Ferill 885. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1726 — 885. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (forkaupsréttur sveitarstjórnar).
Flm.: Páll Jóhann Pálsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir.
1. gr.
a. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Eigi að selja fiskiskip, með eða án aflahlutdeildar, eða framselja aflahlutdeildir af viðkomandi fiskiskipi, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, til útgerðar sem hefur heimilisfesti í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu ásamt aflahlutdeildum eða eftir atvikum aflahlutdeildum einum og sér.
b. Á eftir orðunum ,,að kaupa skipið“ í 4. mgr. kemur: og/eða aflahlutdeildir.
c. Á eftir orðunum ,,Sé skipi“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: og/eða aflahlutdeildum.
d. Á eftir orðunum ,,sé skip selt“ 2. málsl. 5. mgr. kemur: og/eða aflahlutdeildir framseldar.
2. gr.
Greinargerð.