Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1499  —  425. mál.
Nr. 51/145.


Þingsályktun

um tölvutækt snið þingskjala.


    Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis í samráði við forsætisnefnd að skipa vinnuhóp sem móti tillögur að innleiðingu þeirra breytinga að þingskjöl sem birta skal í Alþingistíðindum, sbr. 90. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, verði gefin út á tölvutæku sniði þannig að lög, kaflar í lögum, lagagreinar, málsgreinar, málsliðir, töluliðir o.s.frv., svo og tilvísanir til reglugerða, laga, úrskurða, dóma og annars þess háttar verði aðgreinanleg með tölvutækum hætti. Jafnframt verði lagasafnið uppfært með sama hætti.
    Vinnuhópurinn verði skipaður þremur fulltrúum, þar af a.m.k. einum löglærðum og einum sérfræðingi á sviði tölvutækni. Forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið og forsætisnefnd komi sér saman um skipan hópsins. Hópurinn verði skipaður fyrir 1. september 2016 og kynni forseta Alþingis tillögur sínar fyrir 1. september 2017.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.