Ferill 747. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1530  —  747. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Friðrikssyni um lögfræðikostnað hælisleitenda og málshraða við meðferð hælisumsókna.


     1.      Hver er kostnaður ríkissjóðs vegna lögfræðikostnaðar hælisleitenda árin 2013–2015 og það sem af er árinu 2016?
    
Lögfræðikostnaður v. hælisleitenda 2013 2014 2015 2016 út apríl
Samtals: 30.992.542 kr. 44.977.818 kr. 65.539.154 kr. 32.685.97 kr.

     2.      Hvernig hefur málshraði við meðferð hælisumsókna breyst á sama tíma?
    Málsmeðferðartími hælisumsókna hjá Útlendingastofnun árið 2013 var að meðaltali 134 dagar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðalmálsmeðferðartíma hælisumsókna hjá Útlendingastofnun árið 2014. Árið 2015 var meðalafgreiðslutími 166 dagar en ef eldri mál frá fyrri árum (halamál) eru frátalin þá var meðalafgreiðslutími 89 dagar. Það sem af er ári 2016 var málsmeðferðartími á fyrsta ársfjórðungi að meðaltali 103 dagar, þar af var meðalafgreiðslutími mála í forgangsafgreiðslu 13 dagar.
    Árið 2013 var meðalmálsmeðferðartími kærumála í ráðuneytinu vegna synjunar á hælisumsókn um 184 dagar og árið 2014 var hann um 252 dagar. Árið 2015 var meðalmálsmeðferðartími hælismála hjá kærunefnd útlendingamála 215 dagar og Dyflinnarmála 134 dagar. Það sem af er ári 2016 hefur meðalmálsmeðferðartími verið 134 dagar í hælismálum og 70 dagar í Dyflinnarmálum.