Ferill 33. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 90  —  33. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgerðaáætlun gegn mansali og vinnulag við mansalsmál.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða áform eru um framhald aðgerðaáætlunar gegn mansali en áætlun fyrir árin 2013–2016 rann út nú um áramótin?
     2.      Hvaða verkferlar eru í gildi varðandi meðferð mansalsmála í dómskerfinu?
     3.      Hvernig var fræðslu starfsmanna lögreglu, ákæruvalds og dómstóla háttað um mansalsmál á gildistíma fyrrnefndrar áætlunar og við hvaða embætti gegndu störfum þeir starfsmenn sem fengu fræðslu?
     4.      Hversu margir starfsmenn lögreglu, ákæruvalds og dómstóla sóttu fræðslufundi í tengslum við aðgerðaáætlunina? Svar óskast sundurliðað eftir embættum.
     5.      Hversu miklu fé var varið til verkefna sem tengdust mansali í samræmi við aðgerðaáætlunina? Svar óskast sundurliðað eftir árum og verkþáttum þar sem m.a. komi fram hve miklu var varið til fræðslu.
     6.      Telur ráðherra að kostur sé á nægum úrræðum til að koma þolendum mansals úr þeim aðstæðum, svo sem með því að tryggja þeim möguleika á að framfleyta sér með því að stunda atvinnu meðan mál þeirra eru til meðferðar í réttarkerfinu?
     7.      Hvernig telur ráðherra að meðferð máls tveggja kvenna sem höfðu stöðu þolenda í meintu mansalsmáli í Vík í Mýrdal hafi samræmst aðgerðaáætlun gegn mansali?


Skriflegt svar óskast.