Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1267  —  435. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um al­mennar íbúðir.

Frá vel­ferðar­nefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Markmið laga þessara er að bæta húsnæðis­öryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu leigu­húsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostn­aður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.
                  b.      Í stað orðanna „skulu ríki og sveitarfé­lög veita“ í síðari málslið 1. mgr. komi: er ríki og sveitarfé­lögum heimilt að veita.
                  c.      Í stað orðsins „íbúðum“ í síðari málslið 1. mgr. komi: félagsíbúðum.
                  d.      2. mgr. falli brott.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      1. tölul. orðist svo: Al­menn félagsíbúð: Íbúðar­húsnæði sem hlotið hefur stofnframlag, er í eigu aðila skv. 1. og 2. mgr. 10. gr. og er ætlað til leigu á við­ráðanlegu verði til leigjenda sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr.
                  b.      Í stað orðanna „ Al­mennt íbúðafélag“ í 2. tölul. komi: Húsnæðissjálfseignar­stofnun.
                  c.      Í stað orðsins „íbúða“ í 2. tölul. komi: félagsíbúða.
                  d.      3. og 4. tölul. falli brott.
                  e.      5. tölul. orðist svo: Íbúðar­húsnæði á vegum sveitarfélaga: Íbúðar­húsnæði sem ­sveitarfé­lög úthluta og er ætlað þeim sem sveitarfé­lögum ber sérstök lagaskylda til að veita úrlausn í húsnæðis­málum.
                  f.      Í stað orðsins „íbúðum“ í 6. tölul. komi: félagsíbúðum.
                  g.      7. tölul. orðist svo: Stofnframlag sveitarfélags: Framlag sem sveitarfélag veitir aðilum skv. 1. og 2. mgr. 10. gr., er jafnframt fá stofnframlag ríkisins, til kaupa eða byggingar á al­mennum félagsíbúðum.
                  h.      Í stað orðanna „al­mennra íbúða“ í 8. tölul. komi: al­mennrar félagsíbúðar.
                  i.      Á eftir orðinu „kaupverð“ í 8. tölul. komi: og annar kostn­aður við kaup.
     3.      Á eftir orðinu „Íbúðalánasjóður“ í síðari málslið 3. gr. komi: og sveitarfé­lög.
     4.      4. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

             Húsnæðissjálfseignar­stofnanir.

                 Húsnæðissjálfseignar­stofnun skal starfa samkvæmt lögum um sjálfseignar­stofnanir sem stunda atvinnurekstur sé ekki kveðið á um annað í lögum þessum.
                 Samþykktir eða skipulagsskrá húsnæðissjálfseignar­stofnunar skal hafa hlotið staðfestingu ráð­herra áður en hún hefur starfsemi sína. Stjórn húsnæðissjálfseignar­stofnunar skal tilkynna ráð­herra um stofnun hennar eigi síðar en sex mánuðum frá dagsetningu stofnskjals. Að lokinni staðfestingu skal ráð­herra framsenda tilkynningu til skráningar hjá sjálfseignar­stofnanaskrá. Þá skulu meiri háttar breytingar á samþykktum eða skipulagsskrá háðar staðfestingu ráð­herra, þ.m.t. breytingar á tilgangi stofnunarinnar.
                 Húsnæðissjálfseignar­stofnun skal bera orðið húsnæðissjálfseignar­stofnun í heiti sínu eða skammstöfunina hses.
     5.      Við 5. gr.
                  a.      1. og 2. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „al­menns íbúðafélags“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: húsnæðissjálfseignar­stofnunar.
                  c.      Orðið „félags“ í 1., 2., 3. og 17. tölul. 3. mgr. falli brott.
                  d.      Á eftir 3. tölul. 3. mgr. komi tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                      4.      Stofnfé.
                      5.      Hvort stofnunin skal taka við öðrum fjármunum en reiðufé þegar hún er stofnuð.
                  e.      5., 7. og 8. tölul. 3. mgr. falli brott.
                  f.      6. tölul. 3. mgr. orðist svo: Hlutverk stjórnar, fjölda stjórnar­manna, starfstíma þeirra og hvernig kjör þeirra skal fara fram, svo og hvernig háttað skal vali nýs stjórnar­manns í lausa stöðu.
                  g.      Í stað orðsins „félagsins“ í 12. tölul. 3. mgr., orðsins „félags“ í 15., 16., 18. og 19. tölul. 3. mgr. og orðsins „félagsins“ í 20. tölul. 3. mgr. komi: stofnunarinnar; og í stað orðsins „því“ í 20. tölul. 3. mgr. komi: henni.
                  h.      Á eftir 13. tölul. 3. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Hvert reikningsárið skal vera.
                  i.      Í stað orðsins „íbúða“ í 14. tölul. 3. mgr. komi: félagsíbúða.
                  j.      Í stað orðanna „al­mennt íbúðafélag“ í 4. mgr. komi: húsnæðissjálfseignar­stofnun.
                  k.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Samþykktir.
     6.      6. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

             Stjórn.

                 Fulltrúa­ráð húsnæðissjálfseignar­stofnunar kýs stjórn hennar.
                 Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnar­menn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%.
                 Stjórnar­menn geta hvorki gegnt stöðu fram­kvæmdastjóra né átt sæti í fulltrúa­ráði.
     7.      7. gr. falli brott.
     8.      8. gr., sem verði 7. gr., orðist svo:
                 Í húsnæðissjálfseignar­stofnun skal vera fulltrúa­ráð skipað a.m.k. tólf mönnum.
                 Minnst þriðjungur fulltrúa­ráðs­manna skal vera úr hópi leigjenda hjá húsnæðissjálfseignar­stofnuninni sé þess kostur.
                 Fulltrúa­ráðsmaður getur hvorki verið stjórnarmaður né fram­kvæmdastjóri húsnæðissjálfseignar­stofnunarinnar.
     9.      9. gr., sem verði 8. gr., orðist svo ásamt fyrirsögn:

             Viðhaldssjóður.

                 Húsnæðissjálfseignar­stofnun skal hafa viðhaldssjóð til að standa undir eðlilegu viðhaldi og nauðsynlegum endur­bótum á al­mennum félagsíbúðum og fasteignum sem þær tilheyra.
                 Greiðslur í viðhaldssjóð skulu duga til að hann standi undir fyrirsjáanlegum kostnaði skv. 1. mgr.
                 Í sérstökum tilvikum má að fengnu samþykki Íbúðalánasjóðs nota viðhaldssjóð til að greiða fyrir tap sem verður vegna vangoldinna leigugreiðslna, tjón á íbúðum sem ekki fæst bætt með öðrum hætti eða tap á rekstri húsnæðissjálfseignar­stofnunar.
                 Ráðherra setur í reglu­gerð nánari ákvæði um viðhaldssjóð, þar á meðal um greiðslur í sjóðinn og sérstök tilvik skv. 3. mgr.
     10.      10. gr. falli brott.
     11.      11. gr., sem verði 9. gr., orðist svo ásamt fyrirsögn:

             Slit stofnunar.

                 Ef ákveðið er að slíta húsnæðissjálfseignar­stofnun skal leita samþykkis ráð­herra og gera aðrar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru vegna slitanna.
                 Við slit stofnunarinnar skal framselja eignir, sem eftir standa þegar skuldir hafa verið greiddar, til Húsnæðis­málasjóðs, sbr. 4. tölul. 4. mgr. 21. gr.
                 Þegar stofnun hefur verið slitið skal fráfarandi stjórn tilkynna það til ráð­herra. Að lokinni staðfestingu á slitum skal ráð­herra framsenda tilkynningu um slit til sjálfseignar­stofnanaskrár og stofnunin afsk­ráð hjá sjálfseignar­stofnanaskrá.
     12.      Fyrirsögn II. kafla verði: Húsnæðissjálfseignar­stofnanir.
     13.      Við 12. gr., sem verði 10. gr.
                  a.      Í stað 1.–5. mgr. komi sex nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Íbúðalánasjóði og sveitarfé­lögum er heimilt að veita stofnfram­lög vegna byggingar eða kaupa íbúðar­húsnæðis sem ætlað er leigjendum sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 6. og 7. mgr. til:
                      1.      Húsnæðissjálfseignar­stofnana.
                      2.      Sveitarfélaga og lögaðila sem eru alfarið í eigu sveitarfélaga.
                      3.      Lögaðila sem voru starfandi við gildistöku laga þessara og uppfylltu skilyrði til að fá lán frá Íbúðalánasjóði skv. 37. gr. laga um húsnæðis­mál eins og ákvæðið var fyrir gildistöku laga þessara.
                      Heimilt er með samþykki ráð­herra að veita stofnfram­lög til annarra lögaðila en í 1. mgr. greinir ef þeir eru ekki reknir í hagnaðarskyni og það samræmist tilgangi og markmiðum laga þessara.
                      Óheimilt er að veita stofnframlag vegna íbúðar­húsnæðis ef bygging þess hefur hafist áður en sótt er um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs eða sveitarfélags eða húsnæðið hefur verið keypt meira en fjórum vikum áður en sótt er um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs eða sveitarfélags.
                      Ef andvirði al­mennrar félagsíbúðar er nýtt til byggingar eða kaupa á íbúð, sbr. 1. mgr. 15. gr., verður aðeins veitt stofnframlag, að fengnu samþykki Íbúðalánasjóðs og sveitarfélags, vegna þess hluta stofnvirðis nýju íbúðarinnar sem er umfram andvirði hinnar seldu al­mennu félagsíbúðar.
                      Lán sem tekin eru til kaupa eða byggingar á al­mennri félagsíbúð skulu ekki vera til lengri tíma en 50 ára. Ekki má lengja lánstíma umfram 50 ár með framlengingum eða endurfjármögnun lána eða öðrum hætti.
                      Árstekjur leigjenda al­mennra félagsíbúða við upphaf leigu skulu ekki nema hærri fjárhæð en 4.749.000 kr. fyrir hvern einstakling en 6.649.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast 1.187.000 kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Með tekjum er í lögum þessum átt við allar tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. sömu laga.
                  b.      Í stað orðanna „Heildareign leigjenda al­mennra íbúða“ í 6. mgr. komi: Saman­lögð heildar­eign leigjenda al­mennra félagsíbúða.
                  c.      Í stað fjárhæðarinnar „4.673.000 kr.“ í 6. mgr. komi: 5.126.000 kr.
                  d.      8. mgr. falli brott.
     14.      Við 13. gr., sem verði 11. gr.
                  a.      Orðin „vegna al­mennra íbúða“ í fyrri málslið 1. mgr. og fyrirsögn falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „íbúðar“ í 1. mgr., orðsins „íbúð“ í 1., 3. og 5. mgr. og orðsins „íbúða“ í 6. mgr. komi: félagsíbúðar; félagsíbúð; og: félagsíbúða.
                  c.      Á eftir fyrri málslið 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Sé endanlegt stofnvirði hærra en umsókn gerði ráð fyrir skal þó miða við áætlað stofnvirði samkvæmt umsókn.
                  d.      Á eftir 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Heimilt er að veita allt að fjögurra prósentu­stiga við­bótarframlag frá ríkinu vegna íbúðar­húsnæðis á vegum sveitarfélaga og vegna íbúðar­húsnæðis sem ætlað er náms­mönnum eða öryrkjum.
                      Heimilt er að veita allt að sex prósentu­stiga við­bótarframlag frá ríkinu vegna íbúða á svæðum þar sem skortur er á leigu­húsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði eru á því að fá fjármögnun á al­mennum markaði. Íbúðalánasjóður getur óskað umsagnar Byggða­stofnunar við mat á slíkum aðstæðum.
                  e.      4. mgr. orðist svo:
                      Þegar stofnframlag er í formi vaxtaniðurgreiðslu skal greiðsla hennar hefjast þegar afborgun af láni hefst og skal hætt þegar vaxtaniðurgreiðslan nemur samtals 18%, að viðbættum við­bótarfram­lögum skv. 2. og 3. mgr. ef við á, núvirt af stofnvirði al­mennrar félagsíbúðar.
                  f.      Síðari málsliður 6. mgr. orðist svo: Ekki má þó krefjast endurgreiðslu við­bótarframlaga skv. 2. og 3. mgr., sbr. þó 1. og 2. mgr. 15. gr.
                  g.      7. mgr. orðist svo:
                      Ráðherra setur með reglu­gerð frekari ákvæði um stofnfram­lög ríkisins, þar á meðal um við­bótarfram­lög skv. 2. og 3. mgr., lágmarksfjölda al­mennra félagsíbúða, gerð al­mennra félagsíbúða, stærðir þeirra, viðmið um ákvörðun leigufjárhæðar, hagkvæmni, verð og byggingarkostnað, úrræði til þess að tryggja sem lægst leiguverð og þinglýsingu leigu­samn­inga, svo og hvenær krafist verði endurgreiðslu stofnframlags skv. 8. mgr.
     15.      Við 14. gr., sem verði 12. gr.
                  a.      Í stað orðanna „efnaminni leigjendur“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: leigjendur sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr.
                  b.      Í stað orðanna „al­mennra íbúða“ í 1. málsl. 2. mgr. og orðsins „íbúðum“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: al­mennra félagsíbúða; og: félagsíbúðum.
                  c.      Í stað orðanna „fyrir veitingu stofnframlags sveitarfélags“ í 3. mgr. komi: á að stofnframlag verði veitt.
     16.      Við 15. gr., sem verði 13. gr.
                  a.      Orðin „þannig að ásættanlegt sé“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „efnaminni leigjendur“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. komi: leigjendur sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr.
                  c.      Á eftir orðunum „taka mið af“ í loka­málslið 1. mgr. komi: byggðasjónarmiðum.
                  d.      Í stað orðanna „al­mennum íbúðum sem uppfylla skilyrði 5. tölul. 2. gr.“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: íbúðar­húsnæði á vegum sveitarfélaga.
                  e.      3. mgr. falli brott.
     17.      Við 16. gr., sem verði 14. gr.
                  a.      Orðin „vegna al­mennra íbúða“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „íbúðar“ í 1. málsl. 1. mgr., orðsins „íbúð“ í 2. mgr. og orðsins „íbúða“ í fyrri málslið 4. mgr. komi: félagsíbúðar; félagsíbúð; og: félagsíbúða.
                  c.      Í stað 2. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé endanlegt stofnvirði hærra en umsókn gerði ráð fyrir skal þó miða við áætlað stofnvirði samkvæmt umsókn. Stofnframlagið getur falist í beinu framlagi, úthlutun lóðar eða lækkun eða niðurfellingu á gjöldum sem umsækjanda ber að standa skil á til sveitarfélagsins vegna íbúðanna.
                  d.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Heimilt er að veita allt að fjögurra prósentu­stiga við­bótarframlag frá sveitarfélagi vegna íbúða á svæðum þar sem skortur er á leigu­húsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði eru á því að fá fjármögnun á al­mennum markaði.
                  e.      Í stað orðanna „samþykkt umsóknar “ í 2. mgr. komi: samþykkt Íbúðalánasjóðs á umsókn um stofnframlag ríkisins.
                  f.      Orðin „til al­menns íbúðafélags“ í 1. málsl. 3. mgr. falli brott.
                  g.      Í stað orðanna „fulltrúa­ráði al­menns íbúðafélags“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: eftir atvikum fulltrúa­ráði þess lögaðila.
                  h.      2. málsl. 3. mgr. falli brott.
                  i.      Síðari málsliður 4. mgr. falli brott.
                  j.      Orðin „þannig að ásættanlegt sé“ í 2. málsl. 5. mgr. falli brott.
                  k.      Í stað orðanna „efnaminni leigjendur“ í 2. málsl. 5. mgr. komi: leigjendur sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr.
                  l.      6. mgr. falli brott.
                  m.      Á eftir orðunum „m.a. um“ í fyrri málslið 8. mgr. komi: við­bótarfram­lög skv. 2. mgr.
     18.      Við 17. gr., sem verði 15. gr.
                  a.      Í stað 1. og 2. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Óheimilt er að selja al­mennar félagsíbúðir nema með samþykki Íbúðalánasjóðs. Við söluna ber þegar að endurgreiða ríkissjóði og viðkomandi sveitarfélagi í einu lagi stofnframlag sem veitt hefur verið vegna íbúðarinnar. Íbúðalánasjóður getur þó heimilað frestun á endurgreiðslu í allt að ár og ber endurgreiðslukrafan á meðan vexti skv. 1. málsl. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Ef andvirðið er notað til byggingar eða kaupa á íbúðar­húsnæði sem nota á í sama tilgangi innan þess tíma þarf ekki að endurgreiða stofnframlag eða greiða vexti. Íbúðalánasjóður getur jafnframt heimilað eiganda al­mennra félagsíbúða að færa sérstakt stofnframlagabókhald. Eigandinn skal þá minnst árlega gera upp stofnfram­lög gagnvart Íbúðalánasjóði og viðkomandi sveitarfélagi.
                      Ef notkun al­mennrar félagsíbúðar er breytt að verulegu leyti eða íbúðin er leigð öðrum en leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. við upphaf leigutíma ber þegar að endurgreiða ríkissjóði og viðkomandi sveitarfélagi í einu lagi stofnframlag sem veitt hefur verið vegna íbúðarinnar, sbr. þó 5. mgr. 18. gr. Einnig geta Íbúðalánasjóður og sveitarfé­lög þegar krafist endurgreiðslu í einu lagi á stofnframlagi sem veitt hefur verið ef önnur skilyrði fyrir úthlutun al­mennra félagsíbúða eru ekki uppfyllt, eigandi íbúðar víkur frá viðmiðum um ákvörðun leigu skv. 17. gr. eða verður uppvís að lögbroti í starfsemi sinni.
                      Hafi verið gerð krafa um endurgreiðslu stofnframlaga af hálfu ríkis eða sveitarfélags skv. 8. mgr. 11. gr. eða 5. mgr. 14. gr. skal endurgreiðslum hagað þannig að greiðslubyrði verði sambærileg og greiðslubyrði af lánum var að jafnaði á lánstíma. Íbúðalánasjóður setur upp endurgreiðslu­áætlun í sam­ráði við eiganda íbúðar. Sjóðurinn annast innheimtu endurgreiðslunnar fyrir ríkissjóð og sveitarfélag nema sveitarfélag óski eftir að innheimta sinn hluta sjálft. Krafan ber vexti skv. 1. málsl. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá næstu mánaðamótum eftir að lán er upp greitt.
                  b.      Í stað orðsins „ríkissjóð“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: Húsnæðis­málasjóð.
                  c.      Síðari málsliður 3. mgr. orðist svo: Þá fjármuni sem sveitarfélag fær endurgreidda skal nýta til veitingar frekari stofnframlaga sé þörf á fleiri al­mennum félagsíbúðum í sveitarfélaginu.
                  d.      1. málsl. 4. mgr. orðist svo: Endurgreiðsla á stofnframlagi skal nema sama hlutfalli af verði al­mennrar félagsíbúðar við endurgreiðslu og stofnframlag nam af stofnvirði al­mennra félagsíbúða.
                  e.      Í stað orðsins „íbúðar“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: félagsíbúðar.
                  f.      Loka­málsliður 4. mgr. falli brott.
                  g.      Í stað orðsins „íbúð“ í 5. og 6. mgr. og „íbúðina“ í 6. mgr. komi: fasteign; og: fasteignina.
                  h.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra setur í reglu­gerð nánari fyrirmæli um fram­kvæmd þessarar greinar, þar á meðal um hvenær Íbúðalánasjóður veiti samþykki fyrir sölu al­mennrar félagsíbúðar, um stofnframlagabókhald og hvernig endurgreiðslu stofnframlaga skuli háttað.
     19.      Við 18. gr., sem verði 16. gr.
                  a.      Í stað orðsins „íbúðir“ í 1. mgr. og fyrirsögn, og orðsins „íbúða“ í 3. mgr. komi: félagsíbúðir; og: félagsíbúða.
                  b.      Í stað orðanna „svo hagkvæmar sem frekast er kostur“ í 1. mgr. komi: eins hagkvæmar og aðstæður leyfa.
                  c.      2. mgr. orðist svo:
                      Al­mennar félagsíbúðir skulu útbúnar og innréttaðar í samræmi við kröfur tímans og tekið skal mið af nýtingarþörfum til framtíðar litið eftir því sem við á.
     20.      19. gr., sem verði 17. gr., orðist svo:
                 Leigufjárhæð fyrir al­mennar félagsíbúðir skal ákveðin þannig að rekstur eiganda íbúðanna sé sjálfbær og hann geti staðið í skilum á greiðslum sem honum ber að inna af hendi á grundvelli laga þessara, þar á meðal greiðslum í viðhaldssjóð og Húsnæðis­málasjóð. Ákvæði þetta á ekki við um sveitarfé­lög og lögaðila með ótakmarkaðri ábyrgð ­sveitarfélags.
                 Eigendum al­mennra félagsíbúða er heimilt að krefjast afrita síðustu þriggja skattframtala leigjenda í því skyni að ákveða leigu þeirra, sbr. 3. mgr.
                 Ráðherra skal árlega setja í reglu­gerð viðmið um ákvörðun leigufjárhæðar fyrir al­mennar félagsíbúðir, þar á meðal um heimild til að reikna álag á leigu ef leigjandi er umfram tekju- eða eignaviðmið skv. 10. gr. í samfellt þrjú ár.
     21.      Við 20. gr., sem verði 18. gr.
                  a.      Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Al­mennum félagsíbúðum skal einungis úthlutað til leigjenda sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr.
                      Eigandi al­mennra félagsíbúða annast úthlutun þeirra. Honum er þó heimilt að semja við það sveitarfélag sem íbúðirnar eru í um að annast úthlutunina.
                  b.      Í stað orðsins „íbúða“ fimm sinnum í 2. mgr. og í 3. og 6. mgr. og fyrirsögn, orðsins „íbúðir“ í 3. og 4. mgr., orðsins „íbúðar“ í 4. mgr. og orðsins „íbúð“ í 5. mgr. komi: félagsíbúða; félagsíbúðir; félagsíbúðar; og: félagsíbúð.
                  c.      Á eftir orðinu „skulu“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: að jafnaði.
                  d.      Í stað orðanna „efnaminni leigjanda“ í fyrri málslið 4. mgr. komi: leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr.
                  e.      Á eftir fyrri málslið 4. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að krefjast markaðsleigu.
     22.      Í stað orðsins „íbúða“ í 21. gr., sem verði 19. gr., og í fyrirsögn komi: félagsíbúða.
     23.      Í stað orðsins „íbúðir“ í fyrirsögn IV. kafla komi: félagsíbúðir.
     24.      Við 22. gr., sem verði 20. gr.
                  a.      1. og 4. mgr. falli brott.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Ákvæði 17. gr. um ákvörðun leigufjárhæðar og 18. gr. um úthlutun al­mennra félagsíbúða eiga ekki við um al­mennar félagsíbúðir sem nýttar eru sem íbúðar­húsnæði á vegum sveitarfélaga, sbr. 3. tölul. 2. gr.
                  c.      Í stað orðsins „íbúðum“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: félagsíbúðum.
                  d.      Loka­málsliður 3. mgr. falli brott.
     25.      23. gr. falli brott.
     26.      Orðin „og annarra félaga“ í fyrirsögn V. kafla falli brott.
     27.      Við 24. gr., sem verði 21. gr.
                  a.      Í stað orðsins „íbúðakerfisins“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: félagsíbúðakerfisins.
                  b.      Í stað orðanna „stærstu heildar­samtök launafólks tilnefna“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: heildar­samtök launafólks tilnefna sam­eigin­lega.
                  c.      Við 3. málsl. 2. mgr. bætist: og skal atkvæði hans ráða úrslitum ef atkvæði falla jöfn.
                  d.      4. mgr. falli brott.
                  e.      5. mgr. orðist svo:
                      Eigendur al­mennra félagsíbúða skulu greiða sjóðnum:
                      1.      Endurgreiðslur á stofnfram­lögum ríkisins, ef við á, sbr. 4. mgr. 15. gr.
                      2.      40% af leigugreiðslum af al­mennum félagsíbúðum, eftir að dreginn hefur verið frá kostn­aður vegna reksturs þeirra, þegar lán sem upphaflega voru tekin til fjármögnunar á kaupum eða byggingu þeirra hafa verið greidd upp og stofnfram­lög endurgreidd, ef við á. Þrátt fyrir 1. málsl. skal ekki greiða í sjóðinn þegar lán skv. 1. málsl. eru endurfjármögnuð enda haldist veðhlutfall íbúðarinnar óbreytt eða lægra.
                      3.      Hagnað af sölu al­mennra félagsíbúða nema í þeim tilvikum þegar andvirði al­mennrar félagsíbúðar sem er seld er notað til kaupa á íbúðar­húsnæði sem nota á í sama tilgangi, sbr. 1. mgr. 15. gr.
                      4.      Andvirði eigna sem eftir standa þegar skuldir hafa verið greiddar við slit eigandans.
                  f.      6. mgr. falli brott.
                  g.      Í stað 7. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Fjármunir sjóðsins skulu nýttir til að standa undir stofnfram­lögum ríkisins.
                      Aðilar skv. 1. og 2. mgr. 10. gr. geta sótt um styrki til Húsnæðis­málasjóðs til:
                      1.      Endur­bóta og endurbyggingar al­mennra íbúða, annarra en þeirra sem teljast til al­menns viðhalds. Styrkur til hvers verk­efnis má í mesta lagi nema 60% af kostnaði við verk­efnið sem sótt er um styrk til.
                      2.      Rekstraraðstoðar, ef eigandi al­mennra félagsíbúða er í fjárhagsvanda og fyrirsjáanlegt er að hann getur ekki staðið í skilum án styrkjanna.
                  h.      8. mgr. orðist svo:
                      Eigendur al­mennra félagsíbúða eiga forgangsrétt til styrkja skv. 6. mgr. sem nema 60% af þeim fjármunum sem viðkomandi aðili hefur greitt til sjóðsins skv. 2. og 3. tölul. 4. mgr.
                  i.      9. og 10. mgr. falli brott.
                  j.      Á eftir orðinu „Húsnæðis­málasjóðs“ í 11. mgr. komi: þar á meðal greiðslur í sjóðinn.
     28.      Við 25. gr., sem verði 22. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Íbúðalánasjóður hefur eftirlit með húsnæðissjálfseignar­stofnunum, al­mennum félagsíbúðum í eigu sveitarfélaga og al­mennum félagsíbúðum í eigu annarra lögaðila samkvæmt ákvæðum laga þessara.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Eigendur al­mennra félagsíbúða skulu árlega senda Íbúðalánasjóði og því sveitarfélagi sem veitt hefur stofnfram­lög vegna íbúðanna, hafi þau ekki verið endurgreidd, ársreikning sinn, ásamt skýrslu stjórnar, áritun endur­skoðenda og upplýsingum um hvenær ársreikningurinn var samþykktur, auk skýrslu um rekstur íbúðanna þar sem skal m.a. fjalla um kaup og byggingu al­mennra félagsíbúða, úthlutun al­mennra félagsíbúða og ákvörðun leigufjárhæðar. Í kjölfar skilanna skal Íbúðalánasjóður eiga árlegan fund með hverjum eiganda al­mennrar félagsíbúðar þar sem fjallað skal um málefni er varða íbúðir í eigu aðilans. Birta skal fundargerð fundarins á vef Íbúðalánasjóðs.
                  c.      Í stað orðanna „al­menn íbúðafé­lög“ í fyrri málslið 3. mgr. og orðanna „al­mennum íbúðafé­lögum“ í síðari málslið 3. mgr. komi: húsnæðissjálfseignar­stofnanir; og: húsnæðissjálfseignar­stofnunum.
                  d.      Í stað orðsins „fé­lög“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: lögaðila.
                  e.      Í stað orðsins „íbúða“ í fyrri málslið 4. mgr. og fyrirsögn, orðsins „íbúðanna“ í síðari málslið 4. mgr. og orðsins „íbúðum“ í 6. mgr. komi: félagsíbúða; félagsíbúðanna; og: félagsíbúðum.
                  f.      Við 5. mgr. bætist þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Fari eigandi íbúðanna ekki að tilmælum eftirlits­manns og hann telur fullreynt að koma rekstri eigandans í viðunandi horf skal Íbúðalánasjóður krefjast skipta á búi eigandans. Ráðherra setur nánari fyrirmæli um meðferð slíkra mála í reglu­gerð. Ákvæði þetta á ekki við um sveitarfé­lög.
                  g.      Við 6. mgr. bætist þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Sá eftirlitsaðili sem til­nefndur er af hálfu viðkomandi sveitarfélags skal hafa ótakmarkaðan aðgang að verkbókhaldi vegna al­mennra félagsíbúða á fram­kvæmda- og byggingar­stigi og rétt til þess að sitja verkfundi þar sem fjallað er um framvindu byggingarinnar. Eftirlitsaðili getur einnig kallað eftir sérgreindum úttektum á fram­kvæmdartíma og skal fara um þær úttektir eins og áfangaúttektir samkvæmt mannvirkja­lögum. Eftirlitsaðili er bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem auðkenndar eru sem trúnaðar­mál á grundvelli laga eða annarra reglna eða þegar að öðru leyti er nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega al­manna- eða einkahagsmuni.
     29.      Í stað orðanna „Al­menn íbúðafé­lög skulu undanþegin“ í 28. gr., sem verði 25. gr., komi: Húsnæðissjálfseignar­stofnanir skulu undanþegnar.
     30.      Við 29. gr., sem verði 26. gr.
                  a.      Í stað orðanna „al­menns íbúðafélags“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: húsnæðissjálfseignar­stofnunar.
                  b.      Á eftir 1. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: viðhaldssjóð skv. 8. gr.
                  c.      Í stað orðsins „skilyrði“ í 2. tölul. komi: stofnframlag í formi vaxtaniðurgreiðslu og skilyrði.
                  d.      Á eftir 4. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: hvenær Íbúðalánasjóður veiti samþykki fyrir sölu al­mennrar félagsíbúðar og hvernig endurgreiðslu stofnframlaga skuli háttað skv. 15. gr.
                  e.      6. tölul. orðist svo: úthlutun al­mennra félagsíbúða skv. 18. gr.
                  f.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: eftirlit skv. 22. gr.
     31.      30. gr., sem verði 27. gr., orðist svo:
                 Lög þessi öðlast þegar gildi.
                 Ákvæði laga þessara skal endur­skoða eigi síðar en 10 árum frá gildistöku.
     32.      Við 31. gr., sem verði 28. gr.
                  a.      Í stað orðsins „íbúðir“ í a- og b-lið og 1. tölul. c-liðar komi: félagsíbúðir.
                  b.      Efnis­málsgrein 2. tölul. c-liðar orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. er sveitarfé­lögum og leigufé­lögum í eigu þeirra heimilt að framselja íbúð á markaðsvirði, sem veitt hefur verið lán til skv. 1. mgr., til aðila skv. 1. og 2. mgr. 10. gr. laga um al­mennar félagsíbúðir án þess að lánið sé greitt upp eða stjórn Íbúðalánasjóðs hafi veitt samþykki sitt fyrir framsalinu, enda uppfylli aðilinn þau skilyrði sem sett eru samkvæmt þessum kafla. Sé áhvílandi lán umfram 90% af fasteignamati íbúðar helst ábyrgð sveitarfélags óbreytt á þeim hluta skuldar sem er umfram 90% af fasteignamati.
                  c.      D-liður orðist svo: 38. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

                  Þátttaka sveitarfélaga í leigufé­lögum og húsnæðissjálfseignar­stofnunum.

                      Sveitarfélagi er heimilt að stofna eða taka þátt í stofnun leigufélaga og húsnæðissjálfseignar­stofnana og standa að rekstri slíkra lögaðila hvort sem sveitarfélagið stendur eitt að rekstrinum eða rekur lögaðilann í samvinnu við aðra.
                      Lögaðili sem sveitarfélag er aðili að skv. 1. mgr. má ekki vera rekinn í hagnaðarskyni. Lögaðilinn skal enn fremur hafa það langtímamarkmið að byggja, kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri íbúða sem leigðar eru út í samvinnu við hlutaðeigandi ­sveitarfélag og starfa samkvæmt húsaleigu­lögum.
                      Sveitarstjórn er heimilt að leggja leigufélagi eða húsnæðissjálfseignar­stofnun til íbúðir í eigu sveitarfélags, ásamt þeim skuldbindingum sem þeim fylgja.
     33.      Við bætist tvö ný ákvæði til b­ráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (II.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 10. gr. er heimilt að veita stofnfram­lög vegna byggingar íbúða sem er hafin fyrir gildistöku laga þessara, hafi viðkomandi ekki fengið lán samkvæmt 37. gr. laga um húsnæðis­mál. Hafi sveitarfélag úthlutað byggingaraðila lóð er heimilt að líta á andvirði hennar sem stofnframlag sveitarfélags, þrátt fyrir að úthlutun hafi farið fram fyrir gildistöku laga þessara.
                  b.      (III.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 28. gr. er Íbúðalánasjóði heimilt að samþykkja umsóknir um lán skv. 37. gr. laga um húsnæðis­mál, eins og ákvæðið var fyrir gildistöku laga þessara, fram til 1. janúar 2018. Sjóðnum er heimilt að greiða út lán eftir það tímamark hafi umsókn verið samþykkt fyrir 1. janúar 2018.
     34.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um al­mennar félagsíbúðir.