Ferill 680. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1649  —  680. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur).

Frá 1. minni hluta atvinnuveganefndar (KLM).

     1.      4. gr. orðist svo:
             Í stað 3. mgr. 13. gr. laganna koma fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Afurðastöð skal selja öðrum vinnsluaðilum mjólk og aðrar mjólkurafurðir til fram­leiðslu á mjólkurvörum á verði sem er í samræmi við 1. mgr. og gildir með sama hætti gagnvart framleiðsluhluta afurðastöðvar og öðrum vinnsluaðilum. Sama jafnræði skal gilda um önnur viðskiptakjör og skilmála.
                 Söluskylda afurðastöðvar nemur allt að 20% af mjólk og mjólkurafurðum sem hún tekur við.
                 Aðrir vinnsluaðilar skv. 3. mgr. teljast vera þeir aðilar sem eru ekki í eigna- eða stjórn­unartengslum við afurðastöð.
                 Sú deild afurðastöðvar sem annast sölu á mjólk og mjólkurafurðum skal vera fjárhags­lega og stjórnunarlega aðskilin frá annarri starfsemi hennar.
                 Eftirlit með framkvæmd þessarar greinar skal vera hluti þess eftirlits sem Samkeppnis­eftirlitið hefur með markaðsráðandi afurðastöðvum á grundvelli samkeppnislaga. Brot gegn þessari grein varða sömu viðurlögum og brot gegn 11. gr. samkeppnislaga.
     2.      Við 55. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2020.
     3.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Eigi síðar en í lok janúar 2019 skal ráðherra sem fer með landbúnaðarmál leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um samningsmarkmið ríkisins við endurskoðun bú­vörusamninga og búnaðarlagasamnings.