Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1386  —  399. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum (réttarstaða leigjanda og leigusala).

Frá velferðarnefnd.


     1.      Á eftir orðinu „áfangaheimili“ í 1. málsl. b-liðar 2. gr. komi: eða leigu íbúðarhúsnæðis til námsmanna á vegum lögaðila sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og hefur þjónustu við námsmenn að meginmarkmiði.
     2.      Efnismálsgrein 7. gr. orðist svo:
                 Þegar lög þessi áskilja að orðsendingar, hverju nafni sem þær nefnast, séu skriflegar skulu varðveitanlegar og framvísanlegar orðsendingar á rafrænu formi taldar fullnægja þessum áskilnaði séu þær sendar á síma, netfang eða annan ákvörðunarstað sem gefinn er upp í leigusamningi.
     3.      B-liður 10. gr. orðist svo: Í stað orðanna „sinnt réttmætri kröfu leigjanda um úrbætur innan tveggja mánaða frá því hún barst honum“ í 2. mgr. kemur: bætt úr annmörkum á húsnæðinu innan átta vikna frá því að tilkynning barst honum.
     4.      Við 12. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „læsingum“ í fyrri málslið 2. efnismgr. komi: vatnskrönum, rafmagnstenglum.
                  b.      Síðari málsliður 2. efnismgr. falli brott.
                  c.      Á eftir orðinu „millibili“ í 3. efnismgr. komi: og viðhalda brunavörnum.
     5.      Efnismálsgrein 13. gr. orðist svo:
                 Leigjanda er skylt að annast á sinn kostnað minni háttar viðhald, svo sem skipti á ljósaperum og rafhlöðum í reykskynjurum og hreinsun niðurfalla.
     6.      Á eftir 19. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
                  a.      Orðið „þau“ á eftir „rekstursgjöld“ fellur brott.
                  b.      Orðin „skv. 23. gr.“ falla brott.
     7.      2. efnismálsl. b-liðar 25. gr. falli brott.
     8.      Við d-lið 27. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „húsnæði“ í fyrri efnismálslið komi: sem tilgreind eru í leigusamningi.
                  b.      Í stað orðsins „skilyrði“ í lok fyrri efnismálsliðar komi: skilyrðin.
     9.      Við 28. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: Í stað 3. málsl. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera a.m.k. þrír mánuðir. Þá er leigusala sem er lögaðili sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni heimilt að segja upp tímabundnum leigusamningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti þegar leigjandi uppfyllir ekki lengur lögmæt og málefnaleg skilyrði leigusala fyrir leigu á húsnæði sem tilgreind eru í leigusamningi eða veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar svo unnt sé að staðreyna hvort hann uppfylli skilyrðin. Uppsögn tímabundins leigusamnings skal vera skrifleg og skal henni fylgja rökstuðningur fyrir uppsögninni.
                  b.      C-liður falli brott.
     10.      Við 31. gr.
                  a.      Við a-lið bætist: og lætur ekki af misnotkun þess þrátt fyrir skriflega áminningu leigusala.
                  b.      Í stað orðanna „skv. 3. gr.“ í e-lið komi: skv. 3. gr. a sem tilgreind eru í leigusamningi.
     11.      Við 35. gr.
                  a.      1. efnismgr. a-liðar orðist svo:
                      Leigjandi og leigusali eða umboðsmenn þeirra skulu gera úttekt á ástandi hins leigða húsnæðis áður en afhending fer fram og við lok leigutíma. Óháður úttektaraðili skal annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli þeirra.
                  b.      Á eftir orðinu „úttektar“ í 2. efnismgr. a-liðar komi: úttektaraðila.
                  c.      Í stað orðanna „2.–4. mgr.“ í b-lið komi: 2.–5. mgr.
     12.      Á eftir orðinu „Úttekt“ í b-lið 37. gr. komi: úttektaraðila.
     13.      Í stað orðsins „verkfræðingur“ í 2. málsl. 1. efnismgr. 42. gr. komi: skal hafa sérþekkingu á sviði byggingartækni.