Ferill 836. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1572  —  836. mál.
Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um eignarhald á jörðum.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hversu margir eigendur eru að þeirri jörð sem hefur flesta eigendur?
     2.      Að hve mörgum jörðum eru tíu eigendur eða fleiri og hve margar þeirra eru ekki nýttar, þ.m.t. fyrir sumarhúsabyggð eða hvers konar rekstur?
     3.      Hve margar jarðir eru í eigu erlendra aðila?


Skriflegt svar óskast.