Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1686  —  631. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Síðari málsliður 3. efnismgr. 3. gr. verði 3. málsl. 2. efnismgr. 3. gr.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Við 1. efnismgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lífeyrissjóður skal setja sér sið­ferðisleg viðmið í fjárfestingum.
                  b.      Í stað orðanna „Lífeyrissjóðir skulu“ í 3. efnismgr. komi: Lífeyrissjóður skal.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og fjármálagerningum“ í 1. efnismgr. komi: fjármálagerningum og fasteignum.
                  b.      C-liður 2. tölul. 2. efnismgr. falli brott.
                  c.      Við 5. tölul. 2. efnismgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Fasteignir í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eða aðildarríki Evrópska efnahags­svæðisins eða Færeyjum.
                  d.      Á eftir orðinu „Afleiður“ í a-lið 6. tölul. 2. efnismgr. komi: sem draga úr áhættu sjóðsins.
     4.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1. mgr.“ í 5. mgr. a-liðar (36. gr. b) komi: 2. mgr.
                  b.      Í stað orðanna „slíka samninga“ í 5. mgr. a-liðar komi: gera upp eða loka slíkum samningum.
                  c.      2. mgr. b-liðar (36. gr. c) falli brott.
                  d.      Í stað „15%“ í 7. og 8. mgr. b-liðar komi: 20%.
                  e.      Í stað orðsins „fyrirtæki“ í 7. og 8. mgr. b-liðar komi: félagi.
                  f.      Í stað orðanna „5. mgr.“ í 8. mgr. b-liðar komi: 6. mgr.
                  g.      D-liður (36. gr. e) falli brott.
     5.      8. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
                  a.      Orðin „fasteignum eða“ í 1. mgr. falla brott.
                  b.      5. mgr. fellur brott.
     6.      Orðin „og tryggingar vegna verðbréfalána“ í 9. gr. falli brott.
     7.      12. gr. verði 13. gr. og orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2017.
     8.      Efnismálsgrein 13. gr., sem verði 12. gr., orðist svo:
                 Eigi lífeyrissjóður eða vörsluaðili séreignarsparnaðar eignir umfram þau takmörk sem sett eru í 36. gr. b, 36. gr. c og 36. gr. d er honum heimilt að eiga þær áfram en hann skal leitast við að uppfylla ákvæði laganna eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 31. desem­ber 2020. Fjármálaeftirlitið getur þó heimilað lengri frest enda sé það augljóslega í þágu sjóðfélaga.