Ferill 822. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1542  —  822. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn


til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um uppbyggingu Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra ferðamála til áframhaldandi uppbyggingar Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir frekari fjárveitingum þannig að unnt verði að ljúka upp­byggingu Heimskautsgerðisins?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til uppbyggingar „nýrra“ áningarstaða fyrir ferðamenn og frekari dreifingu slíkra áfangastaða um landið en nú er?


Skriflegt svar óskast.