Ferill 863. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.
Þingskjal 1635 — 863. mál.
Liður felldur brott.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (síld og makríll).
Frá atvinnuveganefnd.
1. gr.
a. Í stað orðanna „20 lestum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 35 lestum.
b. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Um gjald fyrir aflaheimildir vegna veiða á síld og makríl skv. 1. mgr. skal fara samkvæmt lögum um veiðigjald, nr. 74/2012.
2. gr.
Greinargerð.
Með frumvarpi þessu er lagt til að aukið verði það magn sem útgerð getur fengið úthlutað af síld eða makríl þannig að það verði 35 lestir í stað 20 lesta og er einnig lagt til að gildistími ákvæðisins verði framlengdur. Þá er lagt til að um gjald fyrir aflaheimildir til veiða á síld og makríl fari samkvæmt lögum veiðigjöld, nr. 74/2012.