Ferill 680. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1592  —  680. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (JónG, HarB, GJÞ, PJP, SilG, ÞórE).


     1.      3. gr. orðist svo:
                 Við 5. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig tilnefnir ráðherra fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina og skal hann hafa tillögurétt.
     2.      4.–7. gr. falli brott.
     3.      8. gr. orðist svo:
                 Á eftir 2. mgr. 13. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Afurðastöð skal selja öðrum vinnsluaðilum mjólk og mjólkurafurðir á verði sem er í samræmi við 1. mgr. Söluskylda afurðastöðvar nemur allt að 20% af þeirri mjólk sem afurðastöðin tekur á móti frá frumframleiðendum.
     4.      9.–10. gr. falli brott.
     5.      C-liður 1. mgr. 25. gr. falli brott.
     6.      Við 40. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við 1. mgr. 65. gr. B laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal ráðherra úthluta tollkvóta sem fellur undir vörulið 0406 samkvæmt tollskrá í viðauka I við tollalög eftir hlutkesti en hver aðili hljóti þó að hámarki 15% af heildarmagni ef viðkomandi vara er skráð í samræmi við reglur um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
     7.      41., 43. og 45. gr. falli brott.
     8.      Við 46. gr.
                  a.      2. og 3. tölul. 1. efnismgr. falli brott.
                  b.      2. tölul. 2. efnismgr. falli brott.
     9.      A-liður 50. gr. falli brott.
     10.      Á undan 61. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Magntollur á vörum sem falla undir tollskrárnúmer; 0402.1010, 0402.1090, 0402.2100, 0402.2900, 0402.9100, 0402.9900, 0406.2000, 0406.3000, 0406.4000 og 0406.9000 skal uppfærður fyrsta virka dag marsmánaðar ár hvert og taka breytingum miðað við magntoll reiknaðan út frá sölugengi SDR 24. ágúst 2016 sem var 164,66.
     11.      62. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 4. kafla tollskrár í viðauka I við lögin:
A
%
A1
kr./kg
E
%
0402.1010 30 574
0402.1090 30 574
0402.2100 30 717
0402.2900 30 715
0402.9100 30 715
0402.9900 30 715
0406.2000 30 715
0406.3000 30 715
0406.4000 30 832
0406.9000 30 832
     12.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Eigi síðar en 18. október 2016 skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvörusamning eða viðbætur við fyrri samninga.