Ferill 457. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1345  —  457. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi).

Frá atvinnuveganefnd.


     1.      Í stað orðanna „samanlagðar tekjur af leigu eignanna skulu ekki vera meiri en 2 millj. kr. á hverju almanaksári“ í b-lið 1. gr. komi: samanlagðar tekjur af leigu eignanna skulu ekki nema hærri fjárhæð en kveðið er á um í 3. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
     2.      2. efnismgr. 10. gr. orðist svo:
                      Endurnýja þarf skráningu á ári hverju og við lok hvers almanaksárs skal aðili með skráða heimagistingu skila til sýslumanns yfirliti yfir þá daga sem húsnæði var leigt út ásamt upplýsingum um leigutekjur. Skil á upplýsingum skv. 1. málsl. er skilyrði fyrir endurnýjun skráningar á næsta almanaksári. Sýslumanni er heimilt að senda upplýsingar skv. 1. málsl. til skattyfirvalda.
     3.      Við 13. gr.
                  a.      Við 1. efnismgr. bætist: eða fyrir hærri fjárhæð en kveðið er á um í 3. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt.
                  b.      Á eftir orðinu „nýtingaryfirliti“ í 3. efnismgr. komi: og upplýsingum um leigutekjur.
     4.      Við 1. efnismálsl. a-liðar 18. gr. bætist: og upplýsingum um leigutekjur.
     5.      Í stað orðanna „eða stundar útleigu lengur en 90 daga á hverju almanaksári“ í 1. efnismgr. 20. gr. komi: stundar útleigu lengur en 90 daga á hverju almanaksári eða fyrir hærri fjárhæð en kveðið er á um í 3. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt.
     6.      24. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2017.