Ferill 756. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1256  —  756. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningar­mála­ráð­herra um breytta framfærslu náms­manna erlendis.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Liggur fyrir lögfræðilegt mat á lögmæti þess að breyta framfærslu náms­manna erlendis eins og kynnt hefur verið af Lánasjóði íslenskra náms­manna? Ef svo er, hver er lagalegur rökstuðningur breytingarinnar?
     2.      Hver er skilningur ráð­herra á 3. mgr. 3. gr. laga um Lánasjóð íslenskra náms­manna þar sem segir: „Stjórn sjóðsins setur nánari úthlutunarreglur um útfærslu á lögum þessum, þ.m.t. fjárhæð og úthlutun námslána, sem og ákvæði um kröfur um lágmarksnámsframvindu. Reglurnar skulu lagðar fram til kynningar og staðfestar af ráð­herra eigi síðar en 1. apríl ár hvert.“?
     3.      Hvaða áhrif hafði álit umboðs­manns Alþingis nr. 6109/2010 á ákvörðunina en þar er að finna mjög skýr tilmæli til mennta- og menningar­mála­ráð­herra og Lánasjóðs íslenskra náms­manna um að tryggja náms­mönnum fullnægjandi ráðrúm til þess að bregðast við breytingum á úthlutunarreglum?
     4.      Hafði ráðu­neytið dóm Héraðs­dóms Reykjavíkur í máli náms­mannahreyfinganna gegn LÍN og mennta- og menningar­mála­ráð­herra frá sumrinu 2013 til hliðsjónar við ákvörðun um breytingu á framfærslu náms­manna erlendis?


Skriflegt svar óskast.