Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1686 — 631. mál.
2. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir).
Frá efnahags- og viðskiptanefnd.
1. Síðari málsliður 3. efnismgr. 3. gr. verði 3. málsl. 2. efnismgr. 3. gr.
2. Við 4. gr.
a. Við 1. efnismgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lífeyrissjóður skal setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum.
b. Í stað orðanna „Lífeyrissjóðir skulu“ í 3. efnismgr. komi: Lífeyrissjóður skal.
3. Við 5. gr.
a. Í stað orðanna „og fjármálagerningum“ í 1. efnismgr. komi: fjármálagerningum og fasteignum.
b. C-liður 2. tölul. 2. efnismgr. falli brott.
c. Við 5. tölul. 2. efnismgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Fasteignir í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eða aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða Færeyjum.
d. Á eftir orðinu „Afleiður“ í a-lið 6. tölul. 2. efnismgr. komi: sem draga úr áhættu sjóðsins.
4. Við 6. gr.
a. Í stað orðanna „1. mgr.“ í 5. mgr. a-liðar (36. gr. b) komi: 2. mgr.
b. Í stað orðanna „slíka samninga“ í 5. mgr. a-liðar komi: gera upp eða loka slíkum samningum.
c. 2. mgr. b-liðar (36. gr. c) falli brott.
d. Í stað „15%“ í 7. og 8. mgr. b-liðar komi: 20%.
e. Í stað orðsins „fyrirtæki“ í 7. og 8. mgr. b-liðar komi: félagi.
f. Í stað orðanna „5. mgr.“ í 8. mgr. b-liðar komi: 6. mgr.
g. D-liður (36. gr. e) falli brott.
5. 8. gr. orðist svo:
Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
a. Orðin „fasteignum eða“ í 1. mgr. falla brott.
b. 5. mgr. fellur brott.
6. Orðin „og tryggingar vegna verðbréfalána“ í 9. gr. falli brott.
7. 12. gr. verði 13. gr. og orðist svo:
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2017.
8. Efnismálsgrein 13. gr., sem verði 12. gr., orðist svo:
Eigi lífeyrissjóður eða vörsluaðili séreignarsparnaðar eignir umfram þau takmörk sem sett eru í 36. gr. b, 36. gr. c og 36. gr. d er honum heimilt að eiga þær áfram en hann skal leitast við að uppfylla ákvæði laganna eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 31. desember 2020. Fjármálaeftirlitið getur þó heimilað lengri frest enda sé það augljóslega í þágu sjóðfélaga.