Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1646  —  197. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007,
með síðari breytingum
(barnalífeyrir).

(Eftir 2. umræðu, 8. september.)


1. gr.


    Í stað orðanna „barn verði ekki feðrað“ í 4. mgr. 20. gr. laganna kemur: ekki sé unnt að tilgreina annað foreldri barns. Hið sama gildir þegar skilríki liggja fyrir um að staðgöngu­móðir sé móðir barns.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.