Ferill 863. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1635  —  863. mál.
Liður felldur brott.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (síld og makríll).

Frá atvinnuveganefnd.


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
a.      Í stað orðanna „20 lestum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 35 lestum.
b.      1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Um gjald fyrir aflaheimildir vegna veiða á síld og makríl skv. 1. mgr. skal fara samkvæmt lögum um veiðigjald, nr. 74/2012.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að ráð­herra hafi til ráðstöfunar til sérstakrar úthlutunar 2.000 lestir af íslenskri sumargotssíld, 2.000 lestir af norsk-íslenskri síld og 2.000 lestir af makríl til smábáta. Skv. 2. mgr. er heimilt að ráðstafa þessum aflaheimildum til fiskiskipa sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni og á útgerð þess kost að fá úthlutað fyrir hvert skip allt að 20 lestum af síld eða makríl. Skv. 3. mgr. er verð á þessum aflaheimildum 8 kr. fyrir hvert kg af síld eða makríl.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að aukið verði það magn sem útgerð getur fengið úthlutað af síld eða makríl þannig að það verði 35 lestir í stað 20 lesta og er einnig lagt til að gildistími ákvæðisins verði framlengdur. Þá er lagt til að um gjald fyrir aflaheimildir til veiða á síld og makríl fari samkvæmt lögum veiðigjöld, nr. 74/2012.