Ferill 863. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1661  —  863. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (síld og makríll).

(Eftir 2. umræðu, 12. september.)


1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „20 lestum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 35 lestum.
     b.      1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Verð á aflaheimildum í síld og makríl skv. 1. mgr. skal á hverjum tíma nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir síld og makríl samkvæmt lögum um veiðigjald, nr. 74/2012.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.