Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1614, 145. löggjafarþing 397. mál: landlæknir og lýðheilsa (lýðheilsusjóður).
Lög nr. 92 13. september 2016.

Lög um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, með síðari breytingum (lýðheilsusjóður).


1. gr.

     1. og 2. mgr. 4. gr. b laganna orðast svo:
     Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., bæði innan og utan embættis landlæknis. Ráðherra ráðstafar fé úr lýðheilsusjóði að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins og í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur skv. 4. mgr.
     Ráðherra skipar stjórn lýðheilsusjóðs. Stjórn sjóðsins skipa þrír fulltrúar, einn tilnefndur af embætti landlæknis, einn tilnefndur af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og formaður sem skipaður er af ráðherra. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. september 2016.