér?
     4.      Hvernig eru framfærsluviðmið fyrir námsdvöl erlendis fundin út, hvaða gagnagrunnur er notaður í þeim útreikningum, hvaða opinberu framfærsluviðmið í viðkomandi löndum eru höfð til hliðsjónar og hvaða alþjóðlegu og samræmdu viðmið?
     5.      Hvernig eru framfærsluviðmið náms­manna innan lands fundin út, hvaða gagnagrunnur er notaður í þeim útreikningum og hvaða opinberu framfærsluviðmið eru höfð til hliðsjónar?


Skriflegt svar óskast.