Ferill 818. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1715  —  818. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (FSigurj, LínS, WÞÞ, SÁA, BN).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: og að hann afli sér íbúðarhúsnæðis annaðhvort einn eða í félagi við annan einstakling.
                  b.      Í stað „50%“ í 2. mgr. komi: 30%.
                  c.      5. mgr. falli brott.
     2.      Á eftir orðinu „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 5. mgr. 5. gr komi: á öruggan hátt.
     3.      Við 6. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar ráðstafi séreignar­sparnaði samkvæmt lögum þessum.
     4.      Í stað orðanna „og eftir atvikum“ í 1. málsl. 3. mgr. 8. gr. komi: og/eða eftir atvikum.
     5.      Við 9. gr.
                  a.      Við a-lið bætist nýr liður, svohljóðandi: Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða LV í lögunum:
                      a.     Í stað „30. júní 2017“ í 1. mgr. kemur: 30. júní 2019.
                     b.     Í stað „1,5 millj. kr.“ og „2.250.000 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 2,5 millj. kr.; og: 3.750.000 kr.
                  b.      Við b-lið bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað „30. júní 2017“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVII í lögunum kemur: 30. júní 2019.