Ferill 866. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1638 — 866. mál.
Fyrirspurn
til mennta- og menningarmálaráðherra um málefni trans- og intersex-barna.
Frá Svandísi Svavarsdóttur.
1. Hver er stefna ráðherra í málefnum transbarna?
2. Hafa verið gerðar einhverjar ráðstafanir, og þá hverjar, til að tryggja stöðu transbarna, m.a. með því að fræða kennara og annað starfsfólk skólakerfisins um málefni þeirra og með því að taka þau með í jafnréttisfræðslu nemenda? Óskað er eftir að í svarinu verði fjallað um fræðslu sem starfsfólki og nemendum er veitt.
3. Hefur ráðherra aflað upplýsinga um stöðu transbarna í skólum, sbr. 2. mgr. 38. gr. grunnskólalaga og 2. mgr. 20. gr. leikskólalaga þar sem segir að ráðuneytið geri áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miði að því að veita upplýsingar um framkvæmd laganna og aðalnámskrár og aðra þætti skólastarfs? Ef ekki, eru uppi áform um að afla slíkra upplýsinga?
4. Hvernig taka leik- og grunnskólar á móti transbörnum?
5. Er sérstaklega gert ráð fyrir hinsegin börnum í aðgerðaáætlunum gegn einelti í skólum og er einhver stefna fyrir hendi varðandi andlega heilsu og félagslega stöðu hinsegin barna?
Einnig er óskað eftir upplýsingum um öll ofangreind atriði að því er varðar intersex-börn.
Skriflegt svar óskast.