Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1428  —  407. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um húsnæðisbætur.

Frá velferðarnefnd.


     1.      Við 3. gr.
                  a.      Orðið „sannanlega“ í 2. tölul. falli brott.
                  b.      5. og 7.−9. tölul. falli brott.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Ráðherra ákveður með reglugerð hvaða stofnun hann felur“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Vinnumálastofnun annast.
                  b.      3. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  c.      Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
     3.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „getur átt“ í 1. mgr. komi: á.
                  b.      A-liður 2. mgr. orðist svo: umsækjandi og aðrir þeir sem umsækjandi tilgreinir sem heimilismenn í umsókn séu búsettir í íbúðarhúsnæðinu, sbr. þó 10. gr.
                  c.      D-liður 2. mgr. orðist svo: umsækjandi sé aðili að þinglýstum leigusamningi um íbúðarhúsnæðið sem sé til a.m.k. þriggja mánaða, sbr. þó 12. gr.
                  d.      Í stað orðsins „samþykki“ í e-lið 2. mgr. komi: umboð.
                  e.      Í stað orðanna „aðrir heimilismenn“ í a-lið 3. mgr. komi: aðrir þeir sem umsækjandi tilgreinir sem heimilismenn í umsókn.
                  f.      Orðin „á grundvelli samþykktrar umsóknar um húsnæðisbætur“ í f-lið 3. mgr. falli brott.
     4.      Við 10. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Þrátt fyrir skilyrði a-liðar 2. mgr. 9. gr. um búsetu getur einstaklingur átt rétt til húsnæðisbóta vegna leigðs íbúðarhúsnæðis þótt hann eigi skráð lögheimili annars staðar á Íslandi, hafi hann tímabundið aðsetur í húsnæðinu.
                  b.      Á undan orðunum „á áfangaheimili“ í c-lið 1. mgr. komi: vegna dvalar.
     5.      Orðin „og viðkomandi eigi þar skráð lögheimili eða hafi tímabundið aðsetur, sbr. 10. gr.“ í 1. málsl. 11. gr. falli brott.
     6.      Í stað orðsins „samþykki“ í 2. mgr. 14. gr. komi: umboð.
     7.      Í stað orðsins „samþykki“ í fyrri málslið 15. gr. komi: umboði.
     8.      Við 16. gr.
                  a.      Tafla í 1. mgr. orðist svo:
Fjöldi heimilismanna Stuðull
1 1
2 1,3225806
3 1,5483871
4 eða fleiri 1,6774194

                  b.      Tafla í 2. mgr. orðist svo:
Fjöldi heimilismanna Grunnfjárhæð húsnæðisbóta
1 372.000 kr.
2 492.000 kr.
3 576.000 kr.
4 eða fleiri 624.000 kr.

     9.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað „8,04%“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 9%.
                  b.      Tafla í 1. mgr. orðist svo:
Fjöldi heimilismanna Frítekjumörk m.v. árstekjur
1 3.100.000 kr.
2 4.100.000 kr.
3 4.800.000 kr.
4 eða fleiri 5.200.000 kr.
                  c.      Á eftir orðunum „þannig að“ í síðari málslið 2. mgr. komi: þau.
                  d.      Lokamálsliður 4. mgr. falli brott.
     10.      Við 18. gr.
                  a.      Orðin „á ársgrundvelli“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Miða skal við eignir í lok þess almanaksárs þegar greiðslur húsnæðisbóta stóðu yfir. Þó skal fasteign eða búseturéttur samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög, sem orðið getur andlag réttar til vaxtabóta, ekki teljast til eigna skv. 1. mgr. hafi fasteignin eða búseturétturinn ekki verið í eigu umsækjanda eða annarra heimilismanna meðan á greiðslum húsnæðisbóta stóð á almanaksárinu.
                  c.      Við 3. mgr. bætist: sbr. þó 2. málsl. 2. mgr.
     11.      Í stað orðanna „og rafmagn“ í síðari málslið 2. mgr. 19. gr. komi: rafmagn, hússjóð, viðhald.
     12.      Við 20. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „almanaksári“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: þegar.
                  b.      Orðin „og eignir“ í 2. málsl. 1. mgr. og síðari málslið 3. mgr. falli brott.
                  c.      Á eftir orðunum „þannig að“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: hann.
     13.      Við 21. gr.
                  a.      Í stað orðsins „umsóknarmánuði“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: þeim almanaksmánuði þegar framkvæmdaraðili móttekur umsókn um húsnæðisbætur.
                  b.      Við 3. málsl. 3. mgr. bætist: með tilliti til verðlagsbreytinga.
     14.      Í stað orðsins „samþykkis“ í 1. mgr. og orðsins „samþykki“ tvívegis í 2. mgr. og í 3. og 4. mgr. 22. gr. komi: umboðs; og: umboð.
     15.      2. mgr. 23. gr. falli brott.
     16.      Orðin „sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma“ í síðari málslið 2. mgr. 24. gr. falli brott.
     17.      Á undan orðinu „heimilismanna“ í 1. mgr. 25. gr. komi: annarra.
     18.      3. mgr. 26. gr. orðist svo:
                 Hafi umsækjandi ekki fengið húsnæðisbætur sem honum bar eða fengið lægri húsnæðisbætur en honum bar skal framkvæmdaraðili greiða umsækjanda þá fjárhæð sem vangreidd var ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslu framkvæmdaraðila. Skulu vextirnir vera jafnháir vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu. Hafi húsnæðisbætur verið vangreiddar vegna skorts á upplýsingum frá umsækjanda falla vextir niður.
     19.      28. gr. orðist svo:
                 Framkvæmdaraðili skal veita sveitarfélögum upplýsingar um rétt umsækjanda til húsnæðisbóta samkvæmt lögum þessum og heimilismenn á viðkomandi heimili að fengnu umboði heimilismanna, 18 ára og eldri.
     20.      Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2016“ í 1. mgr. 31. gr. komi: 1. janúar 2017.
     21.      32. gr. orðist svo:
                 Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
              1.      Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum:
                          a.      Í stað „2,355%“ í a-lið 8. gr. a laganna kemur: 2,111%.
                          b.      Í stað „1,59%“ í a-lið 10. gr. laganna kemur: 1,7%.
                          c.      Í stað orðanna „d- og e-lið“ í b-lið 10. gr. laganna kemur: d-lið.
                          d.      Í stað „27%“ í d-lið 11. gr. laganna kemur: 30,1%.
                          e.      E-liður 11. gr. laganna fellur brott.
              2.      Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum: Við 45. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                         Sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur.
                         Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15−17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.
                         Ráðherra skal, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings skv. 2. og 3. mgr. ásamt viðmiðunarfjárhæðum.
              3.      Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum:
                          a.      9. tölul. 28. gr. laganna orðast svo: Húsnæðisbætur, sbr. lög um húsnæðisbætur, og sérstakur húsnæðisstuðningur skv. 2. og 3. mgr. 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
                          b.      Í stað orðsins „húsaleigubætur“ í 3. málsl. 4. mgr. 66. gr. laganna kemur: húsnæðisbætur.
              4.      Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum: Í stað orðsins „húsaleigubætur“ í síðari málslið 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: húsnæðisbætur.
     22.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Ráðherra skal, í samráði við þann ráðherra sem fer með málefni vaxtabóta, taka til skoðunar hvort um húsnæðisstuðning við búseturéttarhafa í húsnæðissamvinnufélögum skuli fara að hluta eða öllu leyti samkvæmt lögum þessum í stað B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Skal niðurstaða liggja fyrir innan árs frá gildistöku laga þessara.