Ferill 773. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1304  —  773. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um íslenskt táknmál og stuðning við það.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


1.      Hvernig hafa stjórnvöld hlúð að íslenska táknmálinu og stutt það síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls tóku gildi?
2.      Hvað er gert til að tryggja að börn með skerta heyrn eigi þess kost að læra íslenskt táknmál og nota það í daglegu lífi?
3.      Hvað er gert til að styðja máltöku og máluppeldi barna með skerta heyrn?
4.      Hvernig er staðið að fræðslu og kennslu í íslensku táknmáli fyrir börn, foreldra og aðstandendur barna með skerta heyrn?