Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1242  —  598. mál.
Viðbót.




Svar


mennta- og menningar­mála­ráð­herra við fyrirspurn frá Karli Garðarssyni um starfsloka­samn­inga.


     1.      Hversu háar voru starfslokagreiðslur RÚV á rekstrarárunum 2013–2015 í krónum, hversu margir starfs­menn fengu starfsloka­samn­inga og hversu háar voru hæstu og lægstu greiðslur?
    Samtals námu starfslokagreiðslur 35.757.273 kr. Alls fengu 13 starfs­menn slíka samninga, hæsta greiðsla var 22.380.144 kr. og lægsta greiðsla var 347.025 kr.

     2.      Hvernig skiptast greiðslurnar á starfs­menn, þ.e. hverjir fengu greiðslur og hversu háar?
    Ríkisútvarpið telur sér óheimilt að veita ráð­herra umbeðnar upplýsingar um aðra starfs­menn félagsins en útvarpsstjóra, enda væru þær með því aðgengilegar al­menningi sem væri að mati Ríkisútvarpsins í andstöðu við 7. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðar­nefnd­ar um upplýsinga­mál, dags. 18. janúar 2016 (sjá hjálagt). Greiðsla til útvarpsstjóra var 22.380.144 kr. 1

     3.      Hversu margir þeirra sem hættu störf­um á tímabilinu hafa verið endur­ráðnir, hversu margir þeirra sem hafa verið endur­ráðnir fengu starfsloka­samn­inga, hverjir eru það og frá hvaða tíma voru þeir endur­ráðnir?
    Einn starfsmaður var endur­ráðinn á starfslokatíma.

Fylgiskjal.


Úrskurður úrskurðar­nefnd­ar um upplýsinga­mál.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neðan­málsgrein: 1
1     Greiðsla samkvæmt ákvæðum ráðningarsamnings, þ.e. ekki er um sérstakar umframgreiðslur að ræða vegna starfsloka.