Ferill 680. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1598  —  680. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum (búvörusamningar, búnaðarlagasamningar) og breytingartillögu á þingskjali 1592.

Frá 2. minni hluta atvinnuveganefndar (LRM).


1.      Við 12. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Heimilt er að fella niður greiðslur til þeirra sem brotið hafa gróflega eða ítrekað gegn ákvæðum laga um velferð dýra, nr. 55/2013, með síðari breytingum.
2.      Við 12. tölul. brtt. á þskj. 1592 bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Jafnhliða skipun samráðshópsins skal ráðherra skipa starfshóp til að meta umhverfisáhrif búvörusamninga samkvæmt aðferðafræði umhverfismats áætlana, sbr. lög nr. 105/2006. Starfshópurinn skili ráðherra umhverfisskýrslu eigi síðar en árið 2019 og verði hún meðal forsendna fyrir endurskoðun búvörusamninga.