Ferill 673. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1607  —  673. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007, með síðari breytingum (stjórnfyrirkomulag, verndaráætlun, leyfisveitingar o.fl.).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      4. gr. orðist svo:
                 5. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skal setja sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd starfa stjórnarinnar.
     2.      Við c-lið 5. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
             9.     Að setja framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvörðum starfslýsingar.
     3.      C-liður 7. gr. falli brott.
     4.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „að fengnum“ í b-lið komi: samkvæmt.
                  b.      Efnismálsgrein c-liðar orðist svo:
                      Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs í umboði stjórnar og samkvæmt starfslýsingu sem stjórn þjóðgarðsins setur honum. Framkvæmdastjóri framfylgir ákvörðunum stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, annast daglegan rekstur þjóðgarðsins, fjárreiður og reikningsskil og ber ábyrgð á að þjóðgarðurinn starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Framkvæmdastjóri fer með yfirstjórn starfsmannamála.
     5.      Orðin „af framkvæmdastjóra“ í 9. gr. falli brott.
     6.      10. gr. orðist svo:
                 10. gr. laganna orðast svo:
                 Þjóðgarðsvörður annast daglegan rekstur, starfsmannahald og stjórn viðkomandi rekstrarsvæðis í samráði við framkvæmdastjóra og samkvæmt starfslýsingu sem stjórn þjóðgarðsins setur honum. Þjóðgarðsvörður ber ábyrgð á fjárreiðum og reikningshaldi gagnvart framkvæmdastjóra.