Ferill 839. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1575  —  839. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innfluttar landbúnaðarafurðir.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Eru sömu kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarafurða og innlendra, allt frá umönnun og aðbúnaði dýra til framleiðsluferlis afurðanna?
     2.      Er uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sannreyndur áður en þær eru seldar hérlendis, þ.e. að afurðirnar séu raunverulega upprunnar í því landi sem þær eru sagðar koma frá?


Skriflegt svar óskast.