Ferill 492. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1238  —  492. mál.
Svar


fjár­mála- og efnahags­ráð­herra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir.


    Í samræmi við orðalag fyrirspurnarinnar er í neðangreindu svari einungis taldir nefnd­ar­menn sem fjár­mála- og efnahags­ráð­herra hefur skipað á tímabilinu 28. maí 2013 til 1. mars 2016. Vara­menn eru ekki taldir með í svarinu. Sérgreindur kostn­aður er sundurliðaður í töflu.

     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir hefur ráð­herra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru megin­við­fangs­efni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frum­kvæði ráð­herra.
    Umbeðnar upplýsingar koma fram í eftirfarandi töflu.

     2.      Hversu fjöl­menn er hver nefnd, starfshópur og verk­efnisstjórn?
    Í töflunni má sjá fjölda í hverri nefnd, starfshóp og verk­efnisstjórn sem fjár­mála- og efnahags­ráð­herra skipaði í á tímabilinu.

     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráð­herra skipað í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
    Ráðherra hefur skipað samtals 214 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins; 115 karla sem eru 54% og 99 konur sem eru 46%.

     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna hafa lokið störf­um og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildar­fjölda nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna skipuðum af ráð­herra?
    Samtals hafa 18 nefndir, starfshópar og verk­efnisstjórnir lokið störf­um sem er 50% af þeim sem voru skipaðar samkvæmt ákvörðun ráð­herra eða ríkisstjórnar en 41% af öllum þeim 44 nefndum og hópum sem koma fram í töflunni.

     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráð­herra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuð­borgar­svæðinu?
         208 einstaklingar af þeim 214 sem ráð­herra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verk­efnisstjórnir á tímabilinu eru búsettir á höfuð­borgar­svæðinu, eða um 97%.

     6.      Hver hefur verið kostn­aður við störf hverrar nefnd­ar, starfshóps eða verk­efnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildar­kostn­aður vegna nefnda, starfshópa og verk­efnisstjórna sem ráð­herra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?
    Heildarkostn­aður sem hefur fallið til hjá ráðu­neytinu á tímabilinu sem nær yfir 2 ár og 9 mánuði er 46,6 millj. kr. Nánari sundurliðun er í töflunni.
Nefnd, starfshópur eða verk­efnisstjórn (skipun dags.) Tilefni og megin­við­fangs­efni Skipun skv. lögum eða ályktun Alþingis Ákvörðun ráð­herra eða ríkisstjórnar Fjöldi Störfum lokið Kostn. á tímabilinu 28.05.2013–1.03.2016 Samtals kr.
Bíla­nefnd (26.3.2015) Fjár­mála- og efnahags­ráðu­neytinu til ráðu­neytis um fram­kvæmd og eftirlit 9. gr. reglu­gerðar nr. 1281/2014. X 3 Nefnd­arlaun 9.279.262 9.279.262
Endurkröfu­nefnd bifreiðatrygginga (14.9.2015) Skv. 96. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, skipar ráð­herra þriggja manna nefnd til að kveða á um hvort beita skuli endurkröfurétti vegna gáleysis eða ásetnings þess sem ábyrgð ber á tjóni sem vátryggingafélag hefur bætt samkvæmt umferðar­lögum. X 3
Fjár­málastöðugleika­ráð (30.9.2014) Vett­vangur sam­ráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjár­málastöðugleika. Samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjár­málakreppu. X 3
Úrskurðar­nefnd um leiðr. verðtryggðra fasteignaveðlána (21.8.2014) Heimilt er að kæra ákvörðun um fjárhæð leiðréttingar skv. 9. gr., fram­kvæmd leiðréttingar skv. 11. gr. og endurupptöku skv. 13. gr. til úrskurðar­nefnd­ar sem ráð­herra skipar. X 3 Nefnd­arlaun 9.426.055 ferðakostn. 1.000.614 10.426.669
Samninga­nefnd um tvísköttun (16.6.2014) Undirbúa og annast viðræður við erlend ríki um gerð og endur­skoðun samninga til að komast hjá tvísköttun, sem og frágang samninga. Vera fjár­mála- og efnahags­ráðu­neytinu til aðstoðar við þýðingar og annan frágang samninganna til formlegrar undirritunar, sem ráðu­neytið annast í sam­ráði við utanríkis­ráðu­neytið. Endurskoða reglulega fordæmissamning Íslands og gera á honum breytingar í samræmi við fordæmissamning OECD og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda. Annast útgáfu á kynningarefni um gildi og gagnsemi tvísköttunar­samn­inga. X 3
Sam­ráðs­nefnd eftirlitsskyldra aðila um opinbert eftirlit með fjár­málastarfsemi (2.9.2013) Skv. 7. gr. laga um opinbert eftirlit með fjár­málastarfsemi, nr. 87/1998, skal sérstök sam­ráðs­nefnd sem skipuð er fulltrúum eftirlitsskyldra aðila starfa í tengslum við Fjár­málaeftirlitið. X 5
Samstarfs­nefnd um opinberar fram­kvæmdir (13.6.2014) Vera ráðu­neytinu til ráðu­neytis um fjár­málalega fram­kvæmd laga um skipan opinberra fram­kvæmda, nr. 84/2001, og leiða saman sjónarmið eignaraðila opinberra fram­kvæmda á undirbúnings- og fram­kvæmda­stigi og rannsaka frumathugun og áætlunargerð sem er undanfari verklegrar fram­kvæmdar. Nefndin fylgist að öðru leyti með fram­kvæmd hinnar fjár­málalegu hliðar opinberra fram­kvæmda. X 3
Samninga­nefnd ríkisins (9.12.2013) Fjár­mála­ráð­herra fer með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og fram­kvæmd kjara­samn­inga samkvæmt lögum nr. 94/1986. Hann skipar nefndina til að annast samninga af sinni hendi og tilkynnir viðsemjendum sínum skipan hennar. Nefndin annast alla kjara­samn­ingagerð ríkisins, ekki þó fyrir Alþingi eða sjálfstæð fyrirtæki í eigu ríkisins eða sjálfseignar­stofnanir. X 15 Nefnd­arlaun 22.756.886 22.756.886
Starfshópur um úr­bætur á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts (20.4.2015) Semja til­lögur eða frumvarp, sé þess þörf, til laga um breytingu á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, einkum m.t.t. fyrirtækja á fjár­málamarkaði. X 3 X
Starfshópur um tryggingagjald erlendra launagreiðenda hér á landi (3.3.2015) Semja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. X 2 X
Starfshópur um skattalega meðferð félaga vegna skiptinga þeirra og flutninga á lögheimili ásamt yfirfærslu einstaklingsrekstrar í einkahlutafélag yfir landamæri (3.3.2015) Semja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, þess efnis að skattaleg meðferð félaga vegna skiptinga þeirra og flutninga á lögheimili og eignum ásamt yfirfærslu einstaklingsrekstrar í einkahlutafélag yfir landamæri á EES-svæðinu verði sú sama og innan Íslands. X 3 X
Starfshópur um virðisaukaskatt í ferða­þjónustu (25.2.2015) Gera til­lögur að einfaldara og skilvirkara virðisaukaskatts- og vörugjaldakerfi á Íslandi. X 7 X
Nefnd um breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjár­málastarfsemi (7.1.2015) Leggja til viðeigandi breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjár­málastarfsemi í samræmi við efnisreglur gerðanna, þá sérstaklega með hliðsjón af þeim heimildum til þvingunaraðgerða sem Eftirlits­stofnun EFTA mun fá bæði á grundvelli stofngerðanna og annarra afleiddra gerða. X 3
Nefnd um innleiðingu á MifiDII/MifiR (29.9.2015) Vinna drög að lagafrumvarpi og reglu­gerðum til innleiðingar á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjár­málagerninga (2014/65/ESB) ásamt meðfylgjandi reglu­gerðum, sér í lagi reglu­gerð um markaði fyrir fjár­málagerninga (600/2014/ESB). X 6
Nefnd um innleiðingu tilskipunar nr. 2014/92/EU um greiðslureikninga (15.9.2015) Vinna drög að lagafrumvarpi til innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins um greiðslureikninga (Directive 2014/92/EU of the European Parliament and of the Council of 23 July 2014). X 5
Sam­ráðshópur ráðu­neytisstjóra um innleiðingu laga um opinber fjár­mál     (30.1.2015) Fjalla um og vera verk­efnisstjórn til ráðgjafar um áhrif innleiðingar laganna á starfshætti ráðuneyta og stofnana og fylgja eftir nauðsynlegum breytingum í því samhengi. X 8
Starfshópur um endur­skoðun tolla af skóm og fatnaði (17.3.2015) Afmarka þau tollskrárnúmer sem fatnaður heyrir undir, leggja mat á tekjuáhrif mögulegra tollskrár­breytinga og semja drög að lagafrumvarpi um breytingu á tolla­lögum, nr. 88/2005. X 3 X
Starfshópur um innleiðingu tilskipana er varða opinber innkaup (23.2.2015) Endurskoða núverandi lög um opinber innkaup, nr. 84/2007, til samræmis við nýju tilskipunina og gera drög að nýju frumvarpi. Þá skal hópurinn jafnframt gera drög að nýju frumvarpi er varðar innkaup stofnana sem annast vatn­sveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti. X 4
Starfshópur vaðandi lagareglur um uppljóstrun (e. Whistle Blowing) (11.12.2015) Setja lagareglur um uppljóstrun (e. Whistle Blowing) í íslenskan rétt. Nánar tiltekið um uppljóstrun á brotum gegn lögum nr. 161/2002, um fjár­málafyrirtæki, og afleiddum reglum og reglu­gerðum. X 6
Stýrihópur um landsumgjörð fyrir samvirkni í rafrænni þjónustu á Íslandi (22.9.2015) Landsumgjörð fyrir samvirkni unnin í samræmi við tilmæli Evrópusambandsins um uppbyggingu slíkrar umgjarðar til að efla samvirkni í rafrænni þjónustu milli atvinnugreina og yfir landamæri. X 6
Verkefnahópur um innleiðingu áætlunar laga um opinber fjár­mál (29.1.2015) Setja fram heildstæða tíma­áætlun, leggja mat á verkferla, skipa vinnuhópa, meta kostnað og mannaflaþörf við að hrinda í fram­kvæmd einstökum þáttum frumvarpsins. Mikilvægir þættir í því verk­efni eru m.a. tímasetning og eftirfylgni innleiðingar, stefnumótun ríkisfjár­mála­áætlana og tengsl hennar við fjárlagagerð, framsetning fjárlaga og tengsl þeirra við ríkisreikning, fram­kvæmd fjárlaga og innra og ytra eftirlit, upptaka nýrra staðla við reikningsskil, uppgjör og framsetning ríkisreiknings, mat á eignum í efnahagsreikningi og kostnaðarmat við innleiðingu. X 5
Starfshópur um skattlagningu kaupskipa- og þjónustuskipaútgerðar (2.3.2015) Vinna drög að frumvarpi um sérstakar skattívilnanir til skipa sem sk­ráð eru í hina íslensku alþjóðlegu skipaskrá. Yfirfara núgildandi löggjöf um íslenska alþjóðlega skipaskrá og gera til­lögur að nauðsynlegum breytingum. X 4 X
Starfshópur um griðareglur og varnir gegn skattsvikum (16.10.2014) a) Leggja mat á hvort ástæða er til að taka svokallað Amnesty-ákvæði upp í íslensk skatta­lög.
b) Gera til­lögu að Amnesty-ákvæðum í viðeigandi skatta­lögum ef starfshópurinn metur það svo að slík ákvæði geti skilað árangri.
c) Leggja mat á hvort þörf er á að treysta og skýra betur núverandi lagaheimildir skattyfirvalda sem ætlaðar eru til að sporna gegn skattsvikum.
d) Gera til­lögu að lagaákvæðum skv. c-lið ef ástæða er til.
X 4 X
Starfshópur um rekstrarskilyrði Íslandspósts ohf. (17.9.2014) Meta rekstrarskilyrði Íslandspósts ohf. og leggja fram til­lögur um hvernig gera má félaginu kleift að uppfylla al­þjónustuskyldu sína án þess að rekstrarhæfi félagsins verði skert. Skal bæði horft til aðferða við ákvörðun verðskrár og hagræðingar á grunni endur­skoðunar á þjónustuskyldum. X 3 X
Starfshópur um lagaum­hverfi vegna stofnunar íslenskrar/alþjóðlegrar skipaskrár (30.5.2014) Kanna á ný hvort unnt sé að útfæra lagaum­hverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóða­vett­vangi á sviði kaupskipaútgerðar. Í þessu samhengi skal starfshópurinn sérstaklega beina sjónum að því hvernig um­hverfi fyrir skráningu hérlendis er fyrir skip sem koma að starfsemi vegna kolvetnisleitar á landgrunni Íslands. X 4 X
Nefnd um viðurlagaákvæði í löggjöf á sviði fjár­málamarkaðar (21.5.2014) Yfirfara viðurlagaákvæði í löggjöf á sviði fjár­málamarkaðar. Meginhlutverk nefnd­ar­innar er að greina og meta breytingar á fjórum þáttum í löggjöf á fjár­málamarkaði er varða viðurlagakafla hennar. X 8 X
Yfirskatta­nefnd og ríkistolla­nefnd – endur­skoðun laga (28.4.2014) Gera til­lögur til ráð­herra um breytingar á lögum um yfirskatta­nefnd og taka sérstaklega til skoðunar aðkomu embættis ríkisskattstjóra að málum fyrir yfirskatta­nefnd og mismunandi reglur um tæmingu kæruleiða. Yfirfara löggjöf um ríkistolla­nefnd og meta hvaða fyrirkomulag er heppilegast til frambúðar varðandi kæruheimildir og úrskurðarvald í tolla­málum. X 6 X
Nefnd um heildar­endur­skoðun laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, (8.4.2014) Gaumgæfa þróun á starfsemi annarra seðlabanka og löggjöf á sviði peninga­mála og efnahagsstjórnunar með það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahags­málum. Með hliðsjón af því umróti sem orðið hefur á fjár­málamörkuðum á undanförnum árum skal nefndin einnig skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á skipulagi fjár­málamarkaðar og Fjár­málaeftirlitsins í því skyni að efla samstarf og skýra verkaskiptingu milli Fjár­málaeftirlitsins og Seðlabankans. X 3 X Nefnd­arlaun 3.350.608 3.350.608
Nefnd um milliverðlagningu (18.2.2014) Vinna reglu­gerð á grundvelli nýju löggjafarinnar um milliverðlagningu. X 5 X
Nefnd um skuggabankakerfið (5.2.2014) Kortleggja skuggabankakerfið á Íslandi, hugsanleg áhrif aukinna krafna á fjár­málafyrirtæki á aðra þætti fjár­málakerfisins og alþjóðlega þróun á þessu sviði. X 7 X
Starfshópur um hreyfanleika við­skipta­vina tryggingafélaga (14.1.2014) Kanna hvernig háttað er ákvæðum laga um vátryggingar­samn­inga annars staðar á Norðurlöndum hvað varðar heimildir vátryggingartaka til þess að segja upp samningum á samningstímanum, t.d. í þeim tilvikum þegar viðkomandi bjóðast betri kjör hjá öðrum vátryggjanda. X 4 X
Starfshópur um árangursríka samvinnu ríkis og einkaaðila (8.4.2014) Móta stefnu um árangursríka samvinnu ríkis og einkaaðila með áherslu á innkaupa­mál. Við stefnumótun skal leita leiða til að gera núverandi innkaupaaðferðir markvissari og árangursríkari. Auk þess er hópnum falið að leggja fram til­lögur að aukinni hagræðingu við innkaup hjá ríkinu. Hópnum er einnig ætlað að fjalla um önnur viðfangsefni tengd innkaupum, þ.m.t. aukið samstarf við sveitarfé­lög, útvistun verk­efna, samstarf ríkis og einkaaðila (public private partnership), og eftir atvikum leggja fram til­lögur um þau. X 5 X
Nefnd um skilameðferð fjár­málafyrirtækis (10.2.2014) Fara yfir til­lögur sérfræðingar­nefnd­ar um heildar­umgjörð um fjár­málastöðugleika á Íslandi, m.a. hvað varðaði skila- og slitameðferð fjár­málafyrirtækja, eigið fé fjár­málafyrirtækja og millibankaviðskipti. X 5
Sam­ráðshópur um einfaldra virðisaukaskatts- og vörugjaldskerfi (10.2.2014) Skila ráð­herra til­lögum að einfaldara virðisaukaskatts- og vörugjaldskerfi. X 3
Verkefnisstjórn um stofnanakerfi ríkisins (29.1.2014) Undirbúa setningu heildstæðrar löggjafar um stofnanakerfi ríkisins og afnám ákvæða sérlaga um skipulag og stjórnun stofnana. Hins vegar að leiða og samhæfa vinnu við einföldun ríkiskerfisins og eflingu stofnana með sameiningu, með hliðsjón af markmiðum fjárlagafrumvarps og til­lögum hagræðingarhópsins. X 7
Nefnd um endur­skoðun laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, (9.9.2013) Endurskoða lög um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með hliðsjón af þeim greinarmun sem birtist í dómafram­kvæmd á heimildum til töku gengistryggðra lána annars vegar og erlendra lána hins vegar. Er nefndinni falið að kanna hvort takmarkanir eigi að vera á töku umræddra lána og þá hvers eðlis þær eigi að vera og til hverra þeim sé ætlað að taka, þ.e. einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra aðila. X 6 X
Nefnd um athugun á stjórnsýslu skatta­mála (20.9.2013) Fjár­mála- og efnahags­ráð­herra hefur ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að gera athugun á stjórnsýslu skatta­mála á Íslandi. Vinna nefnd­ar­innar er fyrsti áfangi í athugun á stofnanakerfi skatta­mála þar sem kort­lögð verður starfsemi stofnana þess með tilliti til réttar­öryggis, skilvirkni og jafnræðis, auk samstarfs og tengsla stofnana skattkerfisins við fjár­mála- og efnahags­ráðu­neytið. X 4 X Ferðakostn. 819.959 819.959
Fasta­nefnd á sviði greiðslumiðlunar (12.5.2014) Fylgjast með og ræða þróun á sviði greiðslu­þjónustu, hafa yfirsýn yfir málaflokkinn og vera fjár­mála- og efnahags­ráðu­neytinu til ráðgjafar við stefnumótun. Sérstaklega skal fylgst með réttarþróun Evrópusambandsins (ESB). Fasta­nefndin fylgist með og metur hvort íslenskar aðstæður kalli á sérlausnir, bæði þegar drög að nýjum reglum eru til umfjöllunar innan ESB og þegar verið er að taka Evrópu­löggjöf inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn). X 4
Fasta­nefnd á sviði verðbréfaviðskipta og -sjóða (22.3.2013) Fylgjast með og ræða þróun á sviði verðbréfaviðskipta og -sjóða, hafa yfirsýn yfir málaflokkinn og vera atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðu­neytinu til ráðgjafar við stefnumótun. Sérstaklega skal fylgst með réttarþróun Evrópusambandsins. Fasta­nefndin fylgist með og metur hvort íslenskar aðstæður kalli á sérlausnir, bæði þegar drög að nýjum reglum eru til umfjöllunar innan ESB og þegar verið er að taka Evrópu­löggjöf inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Meðfylgjandi eru drög að verklýsingu fyrir nefndina. X 7
Nefnd um fagfjárfestasjóði (22.8.2013) Setja ítarlegri efnisreglur um fagfjárfestasjóði byggða á efnisreglum tilskipunarinnar, m.a. með hliðsjón af auknum umsvifum slíkra sjóða hér á landi. Þá ber nefndinni að taka til skoðunar afleiddar gerðir sem fylgja tilskipuninni, einkum fram­kvæmdarreglu­gerð AIFMD nr. 231/2013. Nefndinni ber einnig að skoða hvort íslenskar aðstæður kalli á sérlausnir við gerð frumvarpsins. X 5
Stýri­nefnd um afnám fjármagnshafta (20.11.2013) Nefndin mun funda reglubundið með ráð­herra­nefnd um efnahags­mál og leggja til­lögur sínar fyrir hana. X 4
Verkefnaisstjórn um afnám fjármagnshafta (20.11.2013) Efnahags- og við­skipta­ráð­herra skipaði í ágúst 2011 nefnd til að „tryggja sam­ráð og samhæfingu við mótun og útfærslu stefnu um losun gjaldeyrishafta“ og endurskipaði nefndina með bréfi dags. 11. júní 2012 þar sem starfsumboð nefnd­ar­innar er jafnframt framlengt ótímabundið. Vegna breytinga sem orðið hafa í ríkisstjórn Íslands og í Stjórnar­ráðinu síðan nefndin var skipuð hefur fjár­mála- og efnahags­ráð­herra ákveðið að skipa verk­efnisstjórn sem kemur í stað nefnd­ar­innar. X 4
Verkefnisstjórn um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána (23.12.2013) Annast um fram­kvæmd beinnar lækkunar á verðtryggðum íbúðalánum heimilanna í samræmi við samþykkt í ráð­herra­nefnd um úrlausnir í skulda­málum heimilanna frá 16. desember 2013. X 5
Vinnuhópur um innleiðingu EMIR og skortsölugerðar (23.9.2013) Innleiða reglu­gerð (ESB) nr. 648/2012 um sérsniðnar afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skráningu og reglu­gerð (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga í íslenskan rétt. X 8