Ferill 796. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1377  —  796. mál.




Frumvarp til laga



um niðurfellingu laga um Félagsmálaskóla alþýðu, nr. 60/1989, með síðari breytingum.

Flm.: Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir.


1. gr.

    Lög um Félagsmálaskóla alþýðu, nr. 60/1989, falla brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Við gildistöku laga þessara skal eignum Félagsmálaskóla alþýðu skipt og þeim úthlutað í samræmi við stofnkostnaðarframlög. Skiptum og úthlutun eigna skal lokið fyrir árslok 2017.

Greinargerð.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að lög um Félagsmálaskóla alþýðu, nr. 60/1989, falli brott. Að mati flutningsmanna eru lögin tímaskekkja og ekki í þágu hagsmuna skattgreiðenda að skattfé skuli varið í rekstur skóla af þessu tagi. Fjárveitingar til skólans eru lögbundnar í 8. gr. laganna en þar kemur fram að ríkissjóður greiði 80% af rekstrarkostnaði skólans. Á fjárlögum ársins 2016 eru lagðar 15,1 millj. kr. til reksturs skólans. Frá árinu 2007 hefur ríkissjóður greitt samtals 160,5 millj. kr. til reksturs skólans, líkt og sjá má í eftirfarandi töflu. Að mati flutningsmanna má nýta það fé betur í önnur verkefni og er því lagt til að lögin verði felld brott.

Ár 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007
Millj. kr.

15,1

14,4 13,9 13,5 13,1 12,9 14,0 22,2 20,8 20,6