Ferill 826. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1744  —  826. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum (losun fjármagnshafta).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Orðin „skv. 4. málsl. 2. mgr. 13. gr. c“ í 6. tölul. a-liðar 1. gr. falli brott.
     2.      Í stað 4. og 5. málsl. a-liðar 2. gr. komi fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Óheimilt er að kaupa erlendan gjaldeyri í reiðufé eða taka út erlendan gjaldeyri í reiðufé af gjald­eyrisreikningum hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi. Þó eru kaup eða úttekt skv. 4. málsl. heimil enda eigi aðili ónýtta heimild skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b sem nemur sömu eða hærri fjárhæð og skilyrði a–d-liðar sama töluliðar eru uppfyllt. Einnig er heim­ilt að kaupa eða taka út erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi til fyrirfram­greiðslu og uppgreiðslu lána í erlendum gjaldeyri sem veitt hafa verið af innlendu fjár­málafyrirtæki enda eigi aðili ónýtta heimild skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b sem nemur sömu eða hærri fjárhæð og skilyrði a–d-liðar sama töluliðar eru uppfyllt. Kaup eða úttekt skv. 5. og 6. málsl. dregst frá heimild skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b.
     3.      C-liður 12. gr. orðist svo: Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Innlendum lögaðilum er skylt að tilkynna Seðlabanka Íslands um eftirfarandi gjald­eyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa sem eiga sér stað án milligöngu inn­lendra fjármálafyrirtækja, innan þriggja vikna frá stofnun skuldbindingar:
        1.    Lántökur og lánveitingar milli þeirra og erlendra aðila sem nema a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.
        2.    Skilmálabreytingar á lánum milli þeirra og erlendra aðila, nemi höfuðstóll lánsins a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.
        3.    Ábyrgðarskuldbindingar á milli þeirra og erlendra aðila, nemi höfuðstóll ábyrgðar­innar a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.
        4.    Afleiðuviðskipti milli þeirra og erlendra aðila.
        5.    Útgáfu skuldabréfa og annarra skuldagerninga, nemi höfuðstóll skuldagerninganna a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.
                  Seðlabankanum er heimilt að setja reglur um framkvæmd tilkynningarskyldu skv. 2. mgr. og undanþágur frá henni.
     4.      Á eftir 12. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir 7. tölul. 1. mgr. 15. gr. a laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 2. mgr. 14. gr. um tilkynningarskyldu um tiltekin gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar.
     5.      Í stað orðanna „skv. 4. málsl. 2. mgr. 13. gr. c“ í 3. málsl. 3. mgr. a-liðar 14. gr. (IV.) komi: eða kaup á erlendum gjaldeyri í reiðufé skv. 5. málsl. 2. mgr. 13. gr. c.