Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1464, 145. löggjafarþing 763. mál: heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju.
Lög nr. 56 10. júní 2016.

Lög um heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju.


1. gr.

     Í þeim tilgangi að styrkja samgöngur milli lands og Vestmannaeyja er Vegagerðinni, f.h. ríkissjóðs, heimilt að láta fara fram útboð vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju. Í útboðinu skal valið standa milli þeirra kosta að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða kr. á verðlagi í árslok 2015.
     Vegagerðinni er heimilt, f.h. ríkissjóðs, að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn, enda liggi fyrir fullnægjandi fjárheimildir til verkefnisins eða tryggt að samningur sé með skýrum fyrirvara þar um.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og falla úr gildi 31. desember 2017.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.