Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 43  —  2. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (KJak).


     1.      Í stað „5.400.000 kr.“ og „2.700.000 kr.“ í b-lið 1. gr. komi: 6.480.000 kr.; og: 3.240.000 kr.
     2.      Í stað „4.500.000 kr.“ og „7.300.000 kr.“ í c-lið 2. gr. komi: 5.400.000 kr.; og: 8.775.000 kr.
     3.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr., að undanskilinni fasteign sem skattaðili nýtir til eigin búsetu, í lok áranna 2016, 2017 og 2018 skal við álagningu 2017, 2018 og 2019 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr.:
                  a.      Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem eru lögð á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.
                  b.      Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem eru skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi lögaðila í stað nafnverðs, svo sem eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.
                      Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem eru skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í lögaðila sem ekki er skráður í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins fyrir rekstrarárin 2016 og 2017. Þann hluta virðis eignarhluta í lögaðila sem reiknað er á framangreindan hátt sem umfram er nafnverð eða stofnverð í árslok 2016 og 2017 skal telja fram í skattframtali 2018 og 2019 vegna þessarar viðbótareignar.
                  c.      Auðlegðarskattsstofn eru þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.
                  d.      Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.
                  e.      Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auð­legðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.
                  f.      Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðar­skattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.
                  g.      Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í sam­ræmi við ákvæði h-liðar.
                  h.      Auðlegðarskattur manna reiknast þannig:
                      1.      Af auðlegðarskattsstofni einstaklings að 75.000.000 kr. og samanlögðum auð­legðarskattsstofni hjóna að 100.000.000 kr. greiðist enginn skattur.
                      2.      Af auðlegðarskattsstofni yfir 75.000.000 kr. að 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og yfir 100.000.000 kr. að 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskatts­stofni hjóna greiðast 1,5%.
                      3.      Af því sem umfram er 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 2%.
                      Auðlegðarskattsstofn vegna stöðu eigna í árslok 2016 og 2017 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2018 og 2019 með tilliti til viðbótareignar skv. b-lið. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1.–3. tölul. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda framangreindra ára.
                  i.      Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
     4.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á viðauka við lögin:
                  a.      Í stað orðanna „manneldis í eftirgreindum“ í inngangsmálslið viðaukans kemur: manneldis, annarra en gosdrykkja með viðbættum sykri eða sætiefnum, í eftir­greindum.
                  b.      Í stað „2202.1011–2202.9099“ í f-lið viðaukans kemur: 2202.1031–2202.9099.
     5.      Á undan 10. gr. komi þrjár nýjar greinar sem orðist svo:
                  a.      (12. gr.)
                      Á undan 1. gr. laganna kemur ný kaflafyrirsögn sem orðast svo: I. KAFLI, Almenn ákvæði.
                  b.      (13. gr.)
                      Á eftir orðinu „tekna“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: m.a.
                  c.      (14. gr.)
                      Á undan 2. gr. laganna kemur ný kaflafyrirsögn sem orðast svo: II. KAFLI, Gisti­náttaskattur.
     6.      Á eftir 10. gr. komi þrjár nýjar greinar sem orðist svo:
                  a.      (16. gr.)
                      Á eftir 5. gr. laganna kemur nýr kafli, er verður III. kafli, með fyrirsögninni: Komuskattur, með þremur nýjum greinum, 5. gr. a – 5. gr. c, svohljóðandi:
                  a.     (5. gr. a)

Komuskattur.

                           Greiða skal í ríkissjóð komuskatt af hverri farþegakomu til landsins eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum. Með farþegakomu er átt við hvert það skipti sem einstaklingur gengur frá borði, í höfn eða á flugvelli, í fari sem komið hefur til landsins frá útlöndum í þeim tilgangi að fara inn á tollsvæði ríkisins.
                           Komuskattur skal nema 1.000 kr. fyrir hverja farþegakomu til landsins.
                  b.     (5. gr. b)

Skattskyldir aðilar.

                           Þeim aðilum sem flytja farþega til landsins ber skylda til að innheimta og standa skil á komuskatti.
                           Skattskyldir aðilar skulu ótilkvaddir senda ríkisskattstjóra tilkynningu um skatt­skylda starfsemi áður en hún hefst.
                           Ríkisskattstjóri heldur skrá yfir skattskylda aðila samkvæmt lögum þessum.
                  c.     (5. gr. c)

Álagning komuskatts.

                           Ríkisskattstjóri annast álagningu komuskatts skv. 2. gr. Skattskyldir aðilar skulu greiða komuskatt fyrir hvert uppgjörstímabil miðað við fjölda farþegakoma.
                           Uppgjörstímabil komuskatts skulu vera þau sömu og uppgjörstímabil virðis­aukaskatts hjá skattaðila, sbr. 24. og 31. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri gjald­daga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu skattskyldir aðilar ótilkvaddir skila inn­heimtumanni ríkissjóðs skýrslu um fjölda seldra gistináttaeininga á uppgjörs­tímabilinu og standa skil á greiðslu skattsins.
                           Skýrslur vegna komuskatts skulu vera á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Vegna eftirlits er ríkisskattstjóra heimill aðgangur að upplýsingum um farþega og áhöfn skv. 51. gr. a tollalaga, nr. 88/2005.
                  b.      (17. gr.)
                      Á undan 6. gr. kemur ný kaflafyrirsögn sem orðast svo: IV. KAFLI, Ýmis ákvæði.
                  c.      (18. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
                      a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Sé gistináttaskatti eða komuskatti ekki skilað á rétt­um tíma skal skattskyldur aðili sæta álagi til viðbótar skatti samkvæmt skýrslu um fjölda seldra gistináttaeininga eða skýrslu um fjölda farþegakoma.
                      b.      Í stað orðanna „starfsstöðvar og gistiaðstöðu“ í 3. mgr. kemur: starfsstöðvar, gistiaðstöðu eða far.
     7.      Í stað „6,30 kr.“, „5,50 kr.“, „7,75 kr.“ og „6,90 kr.“ í 16. gr. laganna, er verði 24. gr., komi: 6,60 kr.; 5,75 kr.; 8,14 kr.; og: 7,25 kr.
     8.      Á eftir XXVI. kafla komi nýr kafli, XXVII. kafli, Breyting á lögum nr. 125/2015, um ýmsar forsendur fjárlaga fyrir árið 2016, með einni nýrri grein, 69. gr., svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
                  a.      B-liður orðast svo: Í stað „5.935.428 kr.“ og „25,3%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 15.600.000 kr.; og: 31,8%.
                  b.      C-liður orðast svo: Í stað „8.452.400“ og „31,8%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 24.000.000 kr.; og: 36,8%.
                  c.      D-liður orðast svo: 4. tölul. 1. mgr. fellur brott.
                  d.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir 1. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal tekjuskattur af þeim fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar sem eru umfram 2.000.000 kr. á tekjuári vera 25%.
     9.      61. gr., er verði 70. gr., orðist svo:
                 Ákvæði 1. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017.
                 Ákvæði c-liðar 2. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun vaxta­bóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017.
                 Ákvæði a- og b-liðar 2., 3., b-liðar 9., 11., 26., s-liðar 27., 28., 31., 32., 36., 37., 49., 66., 68. og 69. gr. öðlast þegar gildi.
                 Ákvæði 4.–8., a-liðar 9., 19.–25., a–r-liðar 27., 29., 33.–35., 38.–48., 50.–65. og 67. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017.
                 Ákvæði 10. gr. öðlast gildi 1. mars 2017.
                 Ákvæði t-liðar 27. gr. öðlast gildi 1. apríl 2017.
                 Ákvæði 12.–18. gr. öðlast gildi 1. september 2017 og gildir um þær gistináttaeiningar sem seldar eru frá og með þeim degi.
                 Ákvæði 30. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017 vegna tekna ársins 2016.