Ferill 787. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1775  —  787. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Föst starfsstöð.

                  Föst starfsstöð, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., merkir fasta atvinnustöð þar sem starfsemi fyrirtækis fer að nokkru eða öllu leyti fram.
                  Byggingarsvæði eða byggingar- eða uppsetningarframkvæmd telst því aðeins föst starfsstöð að hún standi lengur en sex mánuði.
                  Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. telst fyrirtæki ekki hafa fasta starfsstöð hérlendis vegna starf­semi sem er aðeins ætlað að undirbúa, styðja við eða reka aðra starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. að nýta aðstöðu til geymslu gagna, sýningar eða birgðahalds á vörum eða öflunar upplýsinga fyrir fyrirtækið. Umráð erlends fyrirtækis á netþjónum og tengdum tölvu­búnaði til að annast fyrrgreinda starfsemi mynda ekki ein og sér fasta starfsstöð þess hérlendis.
                  Ef fyrirtæki eða aðili sem það hefur náin tengsl við reka fleiri en eina atvinnustöð hérlendis þar sem fram fer samþætt starfsemi skal meta hana sem eina heild við mat á því hvort um undirbúnings- eða stoðstarfsemi sé að ræða. Aðili telst hafa náin tengsl við fyrirtæki í skilningi þessarar málsgreinar ef annar hefur yfirráð yfir hinum eða báðir lúta yfirráðum sömu aðila.
                  Fyrirtæki telst ekki hafa fasta starfsstöð hér á landi þótt það reki hér viðskipti fyrir milligöngu miðlara, umboðsmanns eða annars óháðs umboðsaðila, ef þessir milligöngu­aðilar koma fram innan marka venjulegs atvinnureksturs þeirra. Ef milligönguaðili sem ekki er óháður hefur á hendi starfsemi fyrir fyrirtæki og hefur heimild til að gera samninga fyrir þess hönd hér á landi eða gegnir að jafnaði lykilhlutverki sem leiðir til samningagerðar án efnislegrar breytingar af hálfu viðkomandi fyrirtækis, telst fyrirtækið hafa hér fasta starfsstöð. Þetta á þó ekki við ef starfsemi þessa aðila er takmörkuð við þá starfsemi sem um ræðir í 3. mgr. og sem mundi ekki gera þessa föstu atvinnustöð að fastri starfsstöð samkvæmt ákvæðum þeirrar málsgreinar þótt innt væri af hendi frá fastri atvinnustöð.
                  Þótt félag sem er heimilisfast utan Íslands stjórni eða sé stjórnað af félagi sem er heimilisfast á Íslandi eða hefur með höndum starfsemi hér á landi, annaðhvort frá fastri atvinnustöð eða á annan hátt, leiðir það í sjálfu sér ekki til þess að annaðhvort þessara félaga sé föst atvinnustöð hins.
                  Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     2.      1.–4. gr. falli brott.
     3.      Í stað orðanna „á milli ótengdra aðila“ í 5. gr. komi: milli tengdra lögaðila.

     4.      6. gr. falli brott.
     5.      Á eftir 6. gr. komi þrjár nýjar greinar, svohljóðandi:
             a.     (3. gr.)
                     Á eftir 57. gr. a laganna kemur ný grein, 57. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Takmörkun á frádrætti vaxtagjalda.

                     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 31. gr. takmarkast frádráttur vaxtagjalda og affalla, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 49. gr., skattaðila skv. 2. gr. vegna lánaviðskipta við tengda aðila skv. 4. mgr. 57. gr. við 30% af hagnaði skattaðilans. Þau vaxtagjöld og afföll sem umfram eru koma ekki til frádráttar.
                     Með hagnaði í 1. mgr. er átt við hagnað samkvæmt ársreikningi að viðbættum tekjuskatti, fjármagnsliðum, afskriftum og niðurfærslum fastafjármuna. Hafi skatt­aðili fært í rekstrarreikning hlutdeildartekjur frá öðru félagi innan samstæðunnar skal draga þær frá framangreindum hagnaði og bæta við úthlutuðum arði frá sama félagi hafi arðgreiðsla átt sér stað.
                        Ákvæði 1. mgr. á ekki við ef:
                      a.      vaxtagjöld og afföll skattaðila, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 49. gr., vegna lána­viðskipta við tengda aðila skv. 4. mgr. 57. gr. eru lægri en 100 millj. kr.,
                      b.      lánveitandi ber ótakmarkaða skattskyldu hérlendis,
                      c.      skattaðili sýnir fram á að eiginfjárhlutfall hans sé eigi lægra en tveimur prósentustigum undir eiginfjárhlutfalli samstæðu sem hann tilheyrir; undan­þágan gildir þó ekki ef eigið fé skattaðila var hækkað innan við sex mánuðum fyrir dagsetningu efnahagsreiknings og lækkað aftur að samsvarandi fjárhæð innan við sex mánuðum eftir dagsetningu efnahagsreiknings; hafi skattaðili bók­fært eignarhlut í öðru fyrirtæki samstæðunnar samkvæmt hlutdeildaraðferð ber við útreikning á eiginfjárhlutfalli að miða við kostnaðarverð eignarhlutans, eða
                      d.      skattaðili er fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, vátrygg­ingafélag samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi eða félag í eigu fyrr­greindra aðila sem starfar í sambærilegum rekstri.
                     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð þar sem kveðið er á um nánari skilyrði um framkvæmd þessarar greinar og skilgreiningar hugtaka.
             b.     (4. gr.)
                     Á eftir 91. gr. laganna kemur ný grein, 91. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil.

                     Skattaðili skv. 2. gr. sem er móðurfélag heildarsamstæðu, sbr. lög um ársreikn­inga, sem er með heimilisfesti í fleiri ríkjum skal fyrir lok hvers almanaksárs að loknu reikningsári skila ríkisskattstjóra skýrslu með upplýsingum um tekjur og skatta í þeim ríkjum þar sem félög innan heildarsamstæðunnar eiga heimilisfesti (ríki-fyrir- ríki skýrsla um skattskil). Skýrslan skal einnig innihalda lýsingu á atvinnustarfsemi heildarsamstæðunnar í hverju ríki, auk upplýsinga um hvert samstæðufélaga og þá efnahagslegu starfsemi sem félögin hafa með höndum. Skyldan til að skila ríki- fyrirríki skýrslu um skattskil gildir ekki ef tekjur heildarsamstæðunnar á síðasta reikningsári voru lægri en 100 milljarðar kr.
                     Skylda til að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil skv. 1. mgr. hvílir einnig á öðrum félögum á Íslandi þrátt fyrir að þau teljist ekki vera móðurfélag heildar­samstæðu ef móðurfélag heildarsamstæðu er erlent og:
                     a.     hinu erlenda móðurfélagi er ekki skylt að skila inn ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil í heimilisfestarríkinu,
                     b.     heimilisfestarríki hins erlenda móðurfélags hefur ekki gert upplýsingaskipta­samning við Ísland sem kveður á um sjálfvirk upplýsingaskipti á ríki-fyrir-ríki skýrslum um skattskil sem er í gildi við lok reikningsársins skv. 1. mgr., eða
                     c.     ríkisskattstjóri hefur tilkynnt íslenska félaginu að heimilisfestarríki móður­félagsins hafi ekki gert upplýsingaskiptasamning við Ísland sem um getur í b-lið eða sendir ekki íslenskum skattyfirvöldum af öðrum ástæðum ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil.
                     Eigi 1. mgr. við fleiri en einn skattaðila skulu þeir ákveða hver þeirra sé ábyrgur fyrir skilum á ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil og tilkynna ríkisskattstjóra um þá ákvörðun.
                     Félag, sem á lögheimili á Íslandi og er hluti af heildarsamstæðu þar sem einu eða fleiri félögum er skylt að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil skv. 1. og 2. mgr., skal eftir lok reikningsárs tilkynna ríkisskattstjóra hvaða félag í samstæðunni skili ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil og um heimilisfestarríki þess.
                     Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um efni og form ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil.
             c.     (5. gr.)
                     Á eftir orðinu „fjármálafyrirtæki“ í 3. mgr. 92. gr. laganna kemur: rafeyris­fyrirtæki.
     6.      7. gr. falli brott.
     7.      Orðin „sem ekki hefur verið gerð fullnægjandi grein fyrir í skattskilum“ í 8. gr. falli brott.
     8.      Efnismálsliður 9. gr. orðist svo: Þó fyrnist sök skv. 109. gr. vegna tekna og eigna í lág­skattaríkjum á tíu árum.
     9.      Efnismálsliður 11. gr. orðist svo: Þó fyrnist sök skv. 30. gr. vegna tekna og eigna í lág­skattaríkjum á tíu árum.
     10.      Efnismálsliður 12. gr. orðist svo: Þó fyrnist sök skv. 19. gr. vegna tekna og eigna í lág­skattaríkjum á tíu árum.
     11.      Efnismálsliður 14. gr. orðist svo: Þó fyrnist sök skv. 40. gr. vegna tekna og eigna í lág­skattaríkjum á tíu árum.
     12.      Á undan 15. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir 30. tölul. 1. gr. laganna koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                 31.      Viðurkenndur rekstraraðili: Aðili sem hlotið hefur VRA-vottun tollstjóra og getur notið sérstakrar meðferðar við tollframkvæmd.
                 32.      VRA-vottun: Vottun útgefin af tollstjóra á því að tiltekinn lögaðili teljist viður­kenndur rekstraraðili.
     13.      17. og 18. gr. falli brott.
     14.      Á eftir 20. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir XX. kafla laganna kemur nýr kafli, XX. kafli A, VRA-vottun, með fimm nýjum greinum, 145. gr. a – 145. gr. e, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
                  a.      (145. gr. a.)

Veiting VRA-vottunar.

                     Tollstjóra er heimilt, á grundvelli umsóknar, að veita lögaðila VRA-vottun sé hann skráður hjá fyrirtækjaskrá og á virðisaukaskattsskrá og hafi hlutverki að gegna í keðju aðfanga sem flutt eru til og frá landinu. Vottunin gildir í fimm ár í senn, sbr. þó 145. gr. b og 145. gr. c.
                     Það er enn fremur skilyrði VRA-vottunar að:
                      1.      umsækjandi, stjórnendur, stjórnarmenn, starfsmenn sem bera ábyrgð á tolla­málum umsækjanda eða umboðsmenn hafi ekki gerst sekir um alvarleg eða ítrekuð brot gegn ákvæðum laganna, annarra laga sem tollstjóra ber að fram­fylgja eða annarra skattalaga eða stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra á síðastliðnum þremur árum áður en umsókn er lögð fram, né mega sömu aðilar, á sama tímabili, hafa gerst sekir um önnur alvarleg brot sem tengjast atvinnustarfsemi umsækjanda,
                      2.      umsækjandi sýni fram á að hann hafi verið gjaldfær síðustu þrjú fjárhagsár og viðhafi og muni viðhafa ábyrga fjármálastjórn,
                      3.      umsækjandi hafi yfir að ráða reikningshalds- og aðfangakerfi sem samkvæmt mati tollstjóra gerir honum fært að viðhafa fullnægjandi tolleftirlit,
                      4.      umsækjandi hafi ákvarðað innri öryggiskröfur og vinnuferla sem teljast full­nægjandi að mati tollstjóra og ábyrgist að starfsemi hans verði hagað í samræmi við þá.
                     Komi til samruna lögaðilans við annan lögaðila eða skiptingar hans fellur VRA- vottunin niður án tilkynningar.
                  b.      (145. gr. b.)

Tímabundin afturköllun.

                     Tollstjóra er heimilt að afturkalla VRA-vottun tímabundið í eftirfarandi tilvikum:
                      1.      Þegar viðurkenndur rekstraraðili uppfyllir ekki lengur skilyrði sem sett eru fyrir veitingu VRA-vottunar.
                      2.      Þegar rökstuddur grunur leikur á að viðurkenndur rekstraraðili, stjórnendur, stjórnarmenn, starfsmenn sem bera ábyrgð á tollamálum hans eða umboðsmenn hafi framið brot gegn ákvæðum laganna, annarra laga sem tollstjóra ber að framfylgja, annarra skattalaga eða stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grund­velli þeirra, eða hafi gerst sekir um önnur alvarleg brot sem tengjast atvinnu­starfsemi umsækjanda, brotið varðar refsingu og líklegt þykir að mati tollstjóra að viðkomandi muni verða sóttur til sakar.
                      3.      Að fenginni beiðni lögaðila þegar viðkomandi telur sig tímabundið ófæran um að uppfylla skilyrði VRA-vottunar.
                     Tollstjóri ákveður tímalengd afturköllunar með hliðsjón af því að lögaðilanum gefist nægjanlegt ráðrúm til að bæta úr annmörkum. Að úrbótum loknum, sbr. þó 2. tölul. 1. mgr. 145. gr. c., veitir tollstjóri VRA-vottun að nýju.
                  c.      (145. gr. c.)

Varanleg afturköllun.

                     Tollstjóra ber að afturkalla VRA-vottun í eftirfarandi tilvikum:
                      1.      Þegar viðurkenndur rekstraraðili, stjórnendur, stjórnarmenn hans, starfsmenn sem bera ábyrgð á tollamálum hans eða umboðsmenn hafa hlotið endanlegan dóm, undirgengist viðurlög, þeim verið ákveðin viðurlög eða þeir sætt stjórn­sýsluviðurlögum vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota gegn ákvæðum laganna, annarra laga sem tollstjóra ber að framfylgja, annarra skattalaga eða stjórnvalds­fyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra eða fyrir önnur alvarleg brot sem tengjast atvinnustarfsemi umsækjanda.
                      2.      Þegar lögaðili sem hefur verið sviptur VRA-vottun tímabundið skv. 145. gr. b. lætur hjá líða að bæta úr annmörkum sem leiddu til afturköllunarinnar innan marka tímalengdar hennar.
                      3.      Að beiðni viðurkennds rekstraraðila.
                      4.      Við gjaldþrot viðurkennds rekstraraðila.
                     Afturköllunin tekur gildi næsta virkan dag eftir að tollstjóri hefur sannanlega til­kynnt lögaðila um hana.
                  d.      (145. gr. d.)

Sérstök meðferð við tollframkvæmd.

                     VRA-vottaðir aðilar skulu njóta sérstakrar meðferðar við tollframkvæmd, m.a. hvað varðar tíðni vöru- og skjalaskoðana, forgangs við framkvæmd tollskoðunar og heimfylgdar vöru. Meðferðin skal taka mið af niðurstöðum áhættugreiningar toll­stjóra á viðkomandi lögaðila.
                      Tollstjóra er heimilt að haga tolleftirliti með hefðbundnum hætti vegna sérstakra áhættuþátta eða innflutningstakmarkana samkvæmt öðrum lögum.
                  e.      (145. gr. e.)

Reglugerðarheimild.

                     Ráðherra ákveður fyrirkomulag og umfang sérstakrar meðferðar VRA-vottaðra aðila með reglugerð.
                     Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari reglur um málsmeðferð, umsóknarferli, skilyrði, bakgrunnsskoðun, veitingu og afturköllun VRA-vottunar. Í reglugerðinni getur ráðherra afmarkað hvers konar fyrirtæki teljist hafa hlutverki að gegna í keðju aðfanga sem flutt eru til og frá landinu.
     15.      21. gr. falli brott.
     16.      Á eftir 21. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir orðunum „skv. 86. gr.“ í 1. mgr. 172. gr. laganna kemur: og 180. gr. b.
     17.      Við 22. gr.
       a.      Í stað „20%“ í 1. efnismálsl. komi: 50%.
       b.      Orðin „að honum verði ekki kennt um annmarka við upplýsingagjöf eða“ í 2. efnis­málsl. falli brott.
     18.      23. gr. orðist svo:
                   Lög þessi öðlast gildi sem hér segir:
                  Ákvæði 6.–7., 9.–12., 16.–17. og 20. gr. og ákvæði til bráðabirgða öðlast þegar gildi. Ákvæði 7., 9., 10. og 12. gr. gilda einnig um brot sem framin eru fyrir gildistöku laga þessara, enda sé fyrningarfrestur þeirra ekki hafinn.
                  Ákvæði 1.–5., 8., 13.–15. og 18.–19. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017. Ákvæði 3.–5. gr. koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2018 vegna rekstrarársins 2017.
     19.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ráðherra skal, að höfðu samráði við þann ráðherra sem fer með málefni lögreglu og löggæslu, skipa starfshóp þar sem sitji m.a. fulltrúar frá því ráðuneyti sem fer með mál­efni tolla og vörugjalda, því ráðuneyti sem fer með málefni lögreglu og löggæslu, Persónuvernd, lögreglu og tollstjóra. Starfshópurinn móti tillögur um heimildir tollyfir­valda til vinnslu persónuupplýsinga. Ráðherra skal leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp sem byggist á tillögum hópsins eigi síðar en á haustþingi 2017.