Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1287  —  515. mál.
Svar


fjár­mála- og efnahags­ráð­herra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur um uppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunar- og dvalarheimila.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Eru viðræður hafnar milli fjár­mála- og efnahags­ráðu­neytis og Sambands íslenskra ­sveitarfélaga um uppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunar- og dvalarheimila, sem stofnuð eru af sveitarfé­lögum eða rekin á ábyrgð þeirra, og ef svo er, hvenær er áætlað að þeim ljúki? Ef viðræður eru ekki hafnar, hvers vegna er það svo og hvenær er áætlað að þær hefjist?

    Starfshópur um ábyrgð lífeyrisskuldbindinga ríkis og sveitarfélaga var skipaður 11. febrúar sl. og veitir Magnús Pétursson, fyrrverandi ráðu­neytisstjóri fjár­mála­ráðu­neytis, honum for­mennsku. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili af sér áfangaskýrslu fyrir 1. júní nk. og til­lögum um hvernig staðið verði að fjárhagslegu uppgjöri eigi síðar en í árslok 2016.