Ferill 770. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1299  —  770. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heimilismenn á hjúkrunarheimilum.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hversu margir dvelja nú á hjúkrunarheimilum? Óskað er eftir yfirliti yfir hjúkrunarheimili landsins og fjölda einstaklinga á hverju hjúkrunarheimili.
     2.      Hver er aldursdreifing og kyn heimilismanna á hjúkrunarheimilum? Óskað er upplýsinga um þróunina undanfarin 20 ár.
     3.      Hver er þróun biðlista eftir rými á hjúkrunarheimili? Hversu lengi bíður fólk að meðaltali eftir rými og hver er staða biðlista eftir landshlutum?
     4.      Hver hefur þróunin verið undanfarin tíu ár á fjölda fólks sem er á biðlista eftir hjúkrunarrými en andast áður en það fær kost á vist?
     5.      Hver eru áform ráðherra um að fullnægja þörf fyrir hjúkrunarrými á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.