Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1520 — 499. mál.
Svar
umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.
Í samræmi við orðalag fyrirspurnarinnar er í neðangreindu svari einungis taldir nefndarmenn sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað á tímabilinu 28. maí 2013 til 1. júní 2016. Varamenn eru ekki taldir með í svarinu. Á umræddu tímabili hafa tveir ráðherrar gegnt embætti, Sigurður Ingi Jóhannsson frá 23. maí 2013 til 31. desember 2014 og Sigrún Magnúsdóttir sem skipuð var 31. desember 2014. Í svarinu er ekki aðgreint hvor ráðherranna skipaði í nefndir, starfshópa og stjórnir.
1. Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
Umbeðnar upplýsingar koma fram í meðfylgjandi töflu. Vakin er athygli á því að ein nefnd sem skipuð var samkvæmt lögum á umræddu tímabili, 28. maí 2013 til og með 1. júní 2016, er ekki talin upp í listanum, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, en hún hefur stöðu sem sjálfstæð stjórnsýslustofnun.
2. Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
Í meðfylgjandi töflu má sjá fjölda í hverri nefnd, starfshóp og verkefnisstjórn sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í á tímabilinu.
3. Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
Ráðherra hefur skipað samtals 311 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins; 163 karla sem eru 52,4% skipaðra einstaklinga og 148 konur sem eru 47,6% skipaðra.
4. Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
Í meðfylgjandi töflu má sjá að alls hafa 25 af 56 nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum lokið störfum í lok júní, eða sem nemur tæpum 45% þeirra.
5. Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuðborgarsvæðinu?
Af þeim 311 einstaklingum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir á tímabilinu eru 210 búsettir á höfuðborgarsvæðinu, eða 67,5%.
6. Hver hefur verið kostnaður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostnaður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?
Hvað varðar upplýsingar um kostnað vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna er í bókhaldi ráðuneytisins sérstaklega haldið utan um kostnað við stærri nefndir. Kostnaður vegna tímabundinna nefnda er oftast óverulegur og er hann ekki samandreginn í bókhaldi ráðuneytisins. Upplýsingar um kostnað sem fallið hefur til vegna starfa þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna eru sýndar eins og frekast er unnt í meðfylgjandi töflu. Samanlagður kostnaður er 53,5 millj. kr. frá upphafi kjörtímabils til loka júní 2016, þar af eru 31,2 millj. kr. vegna stýrihóps um vistvæn innkaup sem starfar við framfylgd stefnu um vistvæn innkaup ríkisins.
Heiti | Skipun | Tilefni | Meginviðfangsefni | Skipun skv. lögum | Skipun að frumkvæði ráðherra | Fjöldi | Lokið störfum | Kostnaður vegna nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar | ||
(dags.) | (x=já) | (x=já) | (x=já) | Laun | Annar kostn. | Samtals | ||||
Fagráð skógræktar | 28.10.2013 | Aukið samráð í skógræktarstarfi í landinu, m.a. á sviði rannsókna, fræmála og úrvinnslu. | Fjalla um áherslur og stefnumörkun í skógræktarrannsóknum og fara yfir og samþykkja verkefnaáætlun Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá til hvers árs. Samræma skógræktarstarf, fjalla um skipulag fræöflunar og stefnumörkun hvað varðar úrvinnslu skógarafurða auk annarra mála sem ráðherra kann að fela fagráðinu. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Fagráð um málefni Brunamálaskólans | 20.05.2015 | Skipað skv. lögum nr. 75/2000, um brunavarnir. | Vera Mannvirkjastofnun til ráðgjafar um fagleg málefni Brunamálaskólans. | x | 4 | 0 | 0 | 0 | ||
Hreindýraráð | 07.04.2016 | Skipað skv. lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum ásamt síðari breytingum. | Vera Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra til ráðgjafar um vernd, veiðar og nýtingu hreindýrastofnsins. | x | 4 | 0 | 0 | 0 | ||
Hæfnisnefnd vegna ráðningar skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og rekstrar | 19.11.2013 | Ráðning í embætti skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og rekstrar. | Fara yfir og leggja mat á umsóknir um starf skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og rekstrar í umhverfis- og auðlindaráðuneyti og skila greinargerð til ráðherra. | x | 3 | x | 1.042.615 | 1.819.452 | 2.862.067 | |
Hæfnisnefnd vegna ráðningar skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfis og skipulags | 05.01.2016 | Ráðning í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfis og skipulags. | Fara yfir og leggja mat á umsóknir um embætti skrifstofustjóra skrifstofu umhverfis og skipulags í umhverfis- og auðlindaráðuneyti og skila greinargerð til ráðherra. | x | 3 | x | 227.625 | 404.059 | 631.684 | |
Hættumatsnefnd vegna eldgosa | 07.03.2016 | Vinna við gerð hættumats vegna eldgosa. | Gera tillögur fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti um hættumatsviðmið sem eiga að liggja til grundvallar vinnu við hættumat vegna eldgosa. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Hættumatsnefnd vegna vatns- og sjávarflóða | 07.03.2016 | Vinna við gerð hættumats vegna vatns- og sjávarflóða. | Gera tillögur fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti um hættumatsviðmið sem eiga að liggja til grundvallar vinnu við hættumat vegna vatns- og sjávarflóða. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Mengunarvarnaráð hafna | 08.12.2014 | Skipað skv. lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda. | Vera formlegur samstarfsvettvangur Umhverfisstofnunar og hafna um málefni sem varða viðbúnað og viðbrögð við bráðamengun innan hafnarsvæða. Stuðla að samstarfi og samhæfingu milli hafna um viðbúnað, samræmingu viðbragðsáætlana og viðbragða við bráðamengun, að gera tillögu til Umhverfisstofnunar um uppbyggingu og endurnýjun á mengunarvarnabúnaði í höfnum landsins og koma með ábendingar og tillögur um innihald viðbragðsáætlana. | x | 7 | 0 | 0 | 0 | ||
Nefnd um endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp | 12.07.2013 | Endurskoðun á reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. | Endurskoða reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp sem innleiðir tilskipun 91/271/EBE um hreinsun skólps frá þéttbýli. | x | 7 | 0 | 0 | 0 | ||
Nefnd um endurskoðun byggingarreglugerðar | 30.06.2015 | Samþykkt ríkisstjórnar frá 29. maí 2015 um ráðstafanir við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. | Endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingarmála og skipulagsmála með það að markmiði að lækka kostnað vegna byggingar íbúða. | x | 5 | x | 0 | 0 | 0 | |
Nefnd um fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2013 | 02.08.2013 | Val á verðlaunahafa fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem afhent eru á degi íslenskrar náttúru 16. september ár hvert. | Fara yfir og meta tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna sem berast til ráðuneytisins og leggja fram rökstudda tillögu til ráðherra um verðlaunahafa. | x | 3 | x | 270.000 | 844.409 | 1.114.409 | |
Nefnd um fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2014 | 26.06.2014 | Val á verðlaunahafa fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem afhent eru á degi íslenskrar náttúru 16. september ár hvert. | Fara yfir og meta tilnefningar til fjölmiðlaverðalauna sem berast til ráðuneytisins og leggja fram rökstudda tillögu til ráðherra um verðlaunahafa. | x | 3 | x | 120.000 | 523.583 | 643.583 | |
Nefnd um fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2015 | 16.06.2015 | Val á verðlaunahafa fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem afhent eru á degi íslenskrar náttúru 16. september ár hvert. | Fara yfir og meta tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna sem berast til ráðuneytisins og leggja fram rökstudda tillögu til ráðherra um verðlaunahafa. | x | 3 | x | 120.000 | 878.199 | 998.199 | |
Nefnd um gerð frumvarps um reglur um niðurdælingu og geymslu koldíoxíðs í jarðlögum á Íslandi | 16.01.2015 | Innleiðing tilskipunar 2009/31/EB um kolefnisföngun og geymslu. | Semja frumvarp um reglur varðandi niðurdælingu og geymslu á koldíoxíði í jarðlögum á Íslandi sem taki mið af tilskipun 2009/31/EB um kolefnisföngun og geymslu. | x | 3 | x | 0 | 0 | 0 | |
Nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins | 19.02.2016 | Val á verðlaunahafa umhverfisviðurkenningar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem afhent er í tengslum við dag umhverfisins ár hvert. | Vera umhverfis- og auðlindaráðherra til aðstoðar við ákvörðun á umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins til fyrirtækis eða stofnunar fyrir fyrirmyndarumhverfisstarf. | x | 4 | x | 150.000 | 357.199 | 507.199 | |
Nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins | 27.02.2014 | Val á verðlaunahafa umhverfisviðurkenningar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem afhent er í tengslum við dag umhverfisins ár hvert. | Vera umhverfis- og auðlindaráðherra til aðstoðar við ákvörðun á umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins til fyrirtækis eða stofnunar fyrir fyrirmyndarumhverfisstarf. | x | 4 | x | 150.000 | 812.032 | 962.032 | |
Nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins | 26.02.2015 | Val á verðlaunahafa umhverfisviðurkenningar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem afhent er í tengslum við dag umhverfisins ár hvert. | Vera umhverfis- og auðlindaráðherra til aðstoðar við ákvörðun á umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins til fyrirtækis eða stofnunar fyrir fyrirmyndarumhverfisstarf. | x | 4 | x | 150.000 | 427.221 | 577.221 | |
Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur | 12.05.2014 | Skipuð samkvæmt lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur. | Veita umsagnir samkvæmt lögunum auk þess að veita eftirlits- og framkvæmdaraðilum ráðgjöf um framkvæmd laganna og beita sér fyrir fræðslu um erfðabreytingar. Þá ber nefndinni að gera tillögur um allt sem horfir til betri vegar í málaflokki þessum og skila til ráðherra. | x | 9 | 0 | 0 | 0 | ||
Ráðgjafanefnd um gerð landsskipulagsstefnu | 10.01.2014 | Skipuð samkvæmt reglugerð. nr. 1001/2011 um landsskipulagsstefnu sem sett er á grundvelli skipulagslaga, nr. 123/2010. | Vera ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við undirbúning og gerð lýsingar ásamt vinnslu landsskipulagsstefnu. | x | 7 | x | 0 | 0 | 0 | |
Ráðgjafanefnd um þjóðgarðinn Snæfellsjökul | 09.12.2014 | Skipuð samkvæmt lögum um náttúruvernd og reglugerð nr. 568/2001 um þjóðgarðinn Snæfellsjökul, með síðari breytingum. | Vera þjóðgarðsverði til ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins. | x | 4 | 0 | 0 | 0 | ||
Ráðgjafanefnd Veiðimálastofnunar | 11.09.2013 | Skipuð samkvæmt lögum nr. 59/2006, um Veiðimálastofnun. | Vera forstjóra Veiðimálastofnunar til ráðuneytis samkvæmt lögum um Veiðimálastofnun, nr. 59/2006, með síðari breytingum. | x | 7 | 0 | 0 | 0 | ||
Samninganefnd um loftslagsmál | 26.02.2015 | Skuldbindingar Íslands í tengslum við loftslagssamning SÞ. | Mótun tillagna um markmið Íslands í loftslagsmálum. | x | 8 | 0 | 0 | 0 | ||
Samráðsvettvangur um mótun stefnu í úrgangsmálum | 14.10.2013 | Efla samstarf á sviði úrgangsstjórnunar og stuðla að virku samráði við hagsmunaaðila við mótun stefnu í úrgangsstjórnun. | Efla samstarf á sviði úrgangsstjórnunar og stuðla að virku samráði við hagsmunaaðila við mótun stefnu í úrgangsstjórnun. Ræða úrgangsstjórnun í víðu samhengi og velta upp hugmyndum og/eða tillögum sem nýtast við frekari stefnumótun af hálfu ráðuneytisins á þessu sviði. Ræða landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024 og hvernig tillögum sem þar koma fram verði best fylgt eftir. Fjalla um önnur tilfallandi atriði í úrgangsstjórnun. | x | 9 | 0 | 0 | 0 | ||
Samráðsvettvangur um veiðar á ref og mink | 27.02.2014 | Samkvæmt niðurstöðum starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um fyrirkomulag og framkvæmd refa- og minkaveiða frá janúar 2014. | Vinna að úrbótum í framkvæmd refa- og minkaveiða, sbr. tillögur í skýrslu starfshóps ríkis og sveitarfélaga frá 2014 sem ráðherra skipaði um málið. Samráðsvettvangnum er einnig falið að auka samræmingu og skilvirkni í málaflokknum og formgera samstarf þeirra sem að framkvæmd veiða á ref og mink koma samkvæmt lögum nr. 64/1994. Verkefni samráðsvettvangsins er að koma þeim umbótum í framkvæmd sem tilgreind eru í skýrslunni, sérstaklega í kafla 6, og birta árlega skýrslu um framgang þeirra. | x | 3 | 0 | 0 | 0 | ||
Samstarfshópur um ástand Mývatns og Laxár og lífríkis þess | 12.05.2016 | Ástand lífríkis Mývatns og Laxár. | Taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, m.a. á sviði fráveitumála. | x | 8 | x | 0 | 148.450 | 148.450 | |
Samstarfsnefnd ráðuneyta um mótun langtímanýtingarstefnu fyrir fiskstofna og eftir atvikum aðrar lifandi auðlindir hafsins | 10.06.2014 | Mótun langtímanýtingarstefnu fyrir fiskstofna og eftir atvikum aðrar lifandi auðlindir hafsins. | Mótun langtímanýtingarstefnu fyrir fiskstofna og eftir atvikum aðrar lifandi auðlindir hafsins. Vera ráðherra sjávarútvegsmála til ráðgjafar. | x | 4 | 0 | 0 | 0 | ||
Sérfræðinganefnd um framandi lífverur | 20.05.2016 | Skipuð samkvæmt lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd. | Vera stjórnvöldum til ráðgjafar um innflutning og ræktun framandi tegunda og dreifingu lifandi lífvera. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Starfshópur um aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka | 15.01.2016 | Þingsályktun frá 1. júlí 2015 og breytingar á EES-samningnum vegna plastpokanotkunar. | Móta tillögur að aðgerðum um hvernig draga megi úr notkun plastpoka með árangursríkum hætti. | x | 5 | x | 0 | 0 | 0 | |
Starfshópur um eftirfylgni skýrslu OECD um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi | 16.01.2015 | Heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi 2001–2013. | Meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi fyrir tímabilið 2001–2013 með tilliti til framkvæmdar og eftirfylgni. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Starfshópur um framkvæmd sameiningar NÍ og RAMÝ | 08.06.2015 | Einföldun á stofnanaumhverfi í samræmi við tillögu í skýrslu um frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar frá 25. mars 2015. | Hafa umsjón með sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ). Fara yfir rekstrarlega og fjárhagslega þætti sameiningar, gera tillögu að skipuriti fyrir sameinaða stofnun og nauðsynlegum lagabreytingum. Skoða jafnframt með hvaða hætti áframhaldandi rannsóknarstarfsemi RAMÝ verði tryggð á svæðinu. | x | 3 | x | 0 | 218.722 | 218.722 | |
Starfshópur um gerð frumvarps og lagabreytinga vegna stofnunar hamfarasjóðs | 14.04.2016 | Stofnun hamfarasjóðs. | Vinna frumvarp til laga vegna stofnunar hamfarasjóðs og gera nauðsynlegar breytingar á gildandi lögum, sbr. tillögur í skýrslu starfshóps um stofnun hamfarasjóðs frá 29.1.2016. | x | 5 | 0 | 0 | 0 | ||
Starfshópur um hreindýrabúskap | 11.02.2014 | Umsókn um föngun hreindýra til hreindýraeldis. | Fjalla um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi. Starfshópnum er falið að fjalla um málið frá öllum hliðum og draga fram þau atriði sem gætu skipt máli fyrir villt hreindýr hér á landi, verndun þeirra og veiðar, búfjársjúkdóma og landbúnað og landnýtingu. Hópnum er falið að fjalla um áhrif þess að taka stóran hluta dýra úr stofni hreindýra til þess að koma upp hjörð eldisdýra og þess að sambærilegum fjölda eldisdýra verði skilað aftur í villtan stofn hreindýra. | x | 10 | x | 0 | 0 | 0 | |
Starfshópur um innleiðingu tilskipunar um mat á umhverfisáhrifum | 28.04.2016 | Innleiðing tilskipunar 2014/52/ESB um breytingu á tilskipun 2011/92/ESB um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið. | Gera tillögu að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2014/52/ESB um breytingu á tilskipun 2011/92/ESB um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Starfshópur um lagaumhverfi vindorkuvera | 18.04.2016 | Aukinn áhugi á starfsemi vindorkuvera hér á landi. | Greina hvort fjallað sé nægjanlega í lögum og reglugerðum um starfsemi vindorkuvera og framkvæmdir vegna þeirra. | x | 9 | 0 | 0 | 0 | ||
Starfshópur um landnotkun og sjálfbæra landnýtingu í dreifbýli | 25.11.2013 | Vinna faglegan grundvöll fyrir framlagningu landsskipulagsstefnu varðandi landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu. | Vinna að undirbúningi skipulags landnotkunar í dreifbýli, sem verður ein áhersla landsskipulagsstefnu 2015–2026. Meginmarkmið hópsins er að vinna faglegan grundvöll fyrir framlagningu landsskipulagsstefnu varðandi landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu. | x | 5 | x | 0 | 0 | 0 | |
Starfshópur um matarsóun | 26.09.2014 | Sporna gegn matarsóun. | Móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. Hópurinn skal benda á hvetjandi leiðir til að nýta hráefni betur við vinnslu matvara sem og fullunnar matvörur eftir að þær eru komnar til neytenda, veitingastaða, framleiðenda og söluaðila. Hópurinn skal jafnframt vinna tillögur um hvernig auka megi fræðslu um matarsóun, m.a. áhrif umbúða og skammtastærða. Loks skal starfshópurinn meta hvaða stjórntæki geta gagnast við að draga úr matarsóun og hvort þörf sé á breytingum á lögum og reglum sem áhrif geta haft á sóun matvæla. | x | 11 | x | 0 | 0 | 0 | |
Starfshópur um málefni Friðlands að Fjallabaki | 29.07.2015 | Svæðið er afar vinsæll áningarstaður ferðamanna og með síauknum fjölda ferðamanna til landsins hefur verið bent á mikilvægi þess að búa svæðið betur undir komu ferðamanna bæði hvað varðar uppbyggingu innviða og stjórnun. | Fjalla um og koma með tillögur til ráðherra um málefni Friðlands að Fjallabaki og hugsanlegrar stækkunar þess, m.a: – Endurskoða friðlýsingarskilmála svæðisins, þ.m.t. friðlýsingarflokks. – Hugsanlegar breytingar á mörkum svæðisins. – Stjórnun svæðisins og rekstur til framtíðar. – Önnur atriði sem hópurinn telur mikilvæg. |
x | 6 | x | 0 | 69.078 | 69.078 | |
Starfshópur um myglusvepp | 10.6.2014 | Þingsályktun frá 12. maí 2014. | Endurskoða lög og reglugerðir á sviði byggingarmála með tilliti til myglusvepps og þess tjóns sem hann getur valdið, þ.á m. kröfur sem gerðar eru til byggingarvara og við mannvirkjagerð, eftirlit stjórnvalda og leiðbeiningar og fræðslu til fagaðila. Hlutverk hópsins er einnig að skoða lög og reglugerðir á sviði hollustuhátta um gæði húsnæðis og umhirðu, skyldur eigenda og umráðamanna húsnæðis í því sambandi og þær leiðbeiningar sem til staðar eru um umhirðu húsnæðis. Við endurskoðunina skal starfshópurinn hafa það markmið að leiðarljósi að komið verði í veg fyrir myndun myglusvepps í húsnæði. | x | 8 | x | 0 | 590.075 | 590.075 | |
Starfshópur um skipulag hafs og stranda | 06.08.2014 | Setja umgjörð um stjórnsýslu málaflokksins svo að hún sé skýr og samræmd og að framkvæmd skipulags á hafi og ströndum sé skilvirk. | Starfshópurinn á að vinna að gerð frumvarps til heildarlaga um skipulag hafs og stranda. | x | 6 | 0 | 436.340 | 436.340 | ||
Starfshópur um skoðun á sameiningu verkefna UAR á sviði skógræktar | 04.06.2015 | Einföldun á stofnanaumhverfi. | Greina hver samlegð sameiningar skógræktarstarfs ríkisins yrði og skila greinargerð um hugsanlegan ávinning og áskoranir. | x | 6 | x | 0 | 4.941.460 | 4.941.460 | |
Starfshópur um skoðun á samþættingu verkefna á sviði náttúruverndar og landgræðslu | 20.07.2015 | Einföldun á stofnanaumhverfi. | Vinna að greiningu á eftirfarandi leiðum og gera tillögu um hvor leiðin sé heppilegri til að ná fram markmiðum verkefnisins: – Sameining þess hluta starfs Umhverfisstofnunar sem snýr að ofangreindum verkefnum og Landgræðslu ríkisins með staðsetningu í Gunnarsholti. – Sameining Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins, en þá með innri aðskilnaði verkefna sem lúta að framkvæmdum, sbr. framangreint, og svo stjórnsýslu. Áhersla verði á skilgreiningu kjarnaverkefna landsbyggðarstarfstöðva. – Skila greinargerð til ráðherra um ávinning og þær áskoranir sem felast í framangreindum leiðum. |
x | 6 | x | 0 | 3.923.345 | 3.923.345 | |
Starfshópur um stofnun hamfarasjóðs | 02.11.2015 | Ákvörðun ríkisstjórnar frá 20. október 2015. | Gera tillögur um stofnun hamfarasjóðs. Starfshópnum er m.a. ætlað að skoða fýsileika þess að til verði slíkur sjóður og jafnframt verði skoðaður samruni og/eða samþætting á starfsemi og verkefnum Ofanflóðasjóðs annars vegar og Bjargráðasjóðs hins vegar við hinn nýja sjóð. Þá er starfshópnum ætlað að gera tillögur um tekjuforsendur og fjármögnun sjóðsins og hvernig þær kunni best að skiptast hlutfallslega á milli framangreindra sjóða. | x | 4 | x | 0 | 0 | 0 | |
Starfshópur um uppbyggingu til að efla atvinnusköpun í Skaftárhreppi | 26.08.2014 | Efla atvinnusköpun í Skaftárhreppi til lengri tíma. | Koma með tillögur að uppbyggingu til að efla atvinnusköpun í Skaftárhreppi til lengri tíma. Tillögurnar þurfa að falla að starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs, hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun og miðast við að fjölga heilsársstörfum. | x | 5 | x | 0 | 0 | 0 | |
Stjórn Ísor | 09.04.2015 | Skipuð samkvæmt lögum nr. 86/2003, um Íslenskar orkurannsóknir. | Stjórn stofnunarinnar og samþykkt fjárhagsáætlunar hennar og starfsáætlun fyrir eitt ár í senn. Forstjóri Íslenskra orkurannsókna er ráðinn af stjórn stofnunarinnar. | x | 5 | 0 | 0 | 0 | ||
Stjórn Kvískerjasjóðs | 25.02.2015 | Kvískerjasjóður var stofnaður árið 2003 og starfar á grundvelli laga nr. 19/1988, um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. | Sjóðurinn er stofnaður til heiðurs Kvískerjabræðrum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu. Markmiðum sjóðsins skal ná með veitingu rannsóknarstyrkja til stofnana og einstaklinga til rannsókna á náttúru og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu. | x | 3 | 0 | 923.433 | 923.433 | ||
Stjórn Úrvinnslusjóðs | 19.08.2015 | Skipuða samkvæmt lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald. | Um hlutverk stjórnar vísast í 17. og 18. gr. laga um úrvinnslugjald, nr. 162/2002. | x | 7 | 0 | 0 | 0 | ||
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs | 29.10.2015 | Skipuð samkvæmt lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | Um hlutverk stjórnar vísast í 5. og 6. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | x | 7 | 0 | 0 | 0 | ||
Stýrihópur um vistvæn innkaup | 02.12.2013 | Framfylgd stefnu um vistvæn innkaup ríkisins 2013– 2017. | Vinna að verkefnum og ráðgjöf við innleiðingu vistvænna innkaupa. | x | 8 | 0 | 31.158.115 | 31.158.115 | ||
Stýrinefnd um jarðváreftirlit á Íslandi | 11.01.2016 | Skoða hvernig megi byggja upp jarðváreftirlitskerfið á Íslandi og tilheyrandi innviði í nánu samstarfi við aðra fagaðila til þess að mæta þeim samfélagslegu þörfum sem það sinnir. | Gera tillögu um framtíðarsýn jarðváreftirlits á Íslandi. Verkefnið er grundvallað á framtíðarsýn sem sett var fram í skýrslu ráðuneytisins frá 25. mars 2015 um rannsóknir og vöktun á náttúrufari landsins. | x | 7 | 0 | 0 | 0 | ||
Svæðisráð rekstrarsvæðis 1 í Vatnajökulsþjóðgarði | 19.08.2015 | Skipað samkvæmt lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | Um hlutverk svæðisráða vísast til 8. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Svæðisráð rekstrarsvæðis 2 í Vatnajökulsþjóðgarði | 19.08.2015 | Skipað samkvæmt lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | Um hlutverk svæðisráða vísast til 8. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Svæðisráð rekstrarsvæðis 3 í Vatnajökulsþjóðgarði | 19.08.2015 | Skipað samkvæmt lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | Um hlutverk svæðisráða vísast til 8. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Svæðisráð rekstrarsvæðis 4 í Vatnajökulsþjóðgarði | 19.08.2015 | Skipað samkvæmt lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | Um hlutverk svæðisráða vísast til 8. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. | x | 6 | 0 | 0 | 0 | ||
Valnefnd um ráðningu í embætti landgræðslustjóra | 17.03.2016 | Ráðning í embætti landgræðslustjóra. | Fara yfir og leggja mat á hæfni og hæfi umsækjenda um embætti landgræðslustjóra og skila greinargerð til ráðherra. | x | 3 | x | 0 | 802.891 | 802.891 | |
Valnefnd vegna ráðingar í embætti skógræktarstjóra | 12.10.2015 | Ráðning í embætti skógræktarstjóra. | Fara yfir og leggja mat á hæfni og hæfi umsækjenda um embætti skógræktarstjóra og skila greinargerð til ráðherra. | x | 3 | x | 594.585 | 1.356.430 | 1.951.015 | |
Verkefnisstjórn um undirbúning tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO | 22.03.2016 | Undirbúningur að tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. | Hefja undirbúningsvinnu fyrir tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og hluta gosbeltisins á heimsminjaskrá UNESCO. | x | 3 | 0 | 0 | 0 | ||
Samtals: | 15 | 41 | 311 | 25 | 2.824.825 | 50.634.493 | 53.459.318 |